Líklegt að lögreglan muni ekki fá upplýsingar um ferðir rauða bílsins á laugardagsmorgninum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. febrúar 2017 13:19 Rauði Kia Rio bíllinn sem skipverjarnir óku úr miðbæ Reykjavíkur umræddan laugardag og talið er að Birna hafi verið í. Blóð hennar hefur fundist í bílnum. vísir Engar yfirheyrslur eru fyrirhugaðar í dag yfir manninum sem grunaður er um að hafa myrt Birnu Brjánsdóttur en hann situr í gæsluvarðhaldi og sætir einangrun vegna málsins. Ekki hefur verið ákveðið hvenær hann verður yfirheyrður næst að sögn Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns sem stýrir rannsókninni, en hann segir lögregluna nú vinna að því setja saman málið. „Við erum að klára þessa þætti sem á eftir að klára. Það eru mörg verk sem þarf að klára þó að það séu kannski engin ný. Við erum að klára vinnu í tengslum við símagögn, myndbönd og setja upp allar skýrslur. Svo erum við í samvinnu við tæknideildina þar sem við eigum von á gögnum frá þeim,“ segir Grímur í samtali við Vísi. Enn beðið eftir lokaniðurstöðu krufningsskýrslu Rannsókn lögreglu hefur meðal annars beinst að því að kortleggja ferðir rauða Kia Rio-bílsins sem maðurinn var með á leigu og Birna var í á ákveðnum tímapunkti laugardagsmorguninn sem hún hvarf. Lögreglan hefur enn ekki náð að finna út úr því hvert bílnum var ekið á milli klukkan 7 og 11:30 um morguninn og segir Grímur líklegt að lögreglan muni í raun aldrei fá upplýsingar um það. „Það er alveg líklegt úr því sem komið er að við munum ekki fá upplýsingar um þessa fjóra tíma sem okkur vantar.“ Greint hefur verið frá því að dánarorsök Birnu hafi verið drukknun en lögreglan hefur ekki viljað staðfesta það. Lokaniðurstaða krufningsskýrslu liggur ekki fyrir. Lík Birnu fannst við Selvogsvita átta dögum eftir að hún hvarf en ekki liggur fyrir hvar henni hvar komið fyrir í vatni eða sjó. Grímur segir að þetta atriði í rannsókninni sé enn til skoðunar en þó hefur komið fram að líklegt sé að það hafi verið við Vogsós sem er sex kílómetrum frá þeim stað þar sem líkið fannst.Svarar því ekki hvort grunur leiki á að Birna hafi verið beitt kynferðisofbeldi Þá hefur einnig verið greint frá því að lík Birnu var nakið þegar það fannst í fjörunni við Selvogsvita. Aðspurður hvort að grunur leiki á að hún hafi verið beitt kynferðisofbeldi segir Grímur að margir þættir séu undir við rannsókn málsins án þess að hann vilji fara nánar út í það. Engin játning liggur fyrir í málinu. Þá er enn beðið eftir niðurstöðum úr rannsóknum á lífsýnum sem meðal annars voru tekin um borð í grænlenska togaranum Polar Nanoq. Auk mannsins sem situr í haldi er annar maður með réttarstöðu sakbornings en hann er grunaður um að búa yfir upplýsingum um hvarf Birnu. Hann sat í gæsluvarðhaldi í tvær vikur en var sleppt í liðinni viku og er nú kominn heim til sín á Grænlandi. Báðir mennirnir eru skipverjar á togaranum. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Sést þrífa rauða Kia Rio-bílinn að innan og utan á bryggjunni Ekki liggur fyrir játning í manndrápsmálinu í Hafnarfirði en sönnunargögn í því hrannast upp. Hæstiréttur staðfesti í dag framlengt gæsluvarðhald í tvær vikur yfir manninum sem talinn er bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur. 7. febrúar 2017 18:30 Hæstiréttur staðfestir áframhaldandi gæsluvarðhald Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manninum sem grunaður er um að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana. 7. febrúar 2017 13:12 Lögreglan staðfestir í samtali við The Independent að skipverjinn þrífi bílinn á bryggjunni Einar Guðberg Jónsson, rannsóknarlögreglumaður, staðfestir í samtali við breska miðilinn The Independent í gærkvöldi að skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa myrt Birnu Brjánsdóttur, sjáist laugardagsmorguninn 14. janúar á eftirlitsmyndavélum á bryggjunni við Hafnarfjarðarhöfn þrífa rauða Kia Rio-bílinn sem hann hafði á leigu í um sólarhring. 8. febrúar 2017 10:27 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Engar yfirheyrslur eru fyrirhugaðar í dag yfir manninum sem grunaður er um að hafa myrt Birnu Brjánsdóttur en hann situr í gæsluvarðhaldi og sætir einangrun vegna málsins. Ekki hefur verið ákveðið hvenær hann verður yfirheyrður næst að sögn Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns sem stýrir rannsókninni, en hann segir lögregluna nú vinna að því setja saman málið. „Við erum að klára þessa þætti sem á eftir að klára. Það eru mörg verk sem þarf að klára þó að það séu kannski engin ný. Við erum að klára vinnu í tengslum við símagögn, myndbönd og setja upp allar skýrslur. Svo erum við í samvinnu við tæknideildina þar sem við eigum von á gögnum frá þeim,“ segir Grímur í samtali við Vísi. Enn beðið eftir lokaniðurstöðu krufningsskýrslu Rannsókn lögreglu hefur meðal annars beinst að því að kortleggja ferðir rauða Kia Rio-bílsins sem maðurinn var með á leigu og Birna var í á ákveðnum tímapunkti laugardagsmorguninn sem hún hvarf. Lögreglan hefur enn ekki náð að finna út úr því hvert bílnum var ekið á milli klukkan 7 og 11:30 um morguninn og segir Grímur líklegt að lögreglan muni í raun aldrei fá upplýsingar um það. „Það er alveg líklegt úr því sem komið er að við munum ekki fá upplýsingar um þessa fjóra tíma sem okkur vantar.“ Greint hefur verið frá því að dánarorsök Birnu hafi verið drukknun en lögreglan hefur ekki viljað staðfesta það. Lokaniðurstaða krufningsskýrslu liggur ekki fyrir. Lík Birnu fannst við Selvogsvita átta dögum eftir að hún hvarf en ekki liggur fyrir hvar henni hvar komið fyrir í vatni eða sjó. Grímur segir að þetta atriði í rannsókninni sé enn til skoðunar en þó hefur komið fram að líklegt sé að það hafi verið við Vogsós sem er sex kílómetrum frá þeim stað þar sem líkið fannst.Svarar því ekki hvort grunur leiki á að Birna hafi verið beitt kynferðisofbeldi Þá hefur einnig verið greint frá því að lík Birnu var nakið þegar það fannst í fjörunni við Selvogsvita. Aðspurður hvort að grunur leiki á að hún hafi verið beitt kynferðisofbeldi segir Grímur að margir þættir séu undir við rannsókn málsins án þess að hann vilji fara nánar út í það. Engin játning liggur fyrir í málinu. Þá er enn beðið eftir niðurstöðum úr rannsóknum á lífsýnum sem meðal annars voru tekin um borð í grænlenska togaranum Polar Nanoq. Auk mannsins sem situr í haldi er annar maður með réttarstöðu sakbornings en hann er grunaður um að búa yfir upplýsingum um hvarf Birnu. Hann sat í gæsluvarðhaldi í tvær vikur en var sleppt í liðinni viku og er nú kominn heim til sín á Grænlandi. Báðir mennirnir eru skipverjar á togaranum.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Sést þrífa rauða Kia Rio-bílinn að innan og utan á bryggjunni Ekki liggur fyrir játning í manndrápsmálinu í Hafnarfirði en sönnunargögn í því hrannast upp. Hæstiréttur staðfesti í dag framlengt gæsluvarðhald í tvær vikur yfir manninum sem talinn er bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur. 7. febrúar 2017 18:30 Hæstiréttur staðfestir áframhaldandi gæsluvarðhald Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manninum sem grunaður er um að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana. 7. febrúar 2017 13:12 Lögreglan staðfestir í samtali við The Independent að skipverjinn þrífi bílinn á bryggjunni Einar Guðberg Jónsson, rannsóknarlögreglumaður, staðfestir í samtali við breska miðilinn The Independent í gærkvöldi að skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa myrt Birnu Brjánsdóttur, sjáist laugardagsmorguninn 14. janúar á eftirlitsmyndavélum á bryggjunni við Hafnarfjarðarhöfn þrífa rauða Kia Rio-bílinn sem hann hafði á leigu í um sólarhring. 8. febrúar 2017 10:27 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Sést þrífa rauða Kia Rio-bílinn að innan og utan á bryggjunni Ekki liggur fyrir játning í manndrápsmálinu í Hafnarfirði en sönnunargögn í því hrannast upp. Hæstiréttur staðfesti í dag framlengt gæsluvarðhald í tvær vikur yfir manninum sem talinn er bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur. 7. febrúar 2017 18:30
Hæstiréttur staðfestir áframhaldandi gæsluvarðhald Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manninum sem grunaður er um að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana. 7. febrúar 2017 13:12
Lögreglan staðfestir í samtali við The Independent að skipverjinn þrífi bílinn á bryggjunni Einar Guðberg Jónsson, rannsóknarlögreglumaður, staðfestir í samtali við breska miðilinn The Independent í gærkvöldi að skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa myrt Birnu Brjánsdóttur, sjáist laugardagsmorguninn 14. janúar á eftirlitsmyndavélum á bryggjunni við Hafnarfjarðarhöfn þrífa rauða Kia Rio-bílinn sem hann hafði á leigu í um sólarhring. 8. febrúar 2017 10:27