Íslenski landsliðsmaðurinn Sturla Snær Snorrason stóð sig vel í dag á sænska meistaramótinu í svigi en mótið er gríðarlega sterkt.
Sturla Snær hóf keppni í sæti númer 23 en endaði í 14.sæti eftir að hafa verið í 19.sæti eftir fyrri ferðina.
Í seinni ferðinni keyrði Sturla Snær gríðarlega vel og var með sjöunda besta tímann sem sýnir vel hversu góð ferð þetta var hjá stráknum.
Sturla endaði 2,87 sek á eftir sigurvegaranum Matthias Hargin en hann er fremsti svigkeppandi Svía í dag og er fjórtándi á heimslista FIS í greininni.
Fyrir mótið fær Sturla Snær 32.67 FIS punkta sem er næst besti árangurinn hjá Sturla Snæ í vetur og alveg við hans heimslistastöðu.
Sturla Snær Snorrason verður 23 ára gamall í næsta mánuði en hann er Ármenningur.
Sturla Snær hækkaði sig um fimm sæti í seinni ferðinni
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið






Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport
Enski boltinn


Steinunn hætt í landsliðinu
Handbolti

Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands
Enski boltinn
