„Maður verður að vona það besta“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 22. janúar 2017 20:00 Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur. VÍSIR/SKJÁSKOT Íslenskur veðurfræðingur og sérfæðingur í loftslagsmálum segir að alþjóðasamfélagið verði að vona það besta og treysta á að alþjóðasamningar hefti stefnu Donalds Trump í að draga úr öllum áætlunum og fjárútlátum í málaflokka tengdum aðgerðaáætlunum í loftslagsmálum. Íslendingar séu í aðstöðu til að láta til sín taka.Heimsíðu Hvíta hússins var umturnað strax eftir að Donald Trump tók við forsetaembætti á föstudag. Athygli vakti að starfsáætlun Hvíta hússins gegn loftslagsbreytingum var skipt út fyrir orkuáætlunina America First Energy Plan sem sögð er hafa hag Bandaríkjanna að leiðarljósi. Þar segir meðal annars að Trump ætli að draga úr öllum áætlunum og fjárútlátum í óþarfa málaflokka á borð við aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Trump sagði á heimasíðu sinni fyrir kosningar að hann ætlaði sér einnig að draga Bandaríkin út úr Parísarsáttmálanum og stöðva allar greiðslur til loftslagsaðgerða á vegum Sameinuðu þjóðanna. Þetta þarf kannski ekki að koma neinum á óvart þar sem Trump hefur farið mikinn í ummælum sínum um loftslagsbreytingar í viðtölum og á samskiptamiðlum undanfarna mánuði og ár. En hvað þýðir þessa breytta stefna Bandaríkjamanna í loftslagsmálum fyrir Parísarsáttmálann og alþjóðasamfélagið? „Maður verður að treysta því að forsetinn hafi ekki öll völd og ríkisstjórn hans. Að þingið geti gripið í taumanna. Maður verður að vera bjartsýnn hvað það varðar. Og að aðlþjóðasamningar hefti Bandaríkjamenn að einhverju leyti og skuldbindingar þar í þessum málum,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og sérfræðingur í loftslagsmálum. Hann telur að Íslendingar geti haft heilmikil áhrif í þessu samhengi. „Íslendingar eiga auðvitað að láta til sín taka til dæmis innan Norðurskautsráðsins, þar sem við vinnum bæði með Bandaríkjamönnum og Rússum, og láta rödd okkar heyrast hvað þetta varðar. Maður verður í raun og veru bara að vona það besta. Maður verður að vona það að þó svo að bandaríkjaforseti sé á þessari skoðun, þá er hann ekki einráður í landinu. Að það séu skynsöm öfl sem haldi þessari ágætu þjóð á þokkalegu spori hvað þetta varðar,“segir Einar. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bandaríkin og Kína fullgilda Parísarsamninginn um loftslagsmál Fréttirnar eru taldar þrýsta verulega á önnur ríki að fullgilda samninginn. 3. september 2016 10:36 Trump fundaði með Gore um loftslagsmál Al Gore, fyrrum varaforseti Bandaríkjannai, fundaði í dag með Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna og dóttur hans Ivönku Trump, um aðgerðir í loftslagsmálum. 5. desember 2016 23:30 Ríkisstjórn Obama gefst ekki upp í loftslagsmálum John Kerry utanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði að ríkisstjórn Barack Obama Bandaríkjaforseta muni nýta allar leiðir til að innleiða Parísarsáttmálann sem fyrst áður en Donald Trump tekur við sem forseti Bandaríkjanna 13. nóvember 2016 14:07 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Sjá meira
Íslenskur veðurfræðingur og sérfæðingur í loftslagsmálum segir að alþjóðasamfélagið verði að vona það besta og treysta á að alþjóðasamningar hefti stefnu Donalds Trump í að draga úr öllum áætlunum og fjárútlátum í málaflokka tengdum aðgerðaáætlunum í loftslagsmálum. Íslendingar séu í aðstöðu til að láta til sín taka.Heimsíðu Hvíta hússins var umturnað strax eftir að Donald Trump tók við forsetaembætti á föstudag. Athygli vakti að starfsáætlun Hvíta hússins gegn loftslagsbreytingum var skipt út fyrir orkuáætlunina America First Energy Plan sem sögð er hafa hag Bandaríkjanna að leiðarljósi. Þar segir meðal annars að Trump ætli að draga úr öllum áætlunum og fjárútlátum í óþarfa málaflokka á borð við aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Trump sagði á heimasíðu sinni fyrir kosningar að hann ætlaði sér einnig að draga Bandaríkin út úr Parísarsáttmálanum og stöðva allar greiðslur til loftslagsaðgerða á vegum Sameinuðu þjóðanna. Þetta þarf kannski ekki að koma neinum á óvart þar sem Trump hefur farið mikinn í ummælum sínum um loftslagsbreytingar í viðtölum og á samskiptamiðlum undanfarna mánuði og ár. En hvað þýðir þessa breytta stefna Bandaríkjamanna í loftslagsmálum fyrir Parísarsáttmálann og alþjóðasamfélagið? „Maður verður að treysta því að forsetinn hafi ekki öll völd og ríkisstjórn hans. Að þingið geti gripið í taumanna. Maður verður að vera bjartsýnn hvað það varðar. Og að aðlþjóðasamningar hefti Bandaríkjamenn að einhverju leyti og skuldbindingar þar í þessum málum,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og sérfræðingur í loftslagsmálum. Hann telur að Íslendingar geti haft heilmikil áhrif í þessu samhengi. „Íslendingar eiga auðvitað að láta til sín taka til dæmis innan Norðurskautsráðsins, þar sem við vinnum bæði með Bandaríkjamönnum og Rússum, og láta rödd okkar heyrast hvað þetta varðar. Maður verður í raun og veru bara að vona það besta. Maður verður að vona það að þó svo að bandaríkjaforseti sé á þessari skoðun, þá er hann ekki einráður í landinu. Að það séu skynsöm öfl sem haldi þessari ágætu þjóð á þokkalegu spori hvað þetta varðar,“segir Einar.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bandaríkin og Kína fullgilda Parísarsamninginn um loftslagsmál Fréttirnar eru taldar þrýsta verulega á önnur ríki að fullgilda samninginn. 3. september 2016 10:36 Trump fundaði með Gore um loftslagsmál Al Gore, fyrrum varaforseti Bandaríkjannai, fundaði í dag með Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna og dóttur hans Ivönku Trump, um aðgerðir í loftslagsmálum. 5. desember 2016 23:30 Ríkisstjórn Obama gefst ekki upp í loftslagsmálum John Kerry utanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði að ríkisstjórn Barack Obama Bandaríkjaforseta muni nýta allar leiðir til að innleiða Parísarsáttmálann sem fyrst áður en Donald Trump tekur við sem forseti Bandaríkjanna 13. nóvember 2016 14:07 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Sjá meira
Bandaríkin og Kína fullgilda Parísarsamninginn um loftslagsmál Fréttirnar eru taldar þrýsta verulega á önnur ríki að fullgilda samninginn. 3. september 2016 10:36
Trump fundaði með Gore um loftslagsmál Al Gore, fyrrum varaforseti Bandaríkjannai, fundaði í dag með Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna og dóttur hans Ivönku Trump, um aðgerðir í loftslagsmálum. 5. desember 2016 23:30
Ríkisstjórn Obama gefst ekki upp í loftslagsmálum John Kerry utanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði að ríkisstjórn Barack Obama Bandaríkjaforseta muni nýta allar leiðir til að innleiða Parísarsáttmálann sem fyrst áður en Donald Trump tekur við sem forseti Bandaríkjanna 13. nóvember 2016 14:07