Björgunarsveitirnar ljúka leit: „Lítum svo á að okkar þætti sé lokið“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. janúar 2017 22:47 Leit er lokið í kvöld að vísbendingum í máli Birnu Brjánsdóttur. vísir/vilhelm Björgunarsveitir hafa lokið störfum við leit að Birnu Brjánsdóttur. Þorsteinn G. Gunnarsson segir í samtali við Vísi að um 90 verkefni hafi verið kláruð í dag og að björgunarfólk sé nú á leið til síns heima. „Þessu stóra verkefni er lokið og við förum út og sinnum verkefnum ef um það er beðið, en að öðru leyti lítum við svo á að okkar þætti sé lokið,“ segir Þorsteinn en yfir 300 björgunarsveitarmenn tóku þátt í að leita að vísbendingum í tengslum við málið í kvöld, á svæði sem nær frá Grindavík að Eyrarbakka.Sjá einnig: Líkfundurinn engin tilviljun: Sjö þúsund kílómetra ganga að baki hjá björgunarsveitunumAðgerðir Landsbjargar um helgina eru þær umfangsmestu sem ráðist hefur verið í en alls komu um 775 sjálfboðaliðar að leitinni að Birnu, þar af voru 685 leitarmenn, fjörutíu aðgerðastjórnendur og fimmtíu frá slysavarnardeildum. Notast var við ellefu hunda, dróna, fjórhjól og nánast allan bílaflota björgunarsveitanna. Lagt var upp með að klára yfir tvö þúsund verkefni um helgina og höfðu björgunarsveitarmenn lokið yfir þúsund verkefnum á laugardag og kom fólk af öllum aldri, hvaðanæva af landinu að leitarstörfum. Landsbjörg hefur tekið þátt í leitinni allt frá því 16 janúar, fyrir rétt tæpri viku síðan.Sjá: Fólkið sem leitaði í gær: „Þetta er þverskurður þjóðarinnar“ Tveir menn sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um aðild að hvarfi Birnu. Þeir neita sök. Hér að neðan má sjá þegar við litum við í húsakynnum Björgunarsveitar Hafnarfjarðar í gær og tókum leitarfólk tali ásamt því að skyggnast um á vettvangi leitarinnar. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Minntust Birnu í Vatnsmýri: „Látum ástina vera hatrinu yfirsterkari“ Hópur fólks kom saman í minningarlundinum um Útey í Vatnsmýri í kvöld til að tendra á kertum í minningu Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 21:38 Líkfundurinn engin tilviljun: Sjö þúsund kílómetra ganga að baki hjá björgunarsveitunum Hátt í átta hundruð björgunarsveitarmenn, héðan og þaðan af landinu, hafa komið að leitinni um helgina sem er sú stærsta í sögunni. 22. janúar 2017 19:30 Mikil einurð og samkennd í hópi björgunarsveitarmanna sem halda aftur til leitar að Birnu Á milli 400 og 500 björgunarsveitarmenn munu í dag halda áfram að leita að Birnu Brjánsdóttur og vísbendingum um hvar hana gæti verið að finna. Birnu hefur verið saknað í rúma viku, eða síðan á aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Leitin hefst um klukkan níu. 22. janúar 2017 08:57 Telja sig hafa fundið lík Birnu í fjörunni við Selvogsvita Frá þessu var greint á blaðamannafundi lögreglunnar sem hófst klukkan 17. 22. janúar 2017 17:06 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Björgunarsveitir hafa lokið störfum við leit að Birnu Brjánsdóttur. Þorsteinn G. Gunnarsson segir í samtali við Vísi að um 90 verkefni hafi verið kláruð í dag og að björgunarfólk sé nú á leið til síns heima. „Þessu stóra verkefni er lokið og við förum út og sinnum verkefnum ef um það er beðið, en að öðru leyti lítum við svo á að okkar þætti sé lokið,“ segir Þorsteinn en yfir 300 björgunarsveitarmenn tóku þátt í að leita að vísbendingum í tengslum við málið í kvöld, á svæði sem nær frá Grindavík að Eyrarbakka.Sjá einnig: Líkfundurinn engin tilviljun: Sjö þúsund kílómetra ganga að baki hjá björgunarsveitunumAðgerðir Landsbjargar um helgina eru þær umfangsmestu sem ráðist hefur verið í en alls komu um 775 sjálfboðaliðar að leitinni að Birnu, þar af voru 685 leitarmenn, fjörutíu aðgerðastjórnendur og fimmtíu frá slysavarnardeildum. Notast var við ellefu hunda, dróna, fjórhjól og nánast allan bílaflota björgunarsveitanna. Lagt var upp með að klára yfir tvö þúsund verkefni um helgina og höfðu björgunarsveitarmenn lokið yfir þúsund verkefnum á laugardag og kom fólk af öllum aldri, hvaðanæva af landinu að leitarstörfum. Landsbjörg hefur tekið þátt í leitinni allt frá því 16 janúar, fyrir rétt tæpri viku síðan.Sjá: Fólkið sem leitaði í gær: „Þetta er þverskurður þjóðarinnar“ Tveir menn sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um aðild að hvarfi Birnu. Þeir neita sök. Hér að neðan má sjá þegar við litum við í húsakynnum Björgunarsveitar Hafnarfjarðar í gær og tókum leitarfólk tali ásamt því að skyggnast um á vettvangi leitarinnar.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Minntust Birnu í Vatnsmýri: „Látum ástina vera hatrinu yfirsterkari“ Hópur fólks kom saman í minningarlundinum um Útey í Vatnsmýri í kvöld til að tendra á kertum í minningu Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 21:38 Líkfundurinn engin tilviljun: Sjö þúsund kílómetra ganga að baki hjá björgunarsveitunum Hátt í átta hundruð björgunarsveitarmenn, héðan og þaðan af landinu, hafa komið að leitinni um helgina sem er sú stærsta í sögunni. 22. janúar 2017 19:30 Mikil einurð og samkennd í hópi björgunarsveitarmanna sem halda aftur til leitar að Birnu Á milli 400 og 500 björgunarsveitarmenn munu í dag halda áfram að leita að Birnu Brjánsdóttur og vísbendingum um hvar hana gæti verið að finna. Birnu hefur verið saknað í rúma viku, eða síðan á aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Leitin hefst um klukkan níu. 22. janúar 2017 08:57 Telja sig hafa fundið lík Birnu í fjörunni við Selvogsvita Frá þessu var greint á blaðamannafundi lögreglunnar sem hófst klukkan 17. 22. janúar 2017 17:06 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Minntust Birnu í Vatnsmýri: „Látum ástina vera hatrinu yfirsterkari“ Hópur fólks kom saman í minningarlundinum um Útey í Vatnsmýri í kvöld til að tendra á kertum í minningu Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 21:38
Líkfundurinn engin tilviljun: Sjö þúsund kílómetra ganga að baki hjá björgunarsveitunum Hátt í átta hundruð björgunarsveitarmenn, héðan og þaðan af landinu, hafa komið að leitinni um helgina sem er sú stærsta í sögunni. 22. janúar 2017 19:30
Mikil einurð og samkennd í hópi björgunarsveitarmanna sem halda aftur til leitar að Birnu Á milli 400 og 500 björgunarsveitarmenn munu í dag halda áfram að leita að Birnu Brjánsdóttur og vísbendingum um hvar hana gæti verið að finna. Birnu hefur verið saknað í rúma viku, eða síðan á aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Leitin hefst um klukkan níu. 22. janúar 2017 08:57
Telja sig hafa fundið lík Birnu í fjörunni við Selvogsvita Frá þessu var greint á blaðamannafundi lögreglunnar sem hófst klukkan 17. 22. janúar 2017 17:06