Björn og Guðni klárir í slaginn en Höskuldur þögull sem gröfin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. janúar 2017 17:00 Geir Þorsteinsson, formaður til síðustu tíu ára, í pontu á ársþingi KSÍ í fyrra. Myndasafn KSÍ Á morgun rennur út framboðsfrestur til formanns Knattspyrnusambands Íslands. Tveir hafa lýst því yfir að þeir ætli fram en skila þarf umsókn ásamt ferilskrá á skrifstofu KSÍ á morgun. Björn Einarsson, formaður Víkings, og Guðni Bergsson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu og Valsari, bjóða fram krafta sína. Ljóst er að stóra og reynslumikla skó þarf að fylla eftir að formaðurinn Geir Þorsteinsson tilkynnti nokkuð óvænt að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér áfram eftir áratug sem formaður. Nýr formaður verður kjörinn á ársþingi KSÍ í Vestmannaeyjum 11. febrúar. Höskuldur Þórhallsson, fyrrverandi Alþingismaður úr röðum Framsóknar, hefur haft samband við formenn knattspyrnudeilda víða á landinu undanfarnar vikur að kanna hljómgrunn fyrir framboði. Hann hefur þó hvorki svarað símtölum né skilaboðum frá blaðamanni í vikunni svo óljóst er hvort hann fari fram eða ekki. Guðrún Inga Sívertsen býður áfram fram krafta sína sem varaformaður KSÍ.Vísir Nokkrir veltu framboði fyrir sér Fleiri hafa verið nefndir til sögunnar undanfarnar vikur sem möguleg framboðsefni. Guðrún Inga Sívertsen, varaformaður KSÍ, hugsaði málið en útilokaði framboð í samtali við Fótbolta.net í á dögunum. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, sagðist sömuleiðis í desember ekki útiloka neitt en hefur síðan sagst ekki munu fara fram. Halla Gunnarsdóttir, sem bauð sig fram árið 2007 fyrst kvenna, sagði í viðtali við Morgunblaðið ekki útiloka neitt. Ekkert bendir þó til þess að hún ætli fram. Þá útilokaði Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, ekki framboð til formanns fyrir áramót og segist í samtali við Vísi hafa hugsað málið í viku eftir fjölda áskorana. Hann ætli að klára kjörtímabilið í pólitíkinni. „En svo veit maður ekkert hvað gerist í framtíðinni,“ segir Eiríkur sem einnig velti fyrir sér framboði til forseta Íslands í vor eftir áskoranir. Formaður KSÍ er kosinn á tveggja ára fresti. Guðni Bergsson ætlar að þiggja laun fyrir störf sín en þau eru um ein og hálf milljón króna á mánuði.Vísir/Stefán Landsbyggðin hugsi Ljóst má þykja að Björn og Guðni munu sópa til sín atkvæðum frá félögum í efstu deild óháð því hvort fulltrúi frá landsbyggðinni komi fram á síðustu metrunum. Björn virðist njóta meiri stuðnings meðal félaga í Íslenskum Toppfótbolta (ÍTF) og eru félög á borð við FH, KR og Víking á hans bandi. Guðni á atkvæði vís frá Val en ekkert bendir til þess að ÍTF ætli að koma sér saman um að styðja annan kandídatinn frekar en hinn. Vísir heyrði hljóðið í formönnum knattspyrnudeilda á landsbyggðinni á dögunum. Voru flestir á einu máli um að Björn og Guðni virkuðu báðir góðir og heilir menn en uppi eru áhyggjur yfir því að báðir tengist félögum í efstu deild. Telja þeir misskiptingu fyrir á því hve mun meiri peninga stærri félögin fái en þau minni, sú misskipting gæti aukist enn frekar. Þá sé ferðakostnaður að sliga félögin mörg hver. Félögin í efstu deild og neðri deildar félögin, helst á landsbyggðinni, hafa ólíka sýn hvernig skipta eigi peningum sem KSÍ fær frá Knattspyrnusambandi Evrópu. Er landsbyggðin uggandi yfir því að næsti formaður verði svo náinn félögunum í efstu deild. Þá eru bæði formannsefnin úr borginni og með litla tengingu út á land. Sumir segja að það hafi verið nokkuð áfall að heyra tíðindin af því að Geir ætlaði ekki að bjóða áfram fram krafta sína. Hann hafi gætt hagsmuna landsbyggðarinnar að þeirra sögn. Efstu deildar félögin hafa þó heilt yfir verið gagnrýnin á störf Geirs og KSÍ undanfarin ár. Þeim hefur fundist KSÍ gleyma hlutverki sínu sem regnhlíf fyrir félögin í landinu og fremur hegða sér sem sérstakt félag utan um landsliðin þar sem leyndarhyggja ríkir. FH-ingar hafa farið manna fremst í gagnrýni á störf Geirs og KSÍ undanfarin ár eins og gestir á ársþingum hafa orðið varir við. Bræðurnir Jón Rúnar og Viðar Halldórssyni hafa þar farið fremst í flokki. Eru dæmi um að deilur félagsins við KSÍ hafi þurft að fara fyrir dómstóla til að fá úr þeim skorið. Björn Einarsson er þeirrar skoðunar að formannsstaðan eigi að vera launalaus.Vísir/Stefán Dýrt að komast á þingið 146 þingfulltrúar voru skráðir til leiks á ársþing KSÍ í fyrra og má reikna með svipaðri skráningu nú. Hversu margir skila sér svo til Vestmannaeyja 11. febrúar verður að koma í ljós. Félögin í efstu deild hafa fjögur atkvæði og minnstu félögin í landinu hafa eitt atkvæði. Önnur félög hafa tvö til þrjú atkvæði. Félögin þurfa að skila inn lista yfir fulltrúa sína á ársþinginu fyrir fram en þar má bæði tilgreina aðalmann og varamann á hvert atkvæði. Viðkomandi þurfa að vera skráðir í félagið. Aðeins þeir geta greitt atkvæði á ársþinginu. Félög á landinu sem staðsett eru fjarri Vestmannaeyjum eru ekki sérstaklega spennt fyrir ferðalaginu til Eyja. Kaupa þarf tvö flug auk þess sem kaupa þarf í flestum tilfellum gistingu ólíkt því sem væri tilfellið á höfuðborgarsvæðinu þar sem margir geta leitað á náðir vina og ættingja. Kostnaður við för á þingið í Eyjum getur því verið töluverður. Af þeim sökum er ekki óeðlilegt að ætla að þátttaka á þinginu í ár verði minni en undanfarin ár. Engum hugnast að festast í Eyjum verði veður vont þessa helgi. Minni félögin segjast hreinlega ekki geta séð af þessum kostnaði. Margur formaðurinn hefur greitt sjálfur fyrir ferðina á ársþingið undanfarin ár og sameinað jafnvel vinnuferð eða heimsókn á höfuðborgarsvæðið. Höskuldur ræðir við fréttamenn í Alþingishúsinu. Hann hefur ekki svarað símtölum fréttastofu undanfarna daga.vísir/Ernir Ekki allt klippt og skorið Berserkir, sem leika í 3. deild karla, eru venslafélag Víkings. Þeir spila heimaleiki sína í Fossvoginum og eru að stórum hluta skipaðir gömlum Víkingum. Ekki er þó útilokað að atkvæði Berserkja á ársþinginu rati til Guðna Bergssonar. Mögulegt er að sonur Guðna, Bergur Guðnason, verði fulltrúi Berserkja á ársþinginu. Hvert atkvæði hans ratar verður að koma í ljós en hafa verður í huga að atkvæðagreiðsla á ársþingi er leynileg. Bæði Björn og Guðni hafa kynnt hugmyndir sínar um formannsstöðuna á fundi með Íslenskum Toppfótbolta og sömuleiðis verið í sambandi við formenn knattspyrnudeilda úti á landi. Geir Þorsteinsson lætur af störfum eftir tíu ára í formannsstól.Vísir Ekki meir hjá Geir Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, lætur af störfum eftir rúmlega tuttugu ára starf í forystu KSÍ. Fyrst sem framkvæmdastjóri í formannstíð Eggerts Magnússonar og svo sem formaður frá árinu 2007. Óhætt er að segja að uppgangur íslenskra landsliða hafi verið mikill í tíð Geirs auk þess sem uppbygging aðstöðu í formi sparkvalla og yfirbyggðra knattspyrnuhalla hafi verið mikil í hans tíð. Hann hafði hugsað sér að bjóða áfram fram krafta sína til næstu tveggja ára en hætti svo óvænt við í desember og sagði tíma til kominn að stíga til hliðar. Hann sagðist við það tilefni vera að valda mörgum í hreyfingunni vonbrigðum. Hann sækist þó enn eftir því að verða kjörinn í framkvæmdastjórn FIFA í apríl en hvort af því verði kemur ekki í ljós fyrr en eftir kosningar til formanns KSÍ. Geir sagði sjálfur í viðtali í haust að framboð hans í framkvæmdastjórn FIFA væri háð því að hann væri enn formaður KSÍ.Að neðan má sjá viðtal Guðjóns Guðmundssonar við Geir eftir að hann tilkynnti að hann væri hættur við að gefa kost á sér til endurkjörs.Uppfært klukkan 0:50 Börkur Edvardsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar Vals til lengri tíma og nú formaður meistaraflokks Vals, þvertekur fyrir að hann sé ekki einn mesti stuðningsmaður Guðna Bergssonar eins og ýjað var að í fréttinni. Þvert á móti sé hann mjög góður vinur hans og í framlínunni í stuðningssveit Guðna. Fréttin hefur verið breytt að því leyti. Þá hefur Bergur Guðnason útilokað á Twitter að hann verði fulltrúi Berserkja á ársþingi KSÍ. KSÍ Tengdar fréttir Næsti formaður KSÍ hefur þrjár vikur til stefnu Björn Einarsson, Guðrún Inga Sívertsen, Guðni Bergsson eða Halla Gunnarsdóttir? 5. janúar 2017 14:45 Guðni styður framboð Geirs í stjórn FIFA Guðni Bergsson gefur lítið fyrir hugmyndir Björns Einarssonar um að sinna starfi formanns KSÍ launalaust. 10. janúar 2017 08:45 Geir: Ég er að valda mörgum vonbrigðum Vill bjóða sig fram til stjórnar FIFA, ef forysta KSÍ leggur blessun sína yfir það. 4. janúar 2017 19:00 Höskuldur: Gegnsæi vantar hjá KSÍ Höskuldur Þórhallsson segir að knattspyrnufélög úti á landi hafi áhyggjur af sinni stöðu. 9. janúar 2017 14:00 Björn: Laun Geirs umdeild innan knattspyrnuhreyfingarinnar Björn Einarsson tilkynnti í dag að hann muni bjóða sig fram til embættis formanns KSÍ. Hann ætlar að vinna launalaust verði hann kjörinn. 5. janúar 2017 18:18 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Á morgun rennur út framboðsfrestur til formanns Knattspyrnusambands Íslands. Tveir hafa lýst því yfir að þeir ætli fram en skila þarf umsókn ásamt ferilskrá á skrifstofu KSÍ á morgun. Björn Einarsson, formaður Víkings, og Guðni Bergsson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu og Valsari, bjóða fram krafta sína. Ljóst er að stóra og reynslumikla skó þarf að fylla eftir að formaðurinn Geir Þorsteinsson tilkynnti nokkuð óvænt að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér áfram eftir áratug sem formaður. Nýr formaður verður kjörinn á ársþingi KSÍ í Vestmannaeyjum 11. febrúar. Höskuldur Þórhallsson, fyrrverandi Alþingismaður úr röðum Framsóknar, hefur haft samband við formenn knattspyrnudeilda víða á landinu undanfarnar vikur að kanna hljómgrunn fyrir framboði. Hann hefur þó hvorki svarað símtölum né skilaboðum frá blaðamanni í vikunni svo óljóst er hvort hann fari fram eða ekki. Guðrún Inga Sívertsen býður áfram fram krafta sína sem varaformaður KSÍ.Vísir Nokkrir veltu framboði fyrir sér Fleiri hafa verið nefndir til sögunnar undanfarnar vikur sem möguleg framboðsefni. Guðrún Inga Sívertsen, varaformaður KSÍ, hugsaði málið en útilokaði framboð í samtali við Fótbolta.net í á dögunum. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, sagðist sömuleiðis í desember ekki útiloka neitt en hefur síðan sagst ekki munu fara fram. Halla Gunnarsdóttir, sem bauð sig fram árið 2007 fyrst kvenna, sagði í viðtali við Morgunblaðið ekki útiloka neitt. Ekkert bendir þó til þess að hún ætli fram. Þá útilokaði Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, ekki framboð til formanns fyrir áramót og segist í samtali við Vísi hafa hugsað málið í viku eftir fjölda áskorana. Hann ætli að klára kjörtímabilið í pólitíkinni. „En svo veit maður ekkert hvað gerist í framtíðinni,“ segir Eiríkur sem einnig velti fyrir sér framboði til forseta Íslands í vor eftir áskoranir. Formaður KSÍ er kosinn á tveggja ára fresti. Guðni Bergsson ætlar að þiggja laun fyrir störf sín en þau eru um ein og hálf milljón króna á mánuði.Vísir/Stefán Landsbyggðin hugsi Ljóst má þykja að Björn og Guðni munu sópa til sín atkvæðum frá félögum í efstu deild óháð því hvort fulltrúi frá landsbyggðinni komi fram á síðustu metrunum. Björn virðist njóta meiri stuðnings meðal félaga í Íslenskum Toppfótbolta (ÍTF) og eru félög á borð við FH, KR og Víking á hans bandi. Guðni á atkvæði vís frá Val en ekkert bendir til þess að ÍTF ætli að koma sér saman um að styðja annan kandídatinn frekar en hinn. Vísir heyrði hljóðið í formönnum knattspyrnudeilda á landsbyggðinni á dögunum. Voru flestir á einu máli um að Björn og Guðni virkuðu báðir góðir og heilir menn en uppi eru áhyggjur yfir því að báðir tengist félögum í efstu deild. Telja þeir misskiptingu fyrir á því hve mun meiri peninga stærri félögin fái en þau minni, sú misskipting gæti aukist enn frekar. Þá sé ferðakostnaður að sliga félögin mörg hver. Félögin í efstu deild og neðri deildar félögin, helst á landsbyggðinni, hafa ólíka sýn hvernig skipta eigi peningum sem KSÍ fær frá Knattspyrnusambandi Evrópu. Er landsbyggðin uggandi yfir því að næsti formaður verði svo náinn félögunum í efstu deild. Þá eru bæði formannsefnin úr borginni og með litla tengingu út á land. Sumir segja að það hafi verið nokkuð áfall að heyra tíðindin af því að Geir ætlaði ekki að bjóða áfram fram krafta sína. Hann hafi gætt hagsmuna landsbyggðarinnar að þeirra sögn. Efstu deildar félögin hafa þó heilt yfir verið gagnrýnin á störf Geirs og KSÍ undanfarin ár. Þeim hefur fundist KSÍ gleyma hlutverki sínu sem regnhlíf fyrir félögin í landinu og fremur hegða sér sem sérstakt félag utan um landsliðin þar sem leyndarhyggja ríkir. FH-ingar hafa farið manna fremst í gagnrýni á störf Geirs og KSÍ undanfarin ár eins og gestir á ársþingum hafa orðið varir við. Bræðurnir Jón Rúnar og Viðar Halldórssyni hafa þar farið fremst í flokki. Eru dæmi um að deilur félagsins við KSÍ hafi þurft að fara fyrir dómstóla til að fá úr þeim skorið. Björn Einarsson er þeirrar skoðunar að formannsstaðan eigi að vera launalaus.Vísir/Stefán Dýrt að komast á þingið 146 þingfulltrúar voru skráðir til leiks á ársþing KSÍ í fyrra og má reikna með svipaðri skráningu nú. Hversu margir skila sér svo til Vestmannaeyja 11. febrúar verður að koma í ljós. Félögin í efstu deild hafa fjögur atkvæði og minnstu félögin í landinu hafa eitt atkvæði. Önnur félög hafa tvö til þrjú atkvæði. Félögin þurfa að skila inn lista yfir fulltrúa sína á ársþinginu fyrir fram en þar má bæði tilgreina aðalmann og varamann á hvert atkvæði. Viðkomandi þurfa að vera skráðir í félagið. Aðeins þeir geta greitt atkvæði á ársþinginu. Félög á landinu sem staðsett eru fjarri Vestmannaeyjum eru ekki sérstaklega spennt fyrir ferðalaginu til Eyja. Kaupa þarf tvö flug auk þess sem kaupa þarf í flestum tilfellum gistingu ólíkt því sem væri tilfellið á höfuðborgarsvæðinu þar sem margir geta leitað á náðir vina og ættingja. Kostnaður við för á þingið í Eyjum getur því verið töluverður. Af þeim sökum er ekki óeðlilegt að ætla að þátttaka á þinginu í ár verði minni en undanfarin ár. Engum hugnast að festast í Eyjum verði veður vont þessa helgi. Minni félögin segjast hreinlega ekki geta séð af þessum kostnaði. Margur formaðurinn hefur greitt sjálfur fyrir ferðina á ársþingið undanfarin ár og sameinað jafnvel vinnuferð eða heimsókn á höfuðborgarsvæðið. Höskuldur ræðir við fréttamenn í Alþingishúsinu. Hann hefur ekki svarað símtölum fréttastofu undanfarna daga.vísir/Ernir Ekki allt klippt og skorið Berserkir, sem leika í 3. deild karla, eru venslafélag Víkings. Þeir spila heimaleiki sína í Fossvoginum og eru að stórum hluta skipaðir gömlum Víkingum. Ekki er þó útilokað að atkvæði Berserkja á ársþinginu rati til Guðna Bergssonar. Mögulegt er að sonur Guðna, Bergur Guðnason, verði fulltrúi Berserkja á ársþinginu. Hvert atkvæði hans ratar verður að koma í ljós en hafa verður í huga að atkvæðagreiðsla á ársþingi er leynileg. Bæði Björn og Guðni hafa kynnt hugmyndir sínar um formannsstöðuna á fundi með Íslenskum Toppfótbolta og sömuleiðis verið í sambandi við formenn knattspyrnudeilda úti á landi. Geir Þorsteinsson lætur af störfum eftir tíu ára í formannsstól.Vísir Ekki meir hjá Geir Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, lætur af störfum eftir rúmlega tuttugu ára starf í forystu KSÍ. Fyrst sem framkvæmdastjóri í formannstíð Eggerts Magnússonar og svo sem formaður frá árinu 2007. Óhætt er að segja að uppgangur íslenskra landsliða hafi verið mikill í tíð Geirs auk þess sem uppbygging aðstöðu í formi sparkvalla og yfirbyggðra knattspyrnuhalla hafi verið mikil í hans tíð. Hann hafði hugsað sér að bjóða áfram fram krafta sína til næstu tveggja ára en hætti svo óvænt við í desember og sagði tíma til kominn að stíga til hliðar. Hann sagðist við það tilefni vera að valda mörgum í hreyfingunni vonbrigðum. Hann sækist þó enn eftir því að verða kjörinn í framkvæmdastjórn FIFA í apríl en hvort af því verði kemur ekki í ljós fyrr en eftir kosningar til formanns KSÍ. Geir sagði sjálfur í viðtali í haust að framboð hans í framkvæmdastjórn FIFA væri háð því að hann væri enn formaður KSÍ.Að neðan má sjá viðtal Guðjóns Guðmundssonar við Geir eftir að hann tilkynnti að hann væri hættur við að gefa kost á sér til endurkjörs.Uppfært klukkan 0:50 Börkur Edvardsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar Vals til lengri tíma og nú formaður meistaraflokks Vals, þvertekur fyrir að hann sé ekki einn mesti stuðningsmaður Guðna Bergssonar eins og ýjað var að í fréttinni. Þvert á móti sé hann mjög góður vinur hans og í framlínunni í stuðningssveit Guðna. Fréttin hefur verið breytt að því leyti. Þá hefur Bergur Guðnason útilokað á Twitter að hann verði fulltrúi Berserkja á ársþingi KSÍ.
KSÍ Tengdar fréttir Næsti formaður KSÍ hefur þrjár vikur til stefnu Björn Einarsson, Guðrún Inga Sívertsen, Guðni Bergsson eða Halla Gunnarsdóttir? 5. janúar 2017 14:45 Guðni styður framboð Geirs í stjórn FIFA Guðni Bergsson gefur lítið fyrir hugmyndir Björns Einarssonar um að sinna starfi formanns KSÍ launalaust. 10. janúar 2017 08:45 Geir: Ég er að valda mörgum vonbrigðum Vill bjóða sig fram til stjórnar FIFA, ef forysta KSÍ leggur blessun sína yfir það. 4. janúar 2017 19:00 Höskuldur: Gegnsæi vantar hjá KSÍ Höskuldur Þórhallsson segir að knattspyrnufélög úti á landi hafi áhyggjur af sinni stöðu. 9. janúar 2017 14:00 Björn: Laun Geirs umdeild innan knattspyrnuhreyfingarinnar Björn Einarsson tilkynnti í dag að hann muni bjóða sig fram til embættis formanns KSÍ. Hann ætlar að vinna launalaust verði hann kjörinn. 5. janúar 2017 18:18 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Næsti formaður KSÍ hefur þrjár vikur til stefnu Björn Einarsson, Guðrún Inga Sívertsen, Guðni Bergsson eða Halla Gunnarsdóttir? 5. janúar 2017 14:45
Guðni styður framboð Geirs í stjórn FIFA Guðni Bergsson gefur lítið fyrir hugmyndir Björns Einarssonar um að sinna starfi formanns KSÍ launalaust. 10. janúar 2017 08:45
Geir: Ég er að valda mörgum vonbrigðum Vill bjóða sig fram til stjórnar FIFA, ef forysta KSÍ leggur blessun sína yfir það. 4. janúar 2017 19:00
Höskuldur: Gegnsæi vantar hjá KSÍ Höskuldur Þórhallsson segir að knattspyrnufélög úti á landi hafi áhyggjur af sinni stöðu. 9. janúar 2017 14:00
Björn: Laun Geirs umdeild innan knattspyrnuhreyfingarinnar Björn Einarsson tilkynnti í dag að hann muni bjóða sig fram til embættis formanns KSÍ. Hann ætlar að vinna launalaust verði hann kjörinn. 5. janúar 2017 18:18