Sjómenn geta verið mjög lengi í verkfalli Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 4. febrúar 2017 12:00 Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands. Vísir/Ernir Formaður Sjómannasambands Íslands segir sjómenn geta verið mjög lengi í verkfalli ef þess þarf. Þeir muni ekki kvika frá sínum kröfum. Fundur samninganefnda sjómanna og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi í gær var árangurslaus. Þetta var fyrsti fundur í deilunni í tæpar tvær vikur og ekki hefur verið boðað til nýs fundar. Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, sagði deiluna enn vera í mjög hörðum hnút. Þá óskaði hún eftir því að deilendur myndu ekki tjá sig við fjölmiðla um viðræðurnar.Slá ekki af kröfum Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, sagði fyrir fundinn að ekki yrði kvikað frá kröfum sjómanna. „Það sem stendur út af er þessi hækkun á olíuverðsviðmiðinu um þrjú prósent, úr 70 í 73 prósent. Og svo krafan okkar um að útgerðin bæti okkur sjómannaafsláttinn. Það er það sem út af stendur,“ segir Valmundur.Sjávarútvegsráðherra hefur sagt að báðir aðilar þurfi að slá af sínum kröfum. Komið þið til með að gera það? „Ég held nú að við höfum slegið nóg af okkar kröfum í gegnum tíðina í þessum samningaviðræðum. Menn eru komnir í botninn og þetta er það sem þarf til að klára kjarasamning að mati sjómanna. Þeir sætta sig ekki við neitt minna og þannig er það bara,“ segir Valmundur.Grjótharðir sjómenn Verkfallið hefur staðið yfir í rúmar sjö vikur en Valmundur segir sjómenn geta verið mjög lengi í verkfalli ef þess þarf. „Vegna þess að við erum komin á þann stað núna að krafan á okkur er að við klárum þetta á því sem að menn vilja. Og ef við náum því ekki, hvenær sem það verður, þá bara bíða menn. Ég heyri ekki annað í sjómönnum en að þeir séu grjótharðir.“ Verkfall sjómanna Tengdar fréttir „Sjaldnast til þess fallið að stuðla að lausnum þegar tekist er á um málið fyrir opnum tjöldum“ Ríkissáttasemjari setti deiluaðila í sjómannaverkfallinum í fjölmiðlabann. 3. febrúar 2017 16:34 Fundi sjómanna og útgerðarmanna slitið: Deiluaðilar settir í fjölmiðlabann Fundurinn stóð yfir í um einn og hálfan klukkutíma. 3. febrúar 2017 15:15 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira
Formaður Sjómannasambands Íslands segir sjómenn geta verið mjög lengi í verkfalli ef þess þarf. Þeir muni ekki kvika frá sínum kröfum. Fundur samninganefnda sjómanna og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi í gær var árangurslaus. Þetta var fyrsti fundur í deilunni í tæpar tvær vikur og ekki hefur verið boðað til nýs fundar. Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, sagði deiluna enn vera í mjög hörðum hnút. Þá óskaði hún eftir því að deilendur myndu ekki tjá sig við fjölmiðla um viðræðurnar.Slá ekki af kröfum Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, sagði fyrir fundinn að ekki yrði kvikað frá kröfum sjómanna. „Það sem stendur út af er þessi hækkun á olíuverðsviðmiðinu um þrjú prósent, úr 70 í 73 prósent. Og svo krafan okkar um að útgerðin bæti okkur sjómannaafsláttinn. Það er það sem út af stendur,“ segir Valmundur.Sjávarútvegsráðherra hefur sagt að báðir aðilar þurfi að slá af sínum kröfum. Komið þið til með að gera það? „Ég held nú að við höfum slegið nóg af okkar kröfum í gegnum tíðina í þessum samningaviðræðum. Menn eru komnir í botninn og þetta er það sem þarf til að klára kjarasamning að mati sjómanna. Þeir sætta sig ekki við neitt minna og þannig er það bara,“ segir Valmundur.Grjótharðir sjómenn Verkfallið hefur staðið yfir í rúmar sjö vikur en Valmundur segir sjómenn geta verið mjög lengi í verkfalli ef þess þarf. „Vegna þess að við erum komin á þann stað núna að krafan á okkur er að við klárum þetta á því sem að menn vilja. Og ef við náum því ekki, hvenær sem það verður, þá bara bíða menn. Ég heyri ekki annað í sjómönnum en að þeir séu grjótharðir.“
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir „Sjaldnast til þess fallið að stuðla að lausnum þegar tekist er á um málið fyrir opnum tjöldum“ Ríkissáttasemjari setti deiluaðila í sjómannaverkfallinum í fjölmiðlabann. 3. febrúar 2017 16:34 Fundi sjómanna og útgerðarmanna slitið: Deiluaðilar settir í fjölmiðlabann Fundurinn stóð yfir í um einn og hálfan klukkutíma. 3. febrúar 2017 15:15 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira
„Sjaldnast til þess fallið að stuðla að lausnum þegar tekist er á um málið fyrir opnum tjöldum“ Ríkissáttasemjari setti deiluaðila í sjómannaverkfallinum í fjölmiðlabann. 3. febrúar 2017 16:34
Fundi sjómanna og útgerðarmanna slitið: Deiluaðilar settir í fjölmiðlabann Fundurinn stóð yfir í um einn og hálfan klukkutíma. 3. febrúar 2017 15:15