Forsætisráðherra Íslands segir tilskipun Bandaríkjaforseta dapurlega Hulda Hólmkelsdóttir og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 30. janúar 2017 18:42 Tilskipun Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að banna komu allra ríkisborgara frá Írak, Íran, Líbýu, Sómalíu, Sýrlands, Súdan og Jemen, til Bandaríkjanna hefur vakið hörð viðbrögð. Meðal annars hafa dvalar- og atvinnuleyfi þeirra sem þegar höfðu varanlega áritun, verið afturkölluð. Tilskipunin olli nær þegar í stað usla á mörgum flugvöllum í Bandaríkjunum og mótmælt hefur verið víða um landið. Donald Trump vísaði því á bug í dag að tilskipun hans hafi valdið ringulreið á flugvöllum og sagði þau vandamál sem komið hefðu upp hefðu meðal annars verið vegna bilunar í kerfis flugfélagsins Delta. Í opinberri heimsókn Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, til Bandaríkjanna í síðustu viku bauð hún Bandaríkjaforseta í opinbera heimsókn til Bretlands. Nú hafa hins vegar Bretar risið upp á afturlappirnar, en meira en ein milljón manns hafa skrifað undir beiðni þess efnis að yfirvöld hætti við að bjóða Donald Trump til landsins. Stjórnvöld víða um heim hafa fordæmt tilskipun Bandaríkjaforseta. Borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins hefur borist ein ábending um fyrirhugaða ferð eins íslendings með tvöfalt ríkisfangs til Bandaríkjana. Sú ferð gæti fallið undir tilskipun Bandaríkjaforseta. Ráðuneytið er að afla upplýsinga um framkvæmd tilskipunarinnar og hvort umræddum einstaklingi kunni að vera vísað frá Bandaríkjunum. Utanríkisnefnd Alþingis hefur óskað eftir fundi með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra vegna málsins á fimmtudag en íslenskir þingmenn og ráðherrar hafa fordæmt tilskipun Bandaríkjaforseta.Efast um að tilskipunin skili árangri Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra Íslands, segir tilskipunina dapurlega. „Mér finnst þessi tilskipun sem forsetinn hefur gefið út vera dapurleg, gefa dapurlegt vitni þeirri stefnu sem hann vill taka í þessu máli. Þetta er algjörlega ný stefna sem við höfum ekki áður mátt kynnast hjá Bandaríkjamönnum og er þveröfug við það sem við Íslendingar erum að gera á sama tíma,“ segir Bjarni. „Ég hef efasemdir um að þetta sé líklegt til að skila árangri í baráttunni gegn hryðjuverkum sem að þjóðir vilja starfa saman að að hindra. Sömuleiðis hlýtur maður að fordæma það að fólk af ákveðnum trúarbrögðum, af ákveðnum uppruna sé allt sett á sömu hilluna þegar kemur að reglum sem Bandaríkjamenn vilja setja sér í þessum efnum. Mér finnst þessi tilskipun miklu frekar lýsa uppgjöf heldur en því að menn séu að taka stjórn á ástandinu.“ Bjarni segir að íslensk stjórnvöld komi til með að koma sínum sjónarmiðum á framfæri við bandarísk stjórnvöld. „Við lítum þannig á að það sé sameiginlegt hlutverk þjóða að vinna að leiðum til að berjast gegn ógninni sem okkur stafar af hryðjuverkum. Við höfum því miður mörg tiltölulega nýleg dæmi þess, jafnvel í nágrannalöndum okkar, að hryðjuverk eiga sér stað og það er engin spurning um að sú ógn er vaxandi í Evrópu og víðar í heiminum en það er samstarf sem skiptir mestu þar, upplýsingaskipti og þar fram eftir götunum, en ekki einangrun og að loka sig af og að flokka fólk eftir trúarbrögðum eða uppruna.“ Donald Trump Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Tilskipun Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að banna komu allra ríkisborgara frá Írak, Íran, Líbýu, Sómalíu, Sýrlands, Súdan og Jemen, til Bandaríkjanna hefur vakið hörð viðbrögð. Meðal annars hafa dvalar- og atvinnuleyfi þeirra sem þegar höfðu varanlega áritun, verið afturkölluð. Tilskipunin olli nær þegar í stað usla á mörgum flugvöllum í Bandaríkjunum og mótmælt hefur verið víða um landið. Donald Trump vísaði því á bug í dag að tilskipun hans hafi valdið ringulreið á flugvöllum og sagði þau vandamál sem komið hefðu upp hefðu meðal annars verið vegna bilunar í kerfis flugfélagsins Delta. Í opinberri heimsókn Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, til Bandaríkjanna í síðustu viku bauð hún Bandaríkjaforseta í opinbera heimsókn til Bretlands. Nú hafa hins vegar Bretar risið upp á afturlappirnar, en meira en ein milljón manns hafa skrifað undir beiðni þess efnis að yfirvöld hætti við að bjóða Donald Trump til landsins. Stjórnvöld víða um heim hafa fordæmt tilskipun Bandaríkjaforseta. Borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins hefur borist ein ábending um fyrirhugaða ferð eins íslendings með tvöfalt ríkisfangs til Bandaríkjana. Sú ferð gæti fallið undir tilskipun Bandaríkjaforseta. Ráðuneytið er að afla upplýsinga um framkvæmd tilskipunarinnar og hvort umræddum einstaklingi kunni að vera vísað frá Bandaríkjunum. Utanríkisnefnd Alþingis hefur óskað eftir fundi með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra vegna málsins á fimmtudag en íslenskir þingmenn og ráðherrar hafa fordæmt tilskipun Bandaríkjaforseta.Efast um að tilskipunin skili árangri Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra Íslands, segir tilskipunina dapurlega. „Mér finnst þessi tilskipun sem forsetinn hefur gefið út vera dapurleg, gefa dapurlegt vitni þeirri stefnu sem hann vill taka í þessu máli. Þetta er algjörlega ný stefna sem við höfum ekki áður mátt kynnast hjá Bandaríkjamönnum og er þveröfug við það sem við Íslendingar erum að gera á sama tíma,“ segir Bjarni. „Ég hef efasemdir um að þetta sé líklegt til að skila árangri í baráttunni gegn hryðjuverkum sem að þjóðir vilja starfa saman að að hindra. Sömuleiðis hlýtur maður að fordæma það að fólk af ákveðnum trúarbrögðum, af ákveðnum uppruna sé allt sett á sömu hilluna þegar kemur að reglum sem Bandaríkjamenn vilja setja sér í þessum efnum. Mér finnst þessi tilskipun miklu frekar lýsa uppgjöf heldur en því að menn séu að taka stjórn á ástandinu.“ Bjarni segir að íslensk stjórnvöld komi til með að koma sínum sjónarmiðum á framfæri við bandarísk stjórnvöld. „Við lítum þannig á að það sé sameiginlegt hlutverk þjóða að vinna að leiðum til að berjast gegn ógninni sem okkur stafar af hryðjuverkum. Við höfum því miður mörg tiltölulega nýleg dæmi þess, jafnvel í nágrannalöndum okkar, að hryðjuverk eiga sér stað og það er engin spurning um að sú ógn er vaxandi í Evrópu og víðar í heiminum en það er samstarf sem skiptir mestu þar, upplýsingaskipti og þar fram eftir götunum, en ekki einangrun og að loka sig af og að flokka fólk eftir trúarbrögðum eða uppruna.“
Donald Trump Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira