Nýr samgönguráðherra: Engin önnur lausn í stöðunni en að hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Atli Ísleifsson skrifar 11. janúar 2017 09:55 Jón Gunnarsson verður samgöngu-, fjarskipta- og byggðamálaráðherra í nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Vísir/Pjetur Jón Gunnarsson, samgöngu-, fjarskipta- og byggðamálaráðherra í nýrri ríkisstjórn, segir nauðsynlegt að það skapist einhver vissa um framtíð miðstöðvar innanlandsflugs í landinu á kjörtímabilinu. Jón segir að málefni Reykjavíkurflugvallar sé einn af þeim þáttum samgöngumála sem sé í óásættanlegri stöðu. „Þessi óljósa framtíð Reykjavíkurflugvallar getur auðvitað ekki verið. Ég hef nú sagt það áður í ræðu og riti að það þurfi að ganga frá því til framtíðar hvernig við högum þeim málum.“Þú hefur áður talað um að þú viljir að Reykjavík verði miðstöð innanlandsflugs í landinu.„Já, ég hef gert það,“ segir Jón. Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar segir að hún muni beita sér fyrir „lausn á áratugadeilu um framtíð Reykjavíkurflugvallar með því að stofna til formlegra viðræðna samgönguyfirvalda, heilbrigðisyfirvalda, Reykjavíkurborgar, annarra sveitarfélaga og hagsmunaaðila. Tekin verði ákvörðun um fyrirliggjandi kosti að undangengnu mati og innviðir innanlands- og sjúkraflugs þannig tryggðir til framtíðar.“Heldurðu að það muni takast að ná einhverri sátt og lendingu í þessu máli á kjörtímabilinu?„Það verður að gera það. Reykjavíkurflugvöllur gegnir gríðarlega veigamiklu hlutverki í okkar samgöngum. Aðstæður þar eru algerlega óviðunandi, bæði fyrir starfsfólk og farþega. Það verður að ná saman um einhverja framtíðarsýn þannig að hægt sé að ráðast í eðlilega uppbyggingu og horfa til lengri tíma. Við getum ekki búið við þessa stöðugu óvissu.“En þú sjálfur vilt hafa völlinn áfram í Vatnsmýrinni?„Það er engin önnur lausn í stöðunni. Það er auðvitað áhugavert að skoða allar framtíðarpælingar um eitthvað annað, en það er eitthvað sem er komið svo stutt á veg að það mun í mínum huga taka mörg ár að koma niðurstaða í. Á meðan getum við ekki búið við einhverja óvissu um Reykjavíkurflugvöll,“ segir Jón, sem kveðst fullur tilhlökkunar að takast á við þau verkefni sem bíði sín í nýju embætti.Þörf á miklu átaki í innviðauppbygginguJón segir að það hafi ekki farið framhjá neinum að það sé þörf á miklu átaki í innviðauppbyggingu í samgöngumálum. „Það er eitt af þeim verkefnum sem ríkisstjórn mun þurfa að horfa til. Nýbúið er að samþykkja fjárlög og það á eftir að munstra það inn í samgönguáætlun og forgangsraða í þeim hluta málanna. Maður þarf því bara að setja sig í stellingar og takast á við þetta og raða niður. Ég á eftir að fara yfir það með fólkinu og fara yfir stöðuna og reyna að koma hjólunum af stað sem fyrst,“ segir Jón. Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Svona lítur stjórnarsáttmálinn út Formenn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar undirrituðu sáttmála um ríkisstjórnarsamstarf í Gerðarsafni í Kópavogi í dag klukkan 14:30. 10. janúar 2017 15:17 Nýr umhverfisráðherra: „Ósnortin víðerni eru mér mjög kær“ Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, er nýr umhverfis- og auðlindaráðherra. Hún segist mjög spennt fyrir þessu nýja verkefni en umhverfismál hafa lengi verið henni hugleikin. 10. janúar 2017 21:54 Segjast ekki hafa gefið eftir í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum Þingflokkur Bjartrar framtíðar hefur ekki enn tekið ákvörðun um það hvort þingmenn flokksins, sem verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn, segi af sér þingmennsku. 11. janúar 2017 07:00 Svona skiptast ráðuneytin á milli flokkanna Ráðherraskipan hefur ekki verið ákveðin. 10. janúar 2017 14:54 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Sjá meira
Jón Gunnarsson, samgöngu-, fjarskipta- og byggðamálaráðherra í nýrri ríkisstjórn, segir nauðsynlegt að það skapist einhver vissa um framtíð miðstöðvar innanlandsflugs í landinu á kjörtímabilinu. Jón segir að málefni Reykjavíkurflugvallar sé einn af þeim þáttum samgöngumála sem sé í óásættanlegri stöðu. „Þessi óljósa framtíð Reykjavíkurflugvallar getur auðvitað ekki verið. Ég hef nú sagt það áður í ræðu og riti að það þurfi að ganga frá því til framtíðar hvernig við högum þeim málum.“Þú hefur áður talað um að þú viljir að Reykjavík verði miðstöð innanlandsflugs í landinu.„Já, ég hef gert það,“ segir Jón. Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar segir að hún muni beita sér fyrir „lausn á áratugadeilu um framtíð Reykjavíkurflugvallar með því að stofna til formlegra viðræðna samgönguyfirvalda, heilbrigðisyfirvalda, Reykjavíkurborgar, annarra sveitarfélaga og hagsmunaaðila. Tekin verði ákvörðun um fyrirliggjandi kosti að undangengnu mati og innviðir innanlands- og sjúkraflugs þannig tryggðir til framtíðar.“Heldurðu að það muni takast að ná einhverri sátt og lendingu í þessu máli á kjörtímabilinu?„Það verður að gera það. Reykjavíkurflugvöllur gegnir gríðarlega veigamiklu hlutverki í okkar samgöngum. Aðstæður þar eru algerlega óviðunandi, bæði fyrir starfsfólk og farþega. Það verður að ná saman um einhverja framtíðarsýn þannig að hægt sé að ráðast í eðlilega uppbyggingu og horfa til lengri tíma. Við getum ekki búið við þessa stöðugu óvissu.“En þú sjálfur vilt hafa völlinn áfram í Vatnsmýrinni?„Það er engin önnur lausn í stöðunni. Það er auðvitað áhugavert að skoða allar framtíðarpælingar um eitthvað annað, en það er eitthvað sem er komið svo stutt á veg að það mun í mínum huga taka mörg ár að koma niðurstaða í. Á meðan getum við ekki búið við einhverja óvissu um Reykjavíkurflugvöll,“ segir Jón, sem kveðst fullur tilhlökkunar að takast á við þau verkefni sem bíði sín í nýju embætti.Þörf á miklu átaki í innviðauppbygginguJón segir að það hafi ekki farið framhjá neinum að það sé þörf á miklu átaki í innviðauppbyggingu í samgöngumálum. „Það er eitt af þeim verkefnum sem ríkisstjórn mun þurfa að horfa til. Nýbúið er að samþykkja fjárlög og það á eftir að munstra það inn í samgönguáætlun og forgangsraða í þeim hluta málanna. Maður þarf því bara að setja sig í stellingar og takast á við þetta og raða niður. Ég á eftir að fara yfir það með fólkinu og fara yfir stöðuna og reyna að koma hjólunum af stað sem fyrst,“ segir Jón.
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Svona lítur stjórnarsáttmálinn út Formenn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar undirrituðu sáttmála um ríkisstjórnarsamstarf í Gerðarsafni í Kópavogi í dag klukkan 14:30. 10. janúar 2017 15:17 Nýr umhverfisráðherra: „Ósnortin víðerni eru mér mjög kær“ Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, er nýr umhverfis- og auðlindaráðherra. Hún segist mjög spennt fyrir þessu nýja verkefni en umhverfismál hafa lengi verið henni hugleikin. 10. janúar 2017 21:54 Segjast ekki hafa gefið eftir í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum Þingflokkur Bjartrar framtíðar hefur ekki enn tekið ákvörðun um það hvort þingmenn flokksins, sem verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn, segi af sér þingmennsku. 11. janúar 2017 07:00 Svona skiptast ráðuneytin á milli flokkanna Ráðherraskipan hefur ekki verið ákveðin. 10. janúar 2017 14:54 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Sjá meira
Svona lítur stjórnarsáttmálinn út Formenn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar undirrituðu sáttmála um ríkisstjórnarsamstarf í Gerðarsafni í Kópavogi í dag klukkan 14:30. 10. janúar 2017 15:17
Nýr umhverfisráðherra: „Ósnortin víðerni eru mér mjög kær“ Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, er nýr umhverfis- og auðlindaráðherra. Hún segist mjög spennt fyrir þessu nýja verkefni en umhverfismál hafa lengi verið henni hugleikin. 10. janúar 2017 21:54
Segjast ekki hafa gefið eftir í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum Þingflokkur Bjartrar framtíðar hefur ekki enn tekið ákvörðun um það hvort þingmenn flokksins, sem verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn, segi af sér þingmennsku. 11. janúar 2017 07:00
Svona skiptast ráðuneytin á milli flokkanna Ráðherraskipan hefur ekki verið ákveðin. 10. janúar 2017 14:54