Tónlist

Myndbandið varð til í einni töku

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rúnar Eff tekur þátt í Söngvakeppninni.
Rúnar Eff tekur þátt í Söngvakeppninni.
Tónlistarmaðurinn Rúnar Eff tekur þátt í söngvakeppni sjónvarpsins í ár með lagið Mér við hlið. Auk þess að flytja lagið er Rúnar sjálfur höfundur bæði lags og texta.

Lagið samdi hann til unnustu sinnar fyrir tveimur árum er hún fór í stutt frí til Ísafjarðar, hennar heimaslóðir.

Lagið var tekið upp en aldrei gefið út þar sem Rúnar var aldrei fyllilega ánægður með útkomuna, og því endaði það ofaní skúffu. Þar til nýlega er hann hitti fyrir félaga sinn Vigni Snæ  sem útsetti lagið uppá nýtt með honum.

Rúnar hefur nú gefið út myndband við lagið og er það Elvar Örn Egilson sem sá um alla vinnslu og leikstjórn. Myndbandið er tekið í einni töku á götubarnum á Akureyri, og er vélin á snúningsborði allan tíman. Útkoman er stórskemmtileg en hér að neðan er hægt að sjá myndbandið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.