Er líf eftir Janus Daða? | Olís-deild karla hefst aftur í kvöld Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. febrúar 2017 15:00 Janus Daði hefur kvatt Hauka og er genginn í raðir Aalborg í Danmörku. vísir/anton Keppni í Olís-deild karla í handbolta hefst á ný í kvöld eftir 47 daga frí vegna HM í Frakklandi. Sautjánda umferð deildarinnar fer fram í heild sinni í kvöld. Haukar mæta botnliði Stjörnunnar á heimavelli. Þetta er fyrsti leikur Hauka eftir brotthvarf Janusar Daða Smárasonar sem hefur verið besti leikmaður deildarinnar undanfarin tímabil. Í staðinn fengu Haukar króatíska risann Ivan Ivokovic. Um er að ræða tvítuga örvhenta skyttu sem telur 207 sentímetrar og vegur 115 kíló. Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður 365, hitti Ivokovic á dögunum og afraksturinn má sjá með því að smella hér. Stjarnan byrjaði tímabilið vel og var komið með átta stig eftir sjö umferðir. En svo hallaði undan fæti hjá Garðbæingum sem hafa aðeins unnið einn af síðustu níu leikjum sínum.Árni Bragi Eyjólfsson er langmarkahæsti leikmaður Aftureldingar í vetur með 103 mörk.vísir/hannaÍ Mosfellsbænum tekur topplið Aftureldingar á móti ÍBV. Mosfellingar sýndu mikinn stöðugleika fyrir áramót og náðu í 24 stig þrátt fyrir mikil meiðslavandræði. Eyjamönnum, sem var spáð 2. sæti í spá forráðamanna, fyrirliða og þjálfara Olís-deildarinnar fyrir tímabilið, ollu vonbrigðum fyrir áramót. ÍBV situr í 6. sætinu með 16 stig, og er nær botninum en toppnum. FH sækir Fram heim í Safamýrina. FH-ingar sýndu góða takta fyrir áramót og sitja í 3. sæti deildarinnar. Þá unnu þeir deildarbikarinn milli jóla og nýárs. Fram, sem missti nánast heilt lið í sumar, hefur komið nokkuð óvart og er búið að safna 13 stigum og situr í 7. sæti deildarinnar. Fram vann tvo síðustu leiki sína fyrir HM-fríið.Sverre Jakobsson og lærisveinar hans fá Valsmenn í heimsókn.vísir/hannaValsmenn fara norður yfir heiðar og mæta Akureyri í KA-heimilinu. Akureyringar byrjuðu liða verst og töpuðu sjö af fyrstu átta leikjum sínum. Árangurinn í næstu sex leikjum var hins vegar mjög góður; þrír sigrar og þrjú jafntefli. Töp í síðustu tveimur leikjunum fyrir áramót þýddi hins vegar að Akureyringar fóru inn í HM-fríið í fallsæti. Valsmenn hafa verið upp og ofan og eru í 4. sætinu með 18 stig, jafnmörg og FH sem er í sætinu fyrir ofan. Á Selfossi mæta heimamenn Gróttu. Hið unga lið Selfoss hefur unnið átta leiki og tapað átta. Varnarleikurinn hefur verið aðalhöfuðverkur Selfyssinga en aðeins Fram hefur fengið á sig fleiri mörk. Hins vegar eru Haukar eina liðið í deildinni sem hefur skorað meira en Selfoss. Grótta vann fyrstu þrjá leiki sína á tímabilinu en síðan hafa Seltirningar aðeins unnið tvo af 13 leikjum.Leikir kvöldsins: 18:00 Akureyri - Valur 19:30 Afturelding - ÍBV 19:30 Haukar - Stjarnan 19:30 Fram - FH 19:30 Selfoss - Grótta Olís-deild karla Tengdar fréttir Matthías Daðason kominn heim í Fram Safamýrarfélagið styrkir sig fyrir seinni hluta Olís-deildar karla. 1. febrúar 2017 10:49 Morkunas fer frá Haukum og til Cocks í Finnlandi Giedrius Morkunas mun yfirgefa Hauka í vor en þessi snjalli markvörður hefur spilað með Hafnarfjarðarliðinu frá árinu 2012. 31. janúar 2017 20:34 Gaupi hitti nýja risann í íslenska handboltanum Ivan Ivokovic tvítugur risi frá Króatíu leikur sinn fyrsta leik fyrir Hauka í Olís-deild karla í handbolta gegn Stjörnunni annað kvöld. 1. febrúar 2017 20:15 Einar Andri framlengir um þrjú ár Einar Andri Einarsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Aftureldingu. 2. febrúar 2017 10:57 Haukar fá króatískan tröllkarl til að fylla í skarð Janusar Daða Íslandsmeistararnir eru búnir að semja við króatíska skyttu sem er vel yfir tvo metra og hundrað kíló. 25. janúar 2017 09:48 Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Sjá meira
Keppni í Olís-deild karla í handbolta hefst á ný í kvöld eftir 47 daga frí vegna HM í Frakklandi. Sautjánda umferð deildarinnar fer fram í heild sinni í kvöld. Haukar mæta botnliði Stjörnunnar á heimavelli. Þetta er fyrsti leikur Hauka eftir brotthvarf Janusar Daða Smárasonar sem hefur verið besti leikmaður deildarinnar undanfarin tímabil. Í staðinn fengu Haukar króatíska risann Ivan Ivokovic. Um er að ræða tvítuga örvhenta skyttu sem telur 207 sentímetrar og vegur 115 kíló. Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður 365, hitti Ivokovic á dögunum og afraksturinn má sjá með því að smella hér. Stjarnan byrjaði tímabilið vel og var komið með átta stig eftir sjö umferðir. En svo hallaði undan fæti hjá Garðbæingum sem hafa aðeins unnið einn af síðustu níu leikjum sínum.Árni Bragi Eyjólfsson er langmarkahæsti leikmaður Aftureldingar í vetur með 103 mörk.vísir/hannaÍ Mosfellsbænum tekur topplið Aftureldingar á móti ÍBV. Mosfellingar sýndu mikinn stöðugleika fyrir áramót og náðu í 24 stig þrátt fyrir mikil meiðslavandræði. Eyjamönnum, sem var spáð 2. sæti í spá forráðamanna, fyrirliða og þjálfara Olís-deildarinnar fyrir tímabilið, ollu vonbrigðum fyrir áramót. ÍBV situr í 6. sætinu með 16 stig, og er nær botninum en toppnum. FH sækir Fram heim í Safamýrina. FH-ingar sýndu góða takta fyrir áramót og sitja í 3. sæti deildarinnar. Þá unnu þeir deildarbikarinn milli jóla og nýárs. Fram, sem missti nánast heilt lið í sumar, hefur komið nokkuð óvart og er búið að safna 13 stigum og situr í 7. sæti deildarinnar. Fram vann tvo síðustu leiki sína fyrir HM-fríið.Sverre Jakobsson og lærisveinar hans fá Valsmenn í heimsókn.vísir/hannaValsmenn fara norður yfir heiðar og mæta Akureyri í KA-heimilinu. Akureyringar byrjuðu liða verst og töpuðu sjö af fyrstu átta leikjum sínum. Árangurinn í næstu sex leikjum var hins vegar mjög góður; þrír sigrar og þrjú jafntefli. Töp í síðustu tveimur leikjunum fyrir áramót þýddi hins vegar að Akureyringar fóru inn í HM-fríið í fallsæti. Valsmenn hafa verið upp og ofan og eru í 4. sætinu með 18 stig, jafnmörg og FH sem er í sætinu fyrir ofan. Á Selfossi mæta heimamenn Gróttu. Hið unga lið Selfoss hefur unnið átta leiki og tapað átta. Varnarleikurinn hefur verið aðalhöfuðverkur Selfyssinga en aðeins Fram hefur fengið á sig fleiri mörk. Hins vegar eru Haukar eina liðið í deildinni sem hefur skorað meira en Selfoss. Grótta vann fyrstu þrjá leiki sína á tímabilinu en síðan hafa Seltirningar aðeins unnið tvo af 13 leikjum.Leikir kvöldsins: 18:00 Akureyri - Valur 19:30 Afturelding - ÍBV 19:30 Haukar - Stjarnan 19:30 Fram - FH 19:30 Selfoss - Grótta
Olís-deild karla Tengdar fréttir Matthías Daðason kominn heim í Fram Safamýrarfélagið styrkir sig fyrir seinni hluta Olís-deildar karla. 1. febrúar 2017 10:49 Morkunas fer frá Haukum og til Cocks í Finnlandi Giedrius Morkunas mun yfirgefa Hauka í vor en þessi snjalli markvörður hefur spilað með Hafnarfjarðarliðinu frá árinu 2012. 31. janúar 2017 20:34 Gaupi hitti nýja risann í íslenska handboltanum Ivan Ivokovic tvítugur risi frá Króatíu leikur sinn fyrsta leik fyrir Hauka í Olís-deild karla í handbolta gegn Stjörnunni annað kvöld. 1. febrúar 2017 20:15 Einar Andri framlengir um þrjú ár Einar Andri Einarsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Aftureldingu. 2. febrúar 2017 10:57 Haukar fá króatískan tröllkarl til að fylla í skarð Janusar Daða Íslandsmeistararnir eru búnir að semja við króatíska skyttu sem er vel yfir tvo metra og hundrað kíló. 25. janúar 2017 09:48 Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Sjá meira
Matthías Daðason kominn heim í Fram Safamýrarfélagið styrkir sig fyrir seinni hluta Olís-deildar karla. 1. febrúar 2017 10:49
Morkunas fer frá Haukum og til Cocks í Finnlandi Giedrius Morkunas mun yfirgefa Hauka í vor en þessi snjalli markvörður hefur spilað með Hafnarfjarðarliðinu frá árinu 2012. 31. janúar 2017 20:34
Gaupi hitti nýja risann í íslenska handboltanum Ivan Ivokovic tvítugur risi frá Króatíu leikur sinn fyrsta leik fyrir Hauka í Olís-deild karla í handbolta gegn Stjörnunni annað kvöld. 1. febrúar 2017 20:15
Einar Andri framlengir um þrjú ár Einar Andri Einarsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Aftureldingu. 2. febrúar 2017 10:57
Haukar fá króatískan tröllkarl til að fylla í skarð Janusar Daða Íslandsmeistararnir eru búnir að semja við króatíska skyttu sem er vel yfir tvo metra og hundrað kíló. 25. janúar 2017 09:48