48 liða HM samþykkt hjá FIFA Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. janúar 2017 09:54 Gianni Infantino, forseti FIFA, hefur komið því í gegn að liðum í úrslitakeppni HM verði fjölgað frá og með HM 2026. Vísir/Getty Framkvæmdaráð FIFA hefur samþykkt að stækka heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu frá og með 2026 í 48 lið. Tillagan var samþykkt einróma á fundinum í dag. Þátttökuþjóðum verður þar með fjölgað um sextán en líklegt er að Evrópa fái aðeins þrjú af aukasætunum sem í boði eru. Útfærslan á nýja fyrirkomulaginu hefur þó ekki verið tilkynnt formlega en það verður gert síðar í dag.The FIFA Council unanimously decided on a 48-team #WorldCup as of 2026: 16 groups of 3 teams. Details to follow after the meeting. — FIFA Media (@fifamedia) January 10, 2017Gianni Infantino, forseti FIFA, hefur talað fyrir stækkun heimsmeistarakeppninnar síðan hann var í framboði til embættis forseta sambandsins. Sjá einnig: Verður jafnteflum útrýmt á HM?Ekki meira álag á leikmenn Þetta þýðir að heildarfjöldi leikja á HM 2026 verður 80 í stað 64 eins og í síðustu keppnum. Lið sem fara alla leið í úrslitaleikinn munu þó spila sjö leiki eins og áður. Þá er einnig ljóst að keppnin mun klárast á 32 dögum sem þýðir að álag á leikmenn mun ekki aukast frá gamla fyrirkomulaginu. Hvert lið mun spila tvo leiki í riðlakeppninni en tvö lið af þremur komast áfram í 32-liða úrslit keppninnar. Þá tekur við útsláttarfyrirkomulag.Aðeins þrjú aukasæti fyrir Evrópu Ekkert hefur verið gefið út um skiptingu sæta á HM á milli heimsálfa. Erlendir fjölmiðlar hafa þó greint frá því að mögulega muni Evrópa fá þrjú af aukasætunum sextán sem í boði eru. Líklegt er að Afríka og Asía fái fjögur aukasæti hvor og Ameríkuálfurnar fái 2-3 aukasæti hvor. Þá gæti farið svo að Eyjaálfu verði tryggt sæti í keppninni en þurfi ekki að fara í gegnum umspil eins og áður.Stórauknar tekjur Infantino hefur áður sagt að HM eigi að stuðla að bættri knattspyrnu um allan heim og að ekkert auki áhuga meira á knattspyrnu í viðkomandi landi þegar lið þess kemst á HM. Hann sagði að ákvörðun ætti ekki að vera fjáhagslegs eðlis þó svo að tekjur FIFA af stærri HM myndu stóraukast. Samkvæmt rannsókn FIFA er búist við að heildartekjur sambandsins af 48 liða HM verði 638 milljarðar króna og aukist þar með um 62 milljarða króna. Fótbolti Tengdar fréttir Forseti FIFA segir meirihluta knattspyrnusambanda heims styðja 48 þjóða HM Það lítur flest út fyrir það að heimsmeistaramótið í knattspyrnu verði orðin 48 þjóða keppni áður en langt um líður. 28. desember 2016 10:00 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Fleiri fréttir Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Sjá meira
Framkvæmdaráð FIFA hefur samþykkt að stækka heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu frá og með 2026 í 48 lið. Tillagan var samþykkt einróma á fundinum í dag. Þátttökuþjóðum verður þar með fjölgað um sextán en líklegt er að Evrópa fái aðeins þrjú af aukasætunum sem í boði eru. Útfærslan á nýja fyrirkomulaginu hefur þó ekki verið tilkynnt formlega en það verður gert síðar í dag.The FIFA Council unanimously decided on a 48-team #WorldCup as of 2026: 16 groups of 3 teams. Details to follow after the meeting. — FIFA Media (@fifamedia) January 10, 2017Gianni Infantino, forseti FIFA, hefur talað fyrir stækkun heimsmeistarakeppninnar síðan hann var í framboði til embættis forseta sambandsins. Sjá einnig: Verður jafnteflum útrýmt á HM?Ekki meira álag á leikmenn Þetta þýðir að heildarfjöldi leikja á HM 2026 verður 80 í stað 64 eins og í síðustu keppnum. Lið sem fara alla leið í úrslitaleikinn munu þó spila sjö leiki eins og áður. Þá er einnig ljóst að keppnin mun klárast á 32 dögum sem þýðir að álag á leikmenn mun ekki aukast frá gamla fyrirkomulaginu. Hvert lið mun spila tvo leiki í riðlakeppninni en tvö lið af þremur komast áfram í 32-liða úrslit keppninnar. Þá tekur við útsláttarfyrirkomulag.Aðeins þrjú aukasæti fyrir Evrópu Ekkert hefur verið gefið út um skiptingu sæta á HM á milli heimsálfa. Erlendir fjölmiðlar hafa þó greint frá því að mögulega muni Evrópa fá þrjú af aukasætunum sextán sem í boði eru. Líklegt er að Afríka og Asía fái fjögur aukasæti hvor og Ameríkuálfurnar fái 2-3 aukasæti hvor. Þá gæti farið svo að Eyjaálfu verði tryggt sæti í keppninni en þurfi ekki að fara í gegnum umspil eins og áður.Stórauknar tekjur Infantino hefur áður sagt að HM eigi að stuðla að bættri knattspyrnu um allan heim og að ekkert auki áhuga meira á knattspyrnu í viðkomandi landi þegar lið þess kemst á HM. Hann sagði að ákvörðun ætti ekki að vera fjáhagslegs eðlis þó svo að tekjur FIFA af stærri HM myndu stóraukast. Samkvæmt rannsókn FIFA er búist við að heildartekjur sambandsins af 48 liða HM verði 638 milljarðar króna og aukist þar með um 62 milljarða króna.
Fótbolti Tengdar fréttir Forseti FIFA segir meirihluta knattspyrnusambanda heims styðja 48 þjóða HM Það lítur flest út fyrir það að heimsmeistaramótið í knattspyrnu verði orðin 48 þjóða keppni áður en langt um líður. 28. desember 2016 10:00 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Fleiri fréttir Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Sjá meira
Forseti FIFA segir meirihluta knattspyrnusambanda heims styðja 48 þjóða HM Það lítur flest út fyrir það að heimsmeistaramótið í knattspyrnu verði orðin 48 þjóða keppni áður en langt um líður. 28. desember 2016 10:00