Arnar og Rakel frumsýna Eurovision-myndband Stefán Árni Pálsson skrifar 2. febrúar 2017 11:30 Allur hópurinn er hér í miðjunni. Frá vinstri: Edgar Smári, Rakel, Anna Sigríður, Guðrún Árný, Hófí, Arnar. Arnar Jónsson og Rakel Pálsdóttir flytja lagið Til mín í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. Þau stíga á svið í fyrri undankeppninni sem haldin verður í Háskólabíói þann 25. febrúar og er tilhlökkunin mikil. „Við erum virkilega spennt að fá að taka þátt og lofum dúndur performans, enda einvala lið flottra söngvara í þessu atriði,“ segja þau í samtali við Lífið. Lag og texta samdi Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir eða Hófí eins og hún er oftast kölluð. „Ég samdi lagið Til mín fyrir vinkonu mína hana Rakel og manninn minn hann Arnar. Þau höfðu beðið mig reglulega um að semja lag, Rakel í tvö ár en Arnar í þrjú! Úr varð þessi dúett,“ segir Hófí þegar hún var spurð út í það hvernig lag og texti varð til. „Þegar lagið varð til var ég ákveðin í að semja um ástina en mér fannst það kalla á sorg og söknuð enda var mjög stutt síðan afi minn lést. Eftir sat amma sem missti ekki aðeins sinn besta vin og lífsförunaut heldur einnig stóran hluta af sjálfri sér. Þau voru óneitanlega mikill innblástur. Þó textinn sé nokkuð óræður er ljóst að hann fjallar um ástarsorg og aðskilnað. Ástvinurinn birtist í draumi og minningum og því vill sá sem syngur lifa meira í heimi drauma og minninga en að takast á við raunveruleikann. Óskin um að fá ástvininn til baka er sterk þó ljóst sé að það muni ekki gerast. Söngurinn og minningarnar hjálpa aðeins til við að græða hjartasárið þó það muni aldrei gróa að fullu.“ Síðastliðna helgi skellti hópurinn sér í tökur á myndbandi fyrir lagið. „Handritið kom mjög sterkt til mín þegar ég hlustaði á lagið í fyrsta skipti. Ég vissi að sagan þyrfti að vera einföld en djúp og fylgja fegurð lagsins eftir. Í laginu er fjallað mikið um söknuð en ekki endilega missi. Þar af leiðandi langaði mig að fara í gegnum lífsskeiðið og þannig sýna og minna á hve hverfult og dýrmætt lífið er,“ segir Snædís Snorradóttir sem er leikstjóri, handritshöfundur og framleiðandi myndbandsins. Útkoman er virkilega falleg og einlæg og frumsýnir Lífið myndbandið í dag. Handrit, leikstjórn og framleiðsla: Snædís Snorradóttir. Kvikmyndataka: Dagur de‘Medici Ólafsson. Klipping: Aaron Zarabi. Leikarar: Ísold Orka Egilsdóttir, Baltasar Tindur Björgvinsson, Arne Kristinn Arneson, Saga Guðjónsdóttir, Guðmundur Bjarnason og Bergdís Kristjánsdóttir. Lag og texti: Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir. Söngur: Arnar Jónsson og Rakel Pálsdóttir. Bakraddir: Anna Sigríður Snorradóttir, Edgar Smári Atlason, Guðrún Árný Karlsdóttir og Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir. Hægt er að fylgjast með hópnum á Snapchat undir nafninu: arnarrakelesc – þar má sjá þau á æfingum, taka coverlög, daglegt flipp og margt fleira skemmtilegt.Facebook: www.facebook.com/arnarrakelescTwitter: @arnarrakelescInstagram: arnarrakelesc Eurovision Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
Arnar Jónsson og Rakel Pálsdóttir flytja lagið Til mín í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. Þau stíga á svið í fyrri undankeppninni sem haldin verður í Háskólabíói þann 25. febrúar og er tilhlökkunin mikil. „Við erum virkilega spennt að fá að taka þátt og lofum dúndur performans, enda einvala lið flottra söngvara í þessu atriði,“ segja þau í samtali við Lífið. Lag og texta samdi Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir eða Hófí eins og hún er oftast kölluð. „Ég samdi lagið Til mín fyrir vinkonu mína hana Rakel og manninn minn hann Arnar. Þau höfðu beðið mig reglulega um að semja lag, Rakel í tvö ár en Arnar í þrjú! Úr varð þessi dúett,“ segir Hófí þegar hún var spurð út í það hvernig lag og texti varð til. „Þegar lagið varð til var ég ákveðin í að semja um ástina en mér fannst það kalla á sorg og söknuð enda var mjög stutt síðan afi minn lést. Eftir sat amma sem missti ekki aðeins sinn besta vin og lífsförunaut heldur einnig stóran hluta af sjálfri sér. Þau voru óneitanlega mikill innblástur. Þó textinn sé nokkuð óræður er ljóst að hann fjallar um ástarsorg og aðskilnað. Ástvinurinn birtist í draumi og minningum og því vill sá sem syngur lifa meira í heimi drauma og minninga en að takast á við raunveruleikann. Óskin um að fá ástvininn til baka er sterk þó ljóst sé að það muni ekki gerast. Söngurinn og minningarnar hjálpa aðeins til við að græða hjartasárið þó það muni aldrei gróa að fullu.“ Síðastliðna helgi skellti hópurinn sér í tökur á myndbandi fyrir lagið. „Handritið kom mjög sterkt til mín þegar ég hlustaði á lagið í fyrsta skipti. Ég vissi að sagan þyrfti að vera einföld en djúp og fylgja fegurð lagsins eftir. Í laginu er fjallað mikið um söknuð en ekki endilega missi. Þar af leiðandi langaði mig að fara í gegnum lífsskeiðið og þannig sýna og minna á hve hverfult og dýrmætt lífið er,“ segir Snædís Snorradóttir sem er leikstjóri, handritshöfundur og framleiðandi myndbandsins. Útkoman er virkilega falleg og einlæg og frumsýnir Lífið myndbandið í dag. Handrit, leikstjórn og framleiðsla: Snædís Snorradóttir. Kvikmyndataka: Dagur de‘Medici Ólafsson. Klipping: Aaron Zarabi. Leikarar: Ísold Orka Egilsdóttir, Baltasar Tindur Björgvinsson, Arne Kristinn Arneson, Saga Guðjónsdóttir, Guðmundur Bjarnason og Bergdís Kristjánsdóttir. Lag og texti: Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir. Söngur: Arnar Jónsson og Rakel Pálsdóttir. Bakraddir: Anna Sigríður Snorradóttir, Edgar Smári Atlason, Guðrún Árný Karlsdóttir og Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir. Hægt er að fylgjast með hópnum á Snapchat undir nafninu: arnarrakelesc – þar má sjá þau á æfingum, taka coverlög, daglegt flipp og margt fleira skemmtilegt.Facebook: www.facebook.com/arnarrakelescTwitter: @arnarrakelescInstagram: arnarrakelesc
Eurovision Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira