Lífið

Stephen Colbert kynnir Emmy-verðlaunin og skaut á Trump

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Stephen Colbert þekkir Emmy-verðlaunin vel.
Stephen Colbert þekkir Emmy-verðlaunin vel. Vísir/Getty
Spjallþáttastjórnandinn Stephen Colbert mun vera kynnir þegar bandarísku Emmy-verðlaunin verða afhent síðar á árinu. Í tilkynningu skaut Colbert á Donald Trump Bandaríkjaforseta og fjölmiðlafulltrúa hans, Sean Spicer.

„Það munu aldrei fleiri horfa á Emmy-verðlaunaathöfn. Punktur.“ sagði Colbert og vísaði þar til orða Spicer þegar hann skammaði fjölmiðla fyrir að greina frá að mun fleiri hefðu sótt innvígsluathöfn Barack Obama en athöfn Trump sem fram fór síðasta föstudag.

Emmy-verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi sjónvarpsefni og verða að þessu sinni veitt við hátíðlega athöfn 17. september. Colbert hefur aldrei áður kynnt verðlaunaathöfnina en gat sér þó gott orð þegar hann tók George W. Bush í gegn á árlegum kvöldverði blaðamanna í Washington árið 2006, líkt og sjá má hér að neðan.


Tengdar fréttir

Starfsfólk Hvíta hússins hyggst verja Trump með kjafti og klóm

Starfsmannastjóri og fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins halda því báðir fram að fjölmiðlar stundi "ósanngjarnar árásir“ gagnvart Donald Trump en ráðgjafi Trump finnst mikilvægt að starfslið Hvíta hússins komi öðrum "mögulegum staðreyndum“ út í umræðuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.