300 björgunarsveitarmenn halda áfram leit að vísbendingum í kvöld Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. janúar 2017 18:37 Frá Suðurstrandarvegi nú undir kvöld. vísir/jói k. Yfir 300 björgunarsveitarmenn munu í kvöld leita að vísbendingum í tengslum við mál Birnu Brjánsdóttur á svæði sem nær frá Grindavík að Eyrarbakka. Talið er að lík Birnu hafi fundist um klukkan 13 í dag í fjörunni við Selvogsvita en það var þyrla Landhelgisgæslunni með sérhæfðu leitarfólki frá Landsbjörg sem fann líkið. Búið er að loka veginum frá þyrpingunni í Selvogi og að Selvogsvita og eru tæknideild og rannsóknardeild að störfum á svæðinu. „Þetta er ennþá svæðaleit og náttúrulega töluvert svæði sem er enn undir. Þarna er verið að leita á vegum og vegaslóðum að vísbendingum tengst geta málinu, til að mynda ummerki eftir mannaferðir, jarðrask, hluti eða muni,“ segir Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við Vísi. Gríðarlega umfangsmikil leit hefur staðið yfir alla helgina að Birnu en alls komu um 775 sjálfboðaliðar Slysavarnafélagsins Landsbjargar að leitinni að Birnu, þar af voru 685 leitarmenn, fjörutíu aðgerðastjórnendur og fimmtíu frá slysavarnadeildum félagsins. Við leitina var svo notast við ellefu hunda, dróna, fjórhjól og nánast allan bílaflota björgunarsveitanna. Leitarfólk úr 71 björgunarsveit víðs vegar af landinu tók þátt í leitinni og slysavarnafólk úr fimm deildum félagsins. Er um að ræða umfangsmestu leit sem Landsbjörg hefur skipulagt. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Skipverjarnir vita af blóðinu en ekki líkfundinum Lögregla telur allar líkur á því að skipverjarnir tveir sem eru í einangrun á Litla-Hrauni beri ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 17:46 Lífsýni úr bílnum er úr Birnu Lífsýni úr rauða Kia Rio-bílnum voru send utan til rannsóknar og liggur nú fyrir niðurstaða þeirrar rannsóknar þess efnis að lífsýnið er úr Birnu Brjánsdóttur 22. janúar 2017 11:45 Telja sig hafa fundið lík Birnu í fjörunni við Selvogsvita Frá þessu var greint á blaðamannafundi lögreglunnar sem hófst klukkan 17. 22. janúar 2017 17:06 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Yfir 300 björgunarsveitarmenn munu í kvöld leita að vísbendingum í tengslum við mál Birnu Brjánsdóttur á svæði sem nær frá Grindavík að Eyrarbakka. Talið er að lík Birnu hafi fundist um klukkan 13 í dag í fjörunni við Selvogsvita en það var þyrla Landhelgisgæslunni með sérhæfðu leitarfólki frá Landsbjörg sem fann líkið. Búið er að loka veginum frá þyrpingunni í Selvogi og að Selvogsvita og eru tæknideild og rannsóknardeild að störfum á svæðinu. „Þetta er ennþá svæðaleit og náttúrulega töluvert svæði sem er enn undir. Þarna er verið að leita á vegum og vegaslóðum að vísbendingum tengst geta málinu, til að mynda ummerki eftir mannaferðir, jarðrask, hluti eða muni,“ segir Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við Vísi. Gríðarlega umfangsmikil leit hefur staðið yfir alla helgina að Birnu en alls komu um 775 sjálfboðaliðar Slysavarnafélagsins Landsbjargar að leitinni að Birnu, þar af voru 685 leitarmenn, fjörutíu aðgerðastjórnendur og fimmtíu frá slysavarnadeildum félagsins. Við leitina var svo notast við ellefu hunda, dróna, fjórhjól og nánast allan bílaflota björgunarsveitanna. Leitarfólk úr 71 björgunarsveit víðs vegar af landinu tók þátt í leitinni og slysavarnafólk úr fimm deildum félagsins. Er um að ræða umfangsmestu leit sem Landsbjörg hefur skipulagt.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Skipverjarnir vita af blóðinu en ekki líkfundinum Lögregla telur allar líkur á því að skipverjarnir tveir sem eru í einangrun á Litla-Hrauni beri ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 17:46 Lífsýni úr bílnum er úr Birnu Lífsýni úr rauða Kia Rio-bílnum voru send utan til rannsóknar og liggur nú fyrir niðurstaða þeirrar rannsóknar þess efnis að lífsýnið er úr Birnu Brjánsdóttur 22. janúar 2017 11:45 Telja sig hafa fundið lík Birnu í fjörunni við Selvogsvita Frá þessu var greint á blaðamannafundi lögreglunnar sem hófst klukkan 17. 22. janúar 2017 17:06 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Skipverjarnir vita af blóðinu en ekki líkfundinum Lögregla telur allar líkur á því að skipverjarnir tveir sem eru í einangrun á Litla-Hrauni beri ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 17:46
Lífsýni úr bílnum er úr Birnu Lífsýni úr rauða Kia Rio-bílnum voru send utan til rannsóknar og liggur nú fyrir niðurstaða þeirrar rannsóknar þess efnis að lífsýnið er úr Birnu Brjánsdóttur 22. janúar 2017 11:45
Telja sig hafa fundið lík Birnu í fjörunni við Selvogsvita Frá þessu var greint á blaðamannafundi lögreglunnar sem hófst klukkan 17. 22. janúar 2017 17:06