Endurtekið hvött til að leggja aftur fram kæru á hendur skipverjanum fyrir kynferðisbrot Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. janúar 2017 09:30 Frá endurkomu Polar Nanoq í Hafnarfjarðarhöfn. vísir/anton brink Grænlensk kona segist endurtekið hvött af löndum sínum til þess að kæra aftur skipverja á grænlenska togaranum Polar Nanoq fyrir kynferðisbrot. Málið fór aldrei fyrir dómstóla á sínum tíma en meintur gerandi í málinu er annar skipverjanna sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um manndráp í máli Birnu Brjánsdóttur. Konan, sem tjáði sig um málið á Facebook, segist ekki ætla að kæra málið aftur að svo stöddu og vonast til þess að fólk hætti að senda henni skilaboð vegna þessa. Hún vill lítið tjá sig frekar um málið í samtali við Vísi. Hvarf Birnu og umfjöllun um málið hafi haft áhrif á sig en málið hefur verið mikið til umfjöllunar á Grænlandi sökum þess að skipverjarnir tveir, sem eru í gæsluvarðhaldi, eru grænlenskir. Maðurinn sem um ræðir er sá sem ók rauða Kia Rio bílnum laugardagsmorguninn sem Birna hvarf. Stundin hefur fjallað um afbrotasögu mannsins sem hefur hlotið fíkniefnadóm auk þess sem fyrrnefnd kona kærði hann fyrir kynferðisbrot. Kæran var hins vegar aldrei tekin fyrir hjá dómstólum í Grænlandi. Íslensk kona, búsett á Grænlandi, segist vona að mál Birnu opni á umræðuna um ofbeldi á Grænlandi. Þögnin sé áþreifanleg og minni á stöðu mála á Íslandi fyrir áratugum. Þá segir grænlensk fréttakona að allt samfélagið fylgist með málinu og sektarkenndin sé mikil.Nokkrar leiðir eru að Selvogsvita en talið er að lík Birnu hafi fundist í fjörunni við vitann í dag. Lögregla rannsakar enn ferðir bílsins umræddan morgun.loftmyndirEkki ljóst hvort grunur leiki á kynferðisbroti Íslenska lögreglan hefur ekki viljað svara því hvort grunur leiki á því að kynferðisbrot hafi verið framið umrædda nótt. Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar kom auga á Birnu í sínu fyrsta eftirlitsflugi eftir strandlengjunni á suðvesturhorninu. Sást hún greinilega úr þyrlunni sem flogið er á 60-70 kílómetra hraða á klukkustund. Þá hafði hennar verið saknað í rúma átta sólarhringa.Komið hefur fram að hinn skipverjinn var afar drukkinn umrædda nótt. Sat hann að sumbli í nokkra tíma á Enska barnum í Austurstræti áður en hinn mætti á svæðið. Barþjónninn María Káradóttir sagði í viðtali við Stundina að hann hefði sofnað fram af borðinu og verið vísað út. Reyndi hann að hringja fimm sinnum í Maríu frá 03:55 til 05:19 og svo aftur klukkan 06:03 og 06:04. Skipverjarnir komu á rauða Kia Rio bílnum að landganginum á Polar Nanoq í Hafnarfjarðarhöfn klukkan 6:10 á laugardagsmorgun. Lögregla telur að Birna hafi farið í bílinn klukkan 5:25 við Laugaveg og enn verið í bílnum klukkan 6:10 í Hafnarfjarðarhöfn.Rauði Kia Rio bíllinn sem skipverjarnir óku úr miðbæ Reykjavíkur umræddan laugardag og talið er að Birna hafi verið í. Blóð hennar hefur fundist í bílnum.vísirBlóð, skilríki og hrein úlpa Í framhaldinu sést fulli skipverjinn fara um borð og fer aldrei aftur í bílinn. Hinn ekur um hafnarbakkann og svo frá svæðinu þegar klukkan nálgast sjö. Ekkert sést til bílsins við svæðið næstu fjórar klukkustundirnar eða svo. Hefur lögregla óskað eftir myndskeiðum frá ökumönnum á stóru svæði á suðvesturhorninu til að kortleggja ferðir bílsins. Fram kom á Vísi fyrir helgi að lögregla hafi ákveðnar hugmyndir hvar líki Birnu var komið fyrir.Um hádegisbil sést skipverjinn svo aka inn á þann hluta hafnarsvæðisins þar sem skór Birnu fundust á mánudagskvöld. Telur lögregla að skónum hafi verið komið fyrir þar en gefur þó ekkert uppi um það hvort talið sé að tilgangurinn hafi verið að villa um fyrir lögreglu eða ekki. Skilríki Birnu fundust um borð í Polar Nanoq auk þess sem þriðji skipverji hefur greint lögreglu frá því að hann hafi gleymt úlpu sinni í bílnum en fengið hana hreina til baka á laugardeginum. Sá var handtekinn um borð í Polar Nanoq en síðar sleppt þegar ljóst þótti að hann tengdist ekkert málinu. Ekki liggur fyrir játning í málinu en lögregla tjáir sig ekki um upplýsingar sem fram koma í yfirheyrslum. Reiknað er með því að mennirnir verði yfirheyrðir eftir helgi. Gæsluvarðhald yfir mönnunum rennur út á fimmtudaginn í næstu viku. Lögregla vill ekkert tjá sig um það hvort annar skipverjinn sé grunaður um alvarlegra brot en hinn. Skipverjinn sem ók bílnum er einnig grunaður um smygl á 20 kílóum af hassi sem fundust við leit íslensku lögreglunnar og tollgæslu um borð í Polar Nanoq. Hann hefur áður hlotið dóm á Grænlandi fyrir fíkniefabrot. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Sérsveitarmenn tóku ekki yfir stjórn Polar Nanoq Grímur Grímsson segir skort á samskiptum hafa leitt til þess að fjölmiðlum hafi verið sendar rangar upplýsingar. 28. janúar 2017 13:37 Aðgerðir lögreglu um borð í Polar Nanoq gætu flækt málin fyrir dómstólum Íslenska ríkið hefur almennt ekki lögsögu til að fara um borð í erlend skip í efnahagslögsögunni vegna sakamálarannsókna. 27. janúar 2017 08:00 Úlpa skipverja á Polar Nanoq þvegin um morguninn Ekki liggur fyrir játning í máli tveggja skipverja sem sakaðir eru um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. Þriðji skipverjinn gaf sig fram við lögreglu vegna úlpu sem hann gleymdi í rauða Kia Rio bílnum. 26. janúar 2017 07:00 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Grænlensk kona segist endurtekið hvött af löndum sínum til þess að kæra aftur skipverja á grænlenska togaranum Polar Nanoq fyrir kynferðisbrot. Málið fór aldrei fyrir dómstóla á sínum tíma en meintur gerandi í málinu er annar skipverjanna sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um manndráp í máli Birnu Brjánsdóttur. Konan, sem tjáði sig um málið á Facebook, segist ekki ætla að kæra málið aftur að svo stöddu og vonast til þess að fólk hætti að senda henni skilaboð vegna þessa. Hún vill lítið tjá sig frekar um málið í samtali við Vísi. Hvarf Birnu og umfjöllun um málið hafi haft áhrif á sig en málið hefur verið mikið til umfjöllunar á Grænlandi sökum þess að skipverjarnir tveir, sem eru í gæsluvarðhaldi, eru grænlenskir. Maðurinn sem um ræðir er sá sem ók rauða Kia Rio bílnum laugardagsmorguninn sem Birna hvarf. Stundin hefur fjallað um afbrotasögu mannsins sem hefur hlotið fíkniefnadóm auk þess sem fyrrnefnd kona kærði hann fyrir kynferðisbrot. Kæran var hins vegar aldrei tekin fyrir hjá dómstólum í Grænlandi. Íslensk kona, búsett á Grænlandi, segist vona að mál Birnu opni á umræðuna um ofbeldi á Grænlandi. Þögnin sé áþreifanleg og minni á stöðu mála á Íslandi fyrir áratugum. Þá segir grænlensk fréttakona að allt samfélagið fylgist með málinu og sektarkenndin sé mikil.Nokkrar leiðir eru að Selvogsvita en talið er að lík Birnu hafi fundist í fjörunni við vitann í dag. Lögregla rannsakar enn ferðir bílsins umræddan morgun.loftmyndirEkki ljóst hvort grunur leiki á kynferðisbroti Íslenska lögreglan hefur ekki viljað svara því hvort grunur leiki á því að kynferðisbrot hafi verið framið umrædda nótt. Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar kom auga á Birnu í sínu fyrsta eftirlitsflugi eftir strandlengjunni á suðvesturhorninu. Sást hún greinilega úr þyrlunni sem flogið er á 60-70 kílómetra hraða á klukkustund. Þá hafði hennar verið saknað í rúma átta sólarhringa.Komið hefur fram að hinn skipverjinn var afar drukkinn umrædda nótt. Sat hann að sumbli í nokkra tíma á Enska barnum í Austurstræti áður en hinn mætti á svæðið. Barþjónninn María Káradóttir sagði í viðtali við Stundina að hann hefði sofnað fram af borðinu og verið vísað út. Reyndi hann að hringja fimm sinnum í Maríu frá 03:55 til 05:19 og svo aftur klukkan 06:03 og 06:04. Skipverjarnir komu á rauða Kia Rio bílnum að landganginum á Polar Nanoq í Hafnarfjarðarhöfn klukkan 6:10 á laugardagsmorgun. Lögregla telur að Birna hafi farið í bílinn klukkan 5:25 við Laugaveg og enn verið í bílnum klukkan 6:10 í Hafnarfjarðarhöfn.Rauði Kia Rio bíllinn sem skipverjarnir óku úr miðbæ Reykjavíkur umræddan laugardag og talið er að Birna hafi verið í. Blóð hennar hefur fundist í bílnum.vísirBlóð, skilríki og hrein úlpa Í framhaldinu sést fulli skipverjinn fara um borð og fer aldrei aftur í bílinn. Hinn ekur um hafnarbakkann og svo frá svæðinu þegar klukkan nálgast sjö. Ekkert sést til bílsins við svæðið næstu fjórar klukkustundirnar eða svo. Hefur lögregla óskað eftir myndskeiðum frá ökumönnum á stóru svæði á suðvesturhorninu til að kortleggja ferðir bílsins. Fram kom á Vísi fyrir helgi að lögregla hafi ákveðnar hugmyndir hvar líki Birnu var komið fyrir.Um hádegisbil sést skipverjinn svo aka inn á þann hluta hafnarsvæðisins þar sem skór Birnu fundust á mánudagskvöld. Telur lögregla að skónum hafi verið komið fyrir þar en gefur þó ekkert uppi um það hvort talið sé að tilgangurinn hafi verið að villa um fyrir lögreglu eða ekki. Skilríki Birnu fundust um borð í Polar Nanoq auk þess sem þriðji skipverji hefur greint lögreglu frá því að hann hafi gleymt úlpu sinni í bílnum en fengið hana hreina til baka á laugardeginum. Sá var handtekinn um borð í Polar Nanoq en síðar sleppt þegar ljóst þótti að hann tengdist ekkert málinu. Ekki liggur fyrir játning í málinu en lögregla tjáir sig ekki um upplýsingar sem fram koma í yfirheyrslum. Reiknað er með því að mennirnir verði yfirheyrðir eftir helgi. Gæsluvarðhald yfir mönnunum rennur út á fimmtudaginn í næstu viku. Lögregla vill ekkert tjá sig um það hvort annar skipverjinn sé grunaður um alvarlegra brot en hinn. Skipverjinn sem ók bílnum er einnig grunaður um smygl á 20 kílóum af hassi sem fundust við leit íslensku lögreglunnar og tollgæslu um borð í Polar Nanoq. Hann hefur áður hlotið dóm á Grænlandi fyrir fíkniefabrot.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Sérsveitarmenn tóku ekki yfir stjórn Polar Nanoq Grímur Grímsson segir skort á samskiptum hafa leitt til þess að fjölmiðlum hafi verið sendar rangar upplýsingar. 28. janúar 2017 13:37 Aðgerðir lögreglu um borð í Polar Nanoq gætu flækt málin fyrir dómstólum Íslenska ríkið hefur almennt ekki lögsögu til að fara um borð í erlend skip í efnahagslögsögunni vegna sakamálarannsókna. 27. janúar 2017 08:00 Úlpa skipverja á Polar Nanoq þvegin um morguninn Ekki liggur fyrir játning í máli tveggja skipverja sem sakaðir eru um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. Þriðji skipverjinn gaf sig fram við lögreglu vegna úlpu sem hann gleymdi í rauða Kia Rio bílnum. 26. janúar 2017 07:00 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Sérsveitarmenn tóku ekki yfir stjórn Polar Nanoq Grímur Grímsson segir skort á samskiptum hafa leitt til þess að fjölmiðlum hafi verið sendar rangar upplýsingar. 28. janúar 2017 13:37
Aðgerðir lögreglu um borð í Polar Nanoq gætu flækt málin fyrir dómstólum Íslenska ríkið hefur almennt ekki lögsögu til að fara um borð í erlend skip í efnahagslögsögunni vegna sakamálarannsókna. 27. janúar 2017 08:00
Úlpa skipverja á Polar Nanoq þvegin um morguninn Ekki liggur fyrir játning í máli tveggja skipverja sem sakaðir eru um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. Þriðji skipverjinn gaf sig fram við lögreglu vegna úlpu sem hann gleymdi í rauða Kia Rio bílnum. 26. janúar 2017 07:00