Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 29-34 | Frábær endasprettur Eyjamanna Ingvi Þór Sæmundsson í N1-höllinni í Mosfellsbæ skrifar 2. febrúar 2017 21:30 Kári Kristján Kristjánsson var frábær á lokasprettinum. vísir/vilhelm ÍBV vann góðan útisigur á Aftureldingu, 29-34, þegar liðin mættust í 17. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Róbert Aron Hostert lék sinn fyrsta leik fyrir ÍBV í langan tíma og skilaði 10 mörkum. Frábær leikur hjá Róberti og mikilvægt fyrir ÍBV að hafa endurheimt hann. Eyjamenn spiluðu undir getu fyrir áramót en með alla heila er þetta lið stórhættulegt eins og það sýndi í kvöld. Mosfellingar byrjuðu leikinn ívið betur og Árni Bragi Eyjólfsson kom þeim tveimur mörkum yfir, 5-3, þegar sex mínútur voru liðnar. Kristófer Guðmundsson byrjaði ágætlega í marki Aftureldingar en það fjaraði undan honum eftir því sem á fyrri hálfleikinn leið og Davíð Svansson náði sér heldur ekki á strik. Markverðir ÍBV voru líka ískaldir og vörðu bara þrjá bolta í fyrri hálfleik. Róbert var ryðgaður í byrjun en eftir að hann komst betur í takt við leikinn snarbatnaði sóknarleikur ÍBV. Eyjavörnin þéttist líka og gestirnir náðu góðu 7-3 áhlaupi. ÍBV fékk tækifæri til að fara með fjögurra marka forskot til búningsherbergja en skot Sigurbergs Sveinssonar fór í hliðarnetið. Davíð var fljótur að hugsa og grýtti boltanum fram á Árna Braga sem minnkaði muninn í 15-17. Þetta var hans sjöunda mark úr jafnmörgum skotum í fyrri hálfleik. Hann endaði með 10 mörk og var markahæstur í liði Aftureldingar. Heimamenn breyttu um vörn í hálfleik og það svínvirkaði. Mosfellingar náðu góðum tökum á leiknum og léku á tímabili á alls oddi í sókninni. Afturelding náði mest þriggja marka forystu og þegar 12 mínútur voru eftir var staðan 25-22, heimamönnum í vil. Þá kviknaði á gestunum og þeirra lykilmenn stigu upp. Kári Kristján Kristjánsson var frábær á lokakaflanum og skoraði þá fjögur af sex mörkum sínum. Róbert var einnig öflugur og bjó oftsinnis til mörk upp úr engu. Kolbeinn Aron Arnarsson tók líka mikilvæga bolta í markinu og Eyjamenn sigu framúr. Mosfellingum tókst ekki að stöðva áhlaupið og gestirnir unnu á endanum fimm marka sigur, 29-34. Lokatölurnar gefa ekki rétta mynd af leiknum en Eyjamönnum er eflaust slétt sama. Þeir sýndu styrk á lokakaflanum og unnu síðustu 12 mínútur leiksins 12-4.Einar Andri: Misstum agann Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var að vonum niðurlútur eftir fimm marka tap hans manna fyrir ÍBV í kvöld. „Við vorum komnir í góða stöðu í seinni hálfleik. Við spiluðum frábærlega fyrstu 20 mínútur seinni hálfleiks, þéttum vörnina og spiluðum mjög vel og skynsamlega og vorum með stjórn á leiknum sem við misstum undir lokin,“ sagði Einar Andri. Hans menn voru í góðri stöðu en klúðruðu málunum á lokasprettinum. Hvað olli? „Hann [Kolbeinn Aron Arnarson] varði þrjú dauðafæri og það munaði mikið um það. Við spiluðum okkur í góð færi en misstum agann undir lokin,“ sagði Einar Andri sem var ánægður með margt í leik Aftureldingar. „Við spiluðum góðan sóknarleik í fyrri hálfelik en vörnin var léleg sem og markvarslan allan leikinn. ÍBV er með frábært lið. Nú sjáum við bara hvernig staðan er, nýtt mót er byrjað og við þurfum að halda áfram að vinna,“ sagði Einar Andri. Hann kvaðst ánægður með frammistöðu Ernis Hrafn Arnarsonar sem spilaði í kvöld sinn fyrsta leik fyrir Aftureldingu í um 10 ár. „Hann spilaði frábærlega og á bara eftir að verða betri. Hann var að spila fyrsta handboltaleikinn sinn síðan í apríl og hefur æft frá því um miðjan desember,“ sagði Einar Andri að lokum.Arnar: Vorum alltof spenntir og æstir „Ég er alveg gríðarlega sáttur og stoltur af strákunum því við töpuðum kollinum í byrjun seinni hálfleiks. Fyrstu 10-15 mínúturnar voru alls ekki góðar, við vorum alltof spenntir og æstir. En við lentum aftur og kláruðum þetta eins og menn,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, eftir sigurinn góða á Aftureldingu í kvöld. Eyjamenn voru þremur mörkum undir, 25-22, þegar 12 mínútur voru eftir. En þeir tóku sig taki og unnu lokakaflann 12-4. Ótrúlegur viðsnúningur. „Við reyndum bara að róa okkur. Robbi [Róbert Aron Hostert] er að koma aftur eftir langt hlé og var orðinn svolítið æstur. En það lagaðist hjá honum og öðrum leikmönnum,“ sagði Arnar sem segir það gríðarlega mikilvægt að hafa endurheimt Róbert sem hefur verið meiddur nær allt tímabilið. „Það vita allir að hann er frábær handboltamaður og fyrir okkur er þetta mikill styrkur. En það eru líka aðrir sem stigu upp og það skiptir líka máli.“ Eyjamenn voru ekki upp á sitt besta fyrir áramót og sátu í 6. sæti þegar Olís-deildin fór í frí. En eru þeir komnir á beinu brautina? „Ég er búinn að vera leiðinlegur í þessum viðtölum og fer alltaf í klisjuna: við tökum einn leik fyrir í einu. Við unnum góðan sigur í kvöld og svo reynum við bara að bæta ofan á það. Svo sjáum við bara til. Þetta er rosalega jöfn deild,“ sagði Arnar að endingu. Olís-deild karla Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Fleiri fréttir Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Sjá meira
ÍBV vann góðan útisigur á Aftureldingu, 29-34, þegar liðin mættust í 17. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Róbert Aron Hostert lék sinn fyrsta leik fyrir ÍBV í langan tíma og skilaði 10 mörkum. Frábær leikur hjá Róberti og mikilvægt fyrir ÍBV að hafa endurheimt hann. Eyjamenn spiluðu undir getu fyrir áramót en með alla heila er þetta lið stórhættulegt eins og það sýndi í kvöld. Mosfellingar byrjuðu leikinn ívið betur og Árni Bragi Eyjólfsson kom þeim tveimur mörkum yfir, 5-3, þegar sex mínútur voru liðnar. Kristófer Guðmundsson byrjaði ágætlega í marki Aftureldingar en það fjaraði undan honum eftir því sem á fyrri hálfleikinn leið og Davíð Svansson náði sér heldur ekki á strik. Markverðir ÍBV voru líka ískaldir og vörðu bara þrjá bolta í fyrri hálfleik. Róbert var ryðgaður í byrjun en eftir að hann komst betur í takt við leikinn snarbatnaði sóknarleikur ÍBV. Eyjavörnin þéttist líka og gestirnir náðu góðu 7-3 áhlaupi. ÍBV fékk tækifæri til að fara með fjögurra marka forskot til búningsherbergja en skot Sigurbergs Sveinssonar fór í hliðarnetið. Davíð var fljótur að hugsa og grýtti boltanum fram á Árna Braga sem minnkaði muninn í 15-17. Þetta var hans sjöunda mark úr jafnmörgum skotum í fyrri hálfleik. Hann endaði með 10 mörk og var markahæstur í liði Aftureldingar. Heimamenn breyttu um vörn í hálfleik og það svínvirkaði. Mosfellingar náðu góðum tökum á leiknum og léku á tímabili á alls oddi í sókninni. Afturelding náði mest þriggja marka forystu og þegar 12 mínútur voru eftir var staðan 25-22, heimamönnum í vil. Þá kviknaði á gestunum og þeirra lykilmenn stigu upp. Kári Kristján Kristjánsson var frábær á lokakaflanum og skoraði þá fjögur af sex mörkum sínum. Róbert var einnig öflugur og bjó oftsinnis til mörk upp úr engu. Kolbeinn Aron Arnarsson tók líka mikilvæga bolta í markinu og Eyjamenn sigu framúr. Mosfellingum tókst ekki að stöðva áhlaupið og gestirnir unnu á endanum fimm marka sigur, 29-34. Lokatölurnar gefa ekki rétta mynd af leiknum en Eyjamönnum er eflaust slétt sama. Þeir sýndu styrk á lokakaflanum og unnu síðustu 12 mínútur leiksins 12-4.Einar Andri: Misstum agann Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var að vonum niðurlútur eftir fimm marka tap hans manna fyrir ÍBV í kvöld. „Við vorum komnir í góða stöðu í seinni hálfleik. Við spiluðum frábærlega fyrstu 20 mínútur seinni hálfleiks, þéttum vörnina og spiluðum mjög vel og skynsamlega og vorum með stjórn á leiknum sem við misstum undir lokin,“ sagði Einar Andri. Hans menn voru í góðri stöðu en klúðruðu málunum á lokasprettinum. Hvað olli? „Hann [Kolbeinn Aron Arnarson] varði þrjú dauðafæri og það munaði mikið um það. Við spiluðum okkur í góð færi en misstum agann undir lokin,“ sagði Einar Andri sem var ánægður með margt í leik Aftureldingar. „Við spiluðum góðan sóknarleik í fyrri hálfelik en vörnin var léleg sem og markvarslan allan leikinn. ÍBV er með frábært lið. Nú sjáum við bara hvernig staðan er, nýtt mót er byrjað og við þurfum að halda áfram að vinna,“ sagði Einar Andri. Hann kvaðst ánægður með frammistöðu Ernis Hrafn Arnarsonar sem spilaði í kvöld sinn fyrsta leik fyrir Aftureldingu í um 10 ár. „Hann spilaði frábærlega og á bara eftir að verða betri. Hann var að spila fyrsta handboltaleikinn sinn síðan í apríl og hefur æft frá því um miðjan desember,“ sagði Einar Andri að lokum.Arnar: Vorum alltof spenntir og æstir „Ég er alveg gríðarlega sáttur og stoltur af strákunum því við töpuðum kollinum í byrjun seinni hálfleiks. Fyrstu 10-15 mínúturnar voru alls ekki góðar, við vorum alltof spenntir og æstir. En við lentum aftur og kláruðum þetta eins og menn,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, eftir sigurinn góða á Aftureldingu í kvöld. Eyjamenn voru þremur mörkum undir, 25-22, þegar 12 mínútur voru eftir. En þeir tóku sig taki og unnu lokakaflann 12-4. Ótrúlegur viðsnúningur. „Við reyndum bara að róa okkur. Robbi [Róbert Aron Hostert] er að koma aftur eftir langt hlé og var orðinn svolítið æstur. En það lagaðist hjá honum og öðrum leikmönnum,“ sagði Arnar sem segir það gríðarlega mikilvægt að hafa endurheimt Róbert sem hefur verið meiddur nær allt tímabilið. „Það vita allir að hann er frábær handboltamaður og fyrir okkur er þetta mikill styrkur. En það eru líka aðrir sem stigu upp og það skiptir líka máli.“ Eyjamenn voru ekki upp á sitt besta fyrir áramót og sátu í 6. sæti þegar Olís-deildin fór í frí. En eru þeir komnir á beinu brautina? „Ég er búinn að vera leiðinlegur í þessum viðtölum og fer alltaf í klisjuna: við tökum einn leik fyrir í einu. Við unnum góðan sigur í kvöld og svo reynum við bara að bæta ofan á það. Svo sjáum við bara til. Þetta er rosalega jöfn deild,“ sagði Arnar að endingu.
Olís-deild karla Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Fleiri fréttir Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Sjá meira