Star Wars: The Last Jedi er í fleirtölu Samúel Karl Ólason skrifar 17. febrúar 2017 14:00 Rey og Luke Skywalker. Erlendar þýðingar á nafni næstu Star Wars myndarinnar hafa sýnt fram á að titill myndarinnar, The Last Jedi, er í fleirtölu. Verið sé að vísa til síðustu Jedi-riddaranna en ekki síðasta Jedi-riddarans. Það er búið að reyna að lesa mikið í titil myndarinnar frá því að hann var opinberaður í janúar, en hverjir eru síðustu riddararnir? Síðustu riddararnir eru líklegast Luke Skywalker og Rey. Í rauninni er Luke eini sanni Jedi-riddarinn sem er eftir, en þar sem þau tvö og Chewbacca eru ein á fjarlægri og lítt þekktri plánetu, Ahch-To, þykir ólíklegt að Luke muni þjálfa marga fleiri en Rey. Mögulega gæti Kylo Ren einnig séð ljósið aftur og snúið frá myrku hliðinni. Hann var í ákveðnu basli með myrkrið í Force Awakens en ákvörðun hans að drepa pabba sinn hefur líklega fært hann að fullu yfir á myrku hliðina. Í enda Force Awakens var hann særður og á leið til Snoke sem ætlaði að ljúka þjálfun hans og hjálpar það ekki til. Mögulegt er að fleiri persónur séu svokallaðir „force-sensitive“ og finna þar með og geta jafnvel beitt Mættinum. Þeir sem þykja sérstaklega líklegir eru Finn og jafnvel flugmaðurinn Poe Dameron. Mögulega gætu þeir orðið Jedi-riddarar, en þá þyrftu þeir að ferðast til Ahch-To og hljóta þjálfun þar, eða Luke og Rey gætu farið og gengið til liðs við byltinguna eftir að þjálfun Rey lýkur. Þá kom fram í Force Awakens að Luke reyndi að endurreisa Jedi-regluna og þjálfa nýja riddara. Snoke og Kylo-Ren komu þó í veg fyrir það og nemendur Luke voru myrtir af Kylo-Ren og fylgisveinum hans. The Last Jedi gæti vísað í þá sögu og mögulega fáum við að sjá meira af henni. Með tilliti til þessa vangaveltna verður undirritaður þó að viðurkenna að það er mjög pirrandi að vera að skrifa þetta og hugsa til þess að svörin munu ekki fást fyrr en um miðjan desember.Gli Ultimi Jedi, dicembre 2017 al cinema. pic.twitter.com/t0AuvTrmSK— Star Wars Italia (@StarWarsIT) February 17, 2017 Star Wars Tengdar fréttir Búið að nefna næstu Star Wars mynd Myndin mun heita Star Wars: The Last Jedi. 23. janúar 2017 16:04 Lesið í titil næstu Star Wars-myndar: Hver er síðasti Jedi-riddarinn? Aðdáendur Stjörnustríðsmyndanna hafa skiljanlega margir reynt að lesa í titil áttunda hluta sögunnar sem gerður var opinber í gær. 24. janúar 2017 14:13 Carrie Fisher verður ekki bætt inn í framtíðar Star Wars myndir Eftir andlát Carrie Fisher hefur sá orðrómur látið á sér kræla að henni verði bætt inn í framtíðar myndir með aðstoð tölvutækni. 14. janúar 2017 17:26 Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
Erlendar þýðingar á nafni næstu Star Wars myndarinnar hafa sýnt fram á að titill myndarinnar, The Last Jedi, er í fleirtölu. Verið sé að vísa til síðustu Jedi-riddaranna en ekki síðasta Jedi-riddarans. Það er búið að reyna að lesa mikið í titil myndarinnar frá því að hann var opinberaður í janúar, en hverjir eru síðustu riddararnir? Síðustu riddararnir eru líklegast Luke Skywalker og Rey. Í rauninni er Luke eini sanni Jedi-riddarinn sem er eftir, en þar sem þau tvö og Chewbacca eru ein á fjarlægri og lítt þekktri plánetu, Ahch-To, þykir ólíklegt að Luke muni þjálfa marga fleiri en Rey. Mögulega gæti Kylo Ren einnig séð ljósið aftur og snúið frá myrku hliðinni. Hann var í ákveðnu basli með myrkrið í Force Awakens en ákvörðun hans að drepa pabba sinn hefur líklega fært hann að fullu yfir á myrku hliðina. Í enda Force Awakens var hann særður og á leið til Snoke sem ætlaði að ljúka þjálfun hans og hjálpar það ekki til. Mögulegt er að fleiri persónur séu svokallaðir „force-sensitive“ og finna þar með og geta jafnvel beitt Mættinum. Þeir sem þykja sérstaklega líklegir eru Finn og jafnvel flugmaðurinn Poe Dameron. Mögulega gætu þeir orðið Jedi-riddarar, en þá þyrftu þeir að ferðast til Ahch-To og hljóta þjálfun þar, eða Luke og Rey gætu farið og gengið til liðs við byltinguna eftir að þjálfun Rey lýkur. Þá kom fram í Force Awakens að Luke reyndi að endurreisa Jedi-regluna og þjálfa nýja riddara. Snoke og Kylo-Ren komu þó í veg fyrir það og nemendur Luke voru myrtir af Kylo-Ren og fylgisveinum hans. The Last Jedi gæti vísað í þá sögu og mögulega fáum við að sjá meira af henni. Með tilliti til þessa vangaveltna verður undirritaður þó að viðurkenna að það er mjög pirrandi að vera að skrifa þetta og hugsa til þess að svörin munu ekki fást fyrr en um miðjan desember.Gli Ultimi Jedi, dicembre 2017 al cinema. pic.twitter.com/t0AuvTrmSK— Star Wars Italia (@StarWarsIT) February 17, 2017
Star Wars Tengdar fréttir Búið að nefna næstu Star Wars mynd Myndin mun heita Star Wars: The Last Jedi. 23. janúar 2017 16:04 Lesið í titil næstu Star Wars-myndar: Hver er síðasti Jedi-riddarinn? Aðdáendur Stjörnustríðsmyndanna hafa skiljanlega margir reynt að lesa í titil áttunda hluta sögunnar sem gerður var opinber í gær. 24. janúar 2017 14:13 Carrie Fisher verður ekki bætt inn í framtíðar Star Wars myndir Eftir andlát Carrie Fisher hefur sá orðrómur látið á sér kræla að henni verði bætt inn í framtíðar myndir með aðstoð tölvutækni. 14. janúar 2017 17:26 Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
Lesið í titil næstu Star Wars-myndar: Hver er síðasti Jedi-riddarinn? Aðdáendur Stjörnustríðsmyndanna hafa skiljanlega margir reynt að lesa í titil áttunda hluta sögunnar sem gerður var opinber í gær. 24. janúar 2017 14:13
Carrie Fisher verður ekki bætt inn í framtíðar Star Wars myndir Eftir andlát Carrie Fisher hefur sá orðrómur látið á sér kræla að henni verði bætt inn í framtíðar myndir með aðstoð tölvutækni. 14. janúar 2017 17:26