Pólitískar jarðsprengjur auðlindanna Katrín Olga Jóhannesdóttir skrifar 9. febrúar 2017 07:00 Í dag fer Viðskiptaþing fram í 41. sinn. Þingið í ár er sérstakt fyrir margar sakir en Viðskiptaráð, sem áður hét Verzlunarráð, fagnar aldarafmæli á árinu.Framleiðni og nýting aðalatriði Yfirskrift þingsins í ár er „Börn náttúrunnar – framtíð auðlindagreina á Íslandi“ og verður þar sérstaklega fjallað um sjávarútveg, ferðaþjónustu og orkugeirann. Ísland stendur framarlega í alþjóðlegum samanburði innan allra þessara atvinnugreina. Í dag verður horft enn frekar fram á veginn því þrátt fyrir góðan árangur eiga auðlindagreinar á Íslandi sóknarfæri á mörgum sviðum. Náttúruauðlindir eru takmörkuð gæði. Þannig á stefna stjórnvalda að vera sú að hámarka þau verðmæti sem fæst fyrir þær með sjálfbærum hætti. Þetta var grundvallarmarkmiðið sem lagt var upp með í vinnu Samráðsvettvangs um aukna hagsæld sem byggði á grunni McKinsey-skýrslunnar sem kom út árið 2012. Um þetta markmið erum við líklega flest öll sammála. Við viljum skapa sem mest verðmæti með sem minnstum tilkostnaði fyrir landið okkar og íbúa þess.Verðmætasköpun verði ofan á Það vill oft verða að umræða um auðlindagreinar á Íslandi breytist á örskotsstundu í pólitískt jarðsprengjusvæði. Eðlilegt er að fólk hafi sterkar skoðanir á þessum málum enda er velgengni atvinnugreinanna stórt hagsmunamál fyrir alla þjóðina. Verra er þegar slíkur ágreiningur dregur úr þeirri framþróun sem nauðsynleg er, líkt og tilfellið hefur verið undanfarin misseri. Til marks um þetta er hægt að líta á framvindu þeirra umbótatillagna sem verkefnisstjórn Samráðsvettvangsins lagði fram árið 2013. Aðeins 7% tillagna sem lagðar voru fram til úrbóta á auðlindageiranum hafa verið innleiddar samanborið við 39% tillagna sem náðu til annarra greina. Meðal þessara tillagna voru gjaldtaka á ferðamannastöðum, arðbærari orkuframleiðsla og samræmd stjórnun auðlinda hjá hinu opinbera. Þau atriði sem deilt er um í dag eiga snúa yfirleitt að skiptingu þeirra verðmæta sem eru sköpuð frekar en þeim aðstæðum sem til staðar eru til að skapa þau. Brýnasta verkefni komandi ára er að láta slíkar deilur ekki standa í vegi fyrir frekari verðmætasköpun.Umfangið mikið en tækifærin meiri Auðlindageirinn stendur undir 75% af útflutningstekjum Íslands og um 24% af landsframleiðslu. Utanaðkomandi aðstæður og góður árangur fyrirtækja hafa gert það að verkum að stöðugur vöxtur hefur verið á útflutningstekjum auðlindagreinanna undanfarin ár. En markvissar sóknaraðgerðir stjórnvalda hafa látið á sér standa. Hvernig náum við að knýja fram breytingar sem hvetja til framfara í geira þar sem það eina sem fólk virðist geta verið sammála um er að vera ósammála? Þetta er meðal þeirra spurninga við munum leita svara við á Viðskiptaþingi 2017. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Olga Jóhannesdóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag fer Viðskiptaþing fram í 41. sinn. Þingið í ár er sérstakt fyrir margar sakir en Viðskiptaráð, sem áður hét Verzlunarráð, fagnar aldarafmæli á árinu.Framleiðni og nýting aðalatriði Yfirskrift þingsins í ár er „Börn náttúrunnar – framtíð auðlindagreina á Íslandi“ og verður þar sérstaklega fjallað um sjávarútveg, ferðaþjónustu og orkugeirann. Ísland stendur framarlega í alþjóðlegum samanburði innan allra þessara atvinnugreina. Í dag verður horft enn frekar fram á veginn því þrátt fyrir góðan árangur eiga auðlindagreinar á Íslandi sóknarfæri á mörgum sviðum. Náttúruauðlindir eru takmörkuð gæði. Þannig á stefna stjórnvalda að vera sú að hámarka þau verðmæti sem fæst fyrir þær með sjálfbærum hætti. Þetta var grundvallarmarkmiðið sem lagt var upp með í vinnu Samráðsvettvangs um aukna hagsæld sem byggði á grunni McKinsey-skýrslunnar sem kom út árið 2012. Um þetta markmið erum við líklega flest öll sammála. Við viljum skapa sem mest verðmæti með sem minnstum tilkostnaði fyrir landið okkar og íbúa þess.Verðmætasköpun verði ofan á Það vill oft verða að umræða um auðlindagreinar á Íslandi breytist á örskotsstundu í pólitískt jarðsprengjusvæði. Eðlilegt er að fólk hafi sterkar skoðanir á þessum málum enda er velgengni atvinnugreinanna stórt hagsmunamál fyrir alla þjóðina. Verra er þegar slíkur ágreiningur dregur úr þeirri framþróun sem nauðsynleg er, líkt og tilfellið hefur verið undanfarin misseri. Til marks um þetta er hægt að líta á framvindu þeirra umbótatillagna sem verkefnisstjórn Samráðsvettvangsins lagði fram árið 2013. Aðeins 7% tillagna sem lagðar voru fram til úrbóta á auðlindageiranum hafa verið innleiddar samanborið við 39% tillagna sem náðu til annarra greina. Meðal þessara tillagna voru gjaldtaka á ferðamannastöðum, arðbærari orkuframleiðsla og samræmd stjórnun auðlinda hjá hinu opinbera. Þau atriði sem deilt er um í dag eiga snúa yfirleitt að skiptingu þeirra verðmæta sem eru sköpuð frekar en þeim aðstæðum sem til staðar eru til að skapa þau. Brýnasta verkefni komandi ára er að láta slíkar deilur ekki standa í vegi fyrir frekari verðmætasköpun.Umfangið mikið en tækifærin meiri Auðlindageirinn stendur undir 75% af útflutningstekjum Íslands og um 24% af landsframleiðslu. Utanaðkomandi aðstæður og góður árangur fyrirtækja hafa gert það að verkum að stöðugur vöxtur hefur verið á útflutningstekjum auðlindagreinanna undanfarin ár. En markvissar sóknaraðgerðir stjórnvalda hafa látið á sér standa. Hvernig náum við að knýja fram breytingar sem hvetja til framfara í geira þar sem það eina sem fólk virðist geta verið sammála um er að vera ósammála? Þetta er meðal þeirra spurninga við munum leita svara við á Viðskiptaþingi 2017.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun