Lengi þráð að vera málari Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 4. febrúar 2017 10:15 Helena og Kolbeinn við Hallgrímskirkju sem þau sjá um utanhússviðgerðir á um þessar mundir. Vísir/GVA Alveg frá því ég var unglingur hefur blundað í mér áhugi á að verða málari en þá var það svo mikil karlastétt að ég hugsaði það ekkert lengra“ segir Anný Helena Hermansen viðskiptafræðingur, sem jafnan gengur undir seinna nafninu, Helena. Hún útskrifast sem sveinn í málaraiðn í dag og er meðal nýsveina og meistara þeirra sem hljóta viðurkenningu fyrir afburðaárangur á sveinsprófi á verðlaunahátíð í Ráðhúsinu. Sú hátíð er meðal atriða sem Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík efnir til vegna 150 ára afmælis síns. Helena er gift Kolbeini Hreinssyni múrarameistara. „Við Kolbeinn höfum rekið saman fyrirtækið M1 í kringum múrverk og fasteignaviðhald í mörg ár en þegar kreppan skall á versnaði verkefnastaðan hjá okkur á veturna og í staðinn fyrir að fara á atvinnuleysisbætur ákváðum við að fara bæði í skóla og læra málaraiðn,“ segir hún. „Það er alltaf einhver málningarvinna eftir múrverksframkvæmdir og ég var búin að grípa í hana og líka múrverk af og til.“ Helena er viðskiptafræðingur að mennt og vinnur við bókhald, bæði fyrir eigið fyrirtæki og annarra. „Ég var byrjuð í meistaranámi í endurskoðun og prófaði að vinna á endurskoðunarskrifstofu en fann að mér líkaði það ekki svo ég ákvað að gera eitthvað sem mig langaði meira,“ lýsir hún. Það fór svo að Kolbeinn varð meistari Helenu í málaraiðninni. Hann var fyrir löngu orðinn múrarameistari og þurfti því bara að taka nokkrar námsgreinar sem tilheyra málningarfaginu í Meistaraskólanum. Kolbeinn stjórnar vinnuflokki og verkefnin undanfarin ár hafa mest snúist um endursteiningu húsa. Stærsta verkefnið núna er viðgerð á Hallgrímskirkju og annað stórt viðhaldsverkefni er innanhússviðgerð í Klettaskóla. Helena kveðst láta strákana um allt múrbrot en segir hugsanlegt að hún verði með þeim í að setja kápu á kirkjuna þegar hún sé búin með mestu skorpuna í bókhaldinu. Þau hjón eiga þrjú börn sem taka til hendinni í fyrirtæki foreldranna, að sögn Helenu. „Annar sonurinn er að læra múrverk og er á samningi og dóttirin vinnur í málningunni með mér á sumrin og er í skóla yfir vetrartímann.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. febrúar 2017 Lífið Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Fleiri fréttir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Sjá meira
Alveg frá því ég var unglingur hefur blundað í mér áhugi á að verða málari en þá var það svo mikil karlastétt að ég hugsaði það ekkert lengra“ segir Anný Helena Hermansen viðskiptafræðingur, sem jafnan gengur undir seinna nafninu, Helena. Hún útskrifast sem sveinn í málaraiðn í dag og er meðal nýsveina og meistara þeirra sem hljóta viðurkenningu fyrir afburðaárangur á sveinsprófi á verðlaunahátíð í Ráðhúsinu. Sú hátíð er meðal atriða sem Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík efnir til vegna 150 ára afmælis síns. Helena er gift Kolbeini Hreinssyni múrarameistara. „Við Kolbeinn höfum rekið saman fyrirtækið M1 í kringum múrverk og fasteignaviðhald í mörg ár en þegar kreppan skall á versnaði verkefnastaðan hjá okkur á veturna og í staðinn fyrir að fara á atvinnuleysisbætur ákváðum við að fara bæði í skóla og læra málaraiðn,“ segir hún. „Það er alltaf einhver málningarvinna eftir múrverksframkvæmdir og ég var búin að grípa í hana og líka múrverk af og til.“ Helena er viðskiptafræðingur að mennt og vinnur við bókhald, bæði fyrir eigið fyrirtæki og annarra. „Ég var byrjuð í meistaranámi í endurskoðun og prófaði að vinna á endurskoðunarskrifstofu en fann að mér líkaði það ekki svo ég ákvað að gera eitthvað sem mig langaði meira,“ lýsir hún. Það fór svo að Kolbeinn varð meistari Helenu í málaraiðninni. Hann var fyrir löngu orðinn múrarameistari og þurfti því bara að taka nokkrar námsgreinar sem tilheyra málningarfaginu í Meistaraskólanum. Kolbeinn stjórnar vinnuflokki og verkefnin undanfarin ár hafa mest snúist um endursteiningu húsa. Stærsta verkefnið núna er viðgerð á Hallgrímskirkju og annað stórt viðhaldsverkefni er innanhússviðgerð í Klettaskóla. Helena kveðst láta strákana um allt múrbrot en segir hugsanlegt að hún verði með þeim í að setja kápu á kirkjuna þegar hún sé búin með mestu skorpuna í bókhaldinu. Þau hjón eiga þrjú börn sem taka til hendinni í fyrirtæki foreldranna, að sögn Helenu. „Annar sonurinn er að læra múrverk og er á samningi og dóttirin vinnur í málningunni með mér á sumrin og er í skóla yfir vetrartímann.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. febrúar 2017
Lífið Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Fleiri fréttir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Sjá meira