Íslenskum ríkisborgara meinað að fara til Bandaríkjanna Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. janúar 2017 19:32 Meisam Rafiei, íslenskum ríkisborgara, var meinað að fara til Bandaríkjanna í gær vegna þess að hann er fæddur í Íran Vísir/Skjáskot Meisam Rafiei, íslenskum ríkisborgara, var meinað að fara til Bandaríkjanna í dagvegna þess að hann er fæddur í Íran. Meisam greinir frá þessu á Facebook síðu sinni. Meisam er fyrrverandi landsliðsþjálfari íslenska landsliðsins taekwondo og þá var hann einnig Norðurlandameistari í íþróttinni á síðasta ári. Hann hafði ætlað að fara til Bandaríkjanna til að keppa fyrir hönd Íslands á opnu móti í taekwondo. Meisam er íslenskur ríkisborgari og fékk ríkisborgararétt fyrir um fimm árum síðan. Í samtali við Vísi segir Meisam að allt hafi verið með felldu þar til á síðustu stundu. Hann hafi verið kominn um borð í flugvélina þegar starfsmaður WOW Air tilkynnti honum að hann fengi ekki að fljúga til Bandaríkjanna. Hann segist hafa verið sleginn, enda hafi hann hlakkað mikið til ferðarinnar. Hann hefur meðal annars verið virkur í stjórnmálum hér á landi og var í 17. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir alþingiskosningarnar í október síðastliðnum. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, er ein þeirra sem tjáir sig um mál Rafiei á Facebook. „Meisam er íslenskur ríkisborgari, virkur í samfélaginu, frábær tækvondomaður og þjálfari, var á lista okkar Vinstri-grænna fyrir síðustu kosningar. Það er verið að brjóta á honum eins og öllum öðrum þeim sem fá nú ekki að fara ferða sinna vegna tilskipunar Trumps. Íslensk stjórnvöld verða að fordæma þessa tilskipun og koma því með formlegum hætti til bandarískra stjórnvalda,“ skrifar Katrín. Ástæðan fyrir því að Rafiei fær ekki að ferðast til Bandaríkjanna er tilskipun Donalds Trump, bandaríkjaforseta um að banna komu allra ríkisborgara frá Írak, Íran, Líbýu, Sómalíu, Sýrlands, Súdan og Jemen, til landsins. Tilskipunin hefur vakið hörð viðbrögð víða um heim og í kvöldfréttum Stöðvar tvö í kvöldsagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hana dapurlega. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Trump þvertekur fyrir að tilskipun hans hafi valdið ringulreið á flugvöllum Segir að bilun í kerfi flugfélagsins Delta og mótmælendur hafi skapað ástandið. 30. janúar 2017 15:11 Forsætisráðherra Íslands segir tilskipun Bandaríkjaforseta dapurlega Tilskipun Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að banna komu allra ríkisborgara frá Írak, Íran, Líbýu, Sómalíu, Sýrlands, Súdan og Jemen, til Bandaríkjanna hefur vakið hörð viðbrögð. 30. janúar 2017 18:42 Íslenskir þingmenn fordæma tilskipun Bandaríkjaforseta Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, mun koma áleiðis skýrum skilaboðum stjórnvalda sem fordæma tilskipun forseta Bandaríkjanna sem bannar ríkisborgurum sjö þjóða að koma til landsins. 30. janúar 2017 05:00 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Fleiri fréttir Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Sjá meira
Meisam Rafiei, íslenskum ríkisborgara, var meinað að fara til Bandaríkjanna í dagvegna þess að hann er fæddur í Íran. Meisam greinir frá þessu á Facebook síðu sinni. Meisam er fyrrverandi landsliðsþjálfari íslenska landsliðsins taekwondo og þá var hann einnig Norðurlandameistari í íþróttinni á síðasta ári. Hann hafði ætlað að fara til Bandaríkjanna til að keppa fyrir hönd Íslands á opnu móti í taekwondo. Meisam er íslenskur ríkisborgari og fékk ríkisborgararétt fyrir um fimm árum síðan. Í samtali við Vísi segir Meisam að allt hafi verið með felldu þar til á síðustu stundu. Hann hafi verið kominn um borð í flugvélina þegar starfsmaður WOW Air tilkynnti honum að hann fengi ekki að fljúga til Bandaríkjanna. Hann segist hafa verið sleginn, enda hafi hann hlakkað mikið til ferðarinnar. Hann hefur meðal annars verið virkur í stjórnmálum hér á landi og var í 17. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir alþingiskosningarnar í október síðastliðnum. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, er ein þeirra sem tjáir sig um mál Rafiei á Facebook. „Meisam er íslenskur ríkisborgari, virkur í samfélaginu, frábær tækvondomaður og þjálfari, var á lista okkar Vinstri-grænna fyrir síðustu kosningar. Það er verið að brjóta á honum eins og öllum öðrum þeim sem fá nú ekki að fara ferða sinna vegna tilskipunar Trumps. Íslensk stjórnvöld verða að fordæma þessa tilskipun og koma því með formlegum hætti til bandarískra stjórnvalda,“ skrifar Katrín. Ástæðan fyrir því að Rafiei fær ekki að ferðast til Bandaríkjanna er tilskipun Donalds Trump, bandaríkjaforseta um að banna komu allra ríkisborgara frá Írak, Íran, Líbýu, Sómalíu, Sýrlands, Súdan og Jemen, til landsins. Tilskipunin hefur vakið hörð viðbrögð víða um heim og í kvöldfréttum Stöðvar tvö í kvöldsagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hana dapurlega.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Trump þvertekur fyrir að tilskipun hans hafi valdið ringulreið á flugvöllum Segir að bilun í kerfi flugfélagsins Delta og mótmælendur hafi skapað ástandið. 30. janúar 2017 15:11 Forsætisráðherra Íslands segir tilskipun Bandaríkjaforseta dapurlega Tilskipun Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að banna komu allra ríkisborgara frá Írak, Íran, Líbýu, Sómalíu, Sýrlands, Súdan og Jemen, til Bandaríkjanna hefur vakið hörð viðbrögð. 30. janúar 2017 18:42 Íslenskir þingmenn fordæma tilskipun Bandaríkjaforseta Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, mun koma áleiðis skýrum skilaboðum stjórnvalda sem fordæma tilskipun forseta Bandaríkjanna sem bannar ríkisborgurum sjö þjóða að koma til landsins. 30. janúar 2017 05:00 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Fleiri fréttir Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Sjá meira
Trump þvertekur fyrir að tilskipun hans hafi valdið ringulreið á flugvöllum Segir að bilun í kerfi flugfélagsins Delta og mótmælendur hafi skapað ástandið. 30. janúar 2017 15:11
Forsætisráðherra Íslands segir tilskipun Bandaríkjaforseta dapurlega Tilskipun Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að banna komu allra ríkisborgara frá Írak, Íran, Líbýu, Sómalíu, Sýrlands, Súdan og Jemen, til Bandaríkjanna hefur vakið hörð viðbrögð. 30. janúar 2017 18:42
Íslenskir þingmenn fordæma tilskipun Bandaríkjaforseta Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, mun koma áleiðis skýrum skilaboðum stjórnvalda sem fordæma tilskipun forseta Bandaríkjanna sem bannar ríkisborgurum sjö þjóða að koma til landsins. 30. janúar 2017 05:00