Þorgerður Katrín boðar útspil ráðherra í dag nái deiluaðilar ekki saman Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. febrúar 2017 12:37 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra. Vísir/anton brink Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsáðherra segir sína línu hafa verið alveg skýra hvað varði aðkomu ráðherra að deilum sjómanna við útgerðina. Hún vilji almennar reglur en ekki sérreglur. Hún svarar því ekki beint hvort til greina komi að fæðispeningar sjómanna verði skattfrjálsir eins og til umræðu er og þykir umdeilt. Telja sumir að þannig sé útgerðin að koma eigin kostnaði yfir á ríkið og þar með almenning.Á sama tíma vill þingmaður Sjálfstæðisflokksins að málið verði leyst strax jafnvel þótt farið sé á svig við lög og reglur. „Við erum að skoða ýmsar leiðir. Ég er að skoða þetta með það í huga að við séum ekki að flækja skattkerfið. Við reynum að nálgast þetta á almennan hátt, skoða sambærilegar stéttir en ekki taka eina út fyrir aðra. Þetta verður einn fyrir alla og allir fyrir einn,“ sagði Þorgerður við fréttastofu að loknum fundum í morgun, annars vegar sameiginlegum fundi efnahags- og viðskiptanefndar og atvinnuveganefndar vegna verkfallsins og hins vegar ríkisstjórnarfundi.Leita allra leiða í dag Mikið hefur verið um fundi í röðum sjómannaforystunnar og samningamanna útvegsmanna í sitt hvoru lagi í morgun, en deilendur munu þó vera í stöðugu sambandi. Af máli þeirra mátti ráða fyrir stundu að engin vissi nákvæmlega hvernig málið stæði, en ríkissáttasemjari hafði ekki boðað til fundar nú laust fyrir hádegi.Líkur á að loðnuflotinn nái í tæka tíð að veiða 190 þúsund tonna kvóta áður en loðnan hrygnir og drepst minnka með hverjum deginum sem líður, en kvótinn myndi skila að minnstakosti 20 milljörðum króna ef hann næðist.Þorgerður Katrín segir að leitað verði allra leiða til að leysa málið í dag. „Ef sjómenn fallast ekki á það sem við erum að segja verðum við að grípa til annarra ráða,“ segir ráðherrann. Það verði að vera í dag.„Við ætlum ekkert að dvelja við þetta. Við erum búin að sitja við þetta og ég hef komið með ýmsar tillögur sem sjómenn hafa ekki fallist á.“Aðeins spurning hvernig lausn næstHún leggur áherslu á að hún hafi verið í samskiptum við deiluaðila meira og minna allar níu vikurnar sem verkfallið hafi staðið. Síðustu klukkustundir hafi samskiptin verið enn meiri og leitað sé lausna. „Línan er skýr. Við viljum nálgast þetta á almennan átt. Engar sérreglur. Eftir stendur að það þarf að leysa deiluna, hagsmunir eru miklir og það er mikið í húfi. Við þurfum að fara að ná í auðlindina í sjónum, skapa verðmæti. Við höfum ekki mikinn tíma áður en kemur að ögurstundu.“Aðeins sé spurning hvernig aðilar nái saman á endanum. Nú séu samskipti á milli deiluaðila og ráðherra og svo verði að koma í ljós hver niðurstaðan verði. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Vilhjálmur: Viljum að sjómenn fái að sitja við sama borð og aðrir Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsforingi á Akranesi og einn samningamanna sjómanna, sendir neyðarkall til Alþingismanna. 16. febrúar 2017 07:47 Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Ljótur leikur SFS að benda á ríkið Deila sjómanna og útgerðarmanna er óleyst en deiluaðilar benda nú á ríkið. Sjómenn vilja fá skattaafslátt af dagpeningum sem kostar ríkið hundruð milljóna. Fyrrverandi ríkisskattstjóri segir þetta ljótan leik. Samningar milli deiluaði 17. febrúar 2017 07:00 „Eigum bara að segja já“ Þingmaður Sjálfstæðisflokks vill að stjórnvöld bregðist við kröfu stjómanna. 17. febrúar 2017 08:11 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Innlent Fleiri fréttir Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsáðherra segir sína línu hafa verið alveg skýra hvað varði aðkomu ráðherra að deilum sjómanna við útgerðina. Hún vilji almennar reglur en ekki sérreglur. Hún svarar því ekki beint hvort til greina komi að fæðispeningar sjómanna verði skattfrjálsir eins og til umræðu er og þykir umdeilt. Telja sumir að þannig sé útgerðin að koma eigin kostnaði yfir á ríkið og þar með almenning.Á sama tíma vill þingmaður Sjálfstæðisflokksins að málið verði leyst strax jafnvel þótt farið sé á svig við lög og reglur. „Við erum að skoða ýmsar leiðir. Ég er að skoða þetta með það í huga að við séum ekki að flækja skattkerfið. Við reynum að nálgast þetta á almennan hátt, skoða sambærilegar stéttir en ekki taka eina út fyrir aðra. Þetta verður einn fyrir alla og allir fyrir einn,“ sagði Þorgerður við fréttastofu að loknum fundum í morgun, annars vegar sameiginlegum fundi efnahags- og viðskiptanefndar og atvinnuveganefndar vegna verkfallsins og hins vegar ríkisstjórnarfundi.Leita allra leiða í dag Mikið hefur verið um fundi í röðum sjómannaforystunnar og samningamanna útvegsmanna í sitt hvoru lagi í morgun, en deilendur munu þó vera í stöðugu sambandi. Af máli þeirra mátti ráða fyrir stundu að engin vissi nákvæmlega hvernig málið stæði, en ríkissáttasemjari hafði ekki boðað til fundar nú laust fyrir hádegi.Líkur á að loðnuflotinn nái í tæka tíð að veiða 190 þúsund tonna kvóta áður en loðnan hrygnir og drepst minnka með hverjum deginum sem líður, en kvótinn myndi skila að minnstakosti 20 milljörðum króna ef hann næðist.Þorgerður Katrín segir að leitað verði allra leiða til að leysa málið í dag. „Ef sjómenn fallast ekki á það sem við erum að segja verðum við að grípa til annarra ráða,“ segir ráðherrann. Það verði að vera í dag.„Við ætlum ekkert að dvelja við þetta. Við erum búin að sitja við þetta og ég hef komið með ýmsar tillögur sem sjómenn hafa ekki fallist á.“Aðeins spurning hvernig lausn næstHún leggur áherslu á að hún hafi verið í samskiptum við deiluaðila meira og minna allar níu vikurnar sem verkfallið hafi staðið. Síðustu klukkustundir hafi samskiptin verið enn meiri og leitað sé lausna. „Línan er skýr. Við viljum nálgast þetta á almennan átt. Engar sérreglur. Eftir stendur að það þarf að leysa deiluna, hagsmunir eru miklir og það er mikið í húfi. Við þurfum að fara að ná í auðlindina í sjónum, skapa verðmæti. Við höfum ekki mikinn tíma áður en kemur að ögurstundu.“Aðeins sé spurning hvernig aðilar nái saman á endanum. Nú séu samskipti á milli deiluaðila og ráðherra og svo verði að koma í ljós hver niðurstaðan verði.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Vilhjálmur: Viljum að sjómenn fái að sitja við sama borð og aðrir Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsforingi á Akranesi og einn samningamanna sjómanna, sendir neyðarkall til Alþingismanna. 16. febrúar 2017 07:47 Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Ljótur leikur SFS að benda á ríkið Deila sjómanna og útgerðarmanna er óleyst en deiluaðilar benda nú á ríkið. Sjómenn vilja fá skattaafslátt af dagpeningum sem kostar ríkið hundruð milljóna. Fyrrverandi ríkisskattstjóri segir þetta ljótan leik. Samningar milli deiluaði 17. febrúar 2017 07:00 „Eigum bara að segja já“ Þingmaður Sjálfstæðisflokks vill að stjórnvöld bregðist við kröfu stjómanna. 17. febrúar 2017 08:11 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Innlent Fleiri fréttir Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Sjá meira
Vilhjálmur: Viljum að sjómenn fái að sitja við sama borð og aðrir Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsforingi á Akranesi og einn samningamanna sjómanna, sendir neyðarkall til Alþingismanna. 16. febrúar 2017 07:47
Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Ljótur leikur SFS að benda á ríkið Deila sjómanna og útgerðarmanna er óleyst en deiluaðilar benda nú á ríkið. Sjómenn vilja fá skattaafslátt af dagpeningum sem kostar ríkið hundruð milljóna. Fyrrverandi ríkisskattstjóri segir þetta ljótan leik. Samningar milli deiluaði 17. febrúar 2017 07:00
„Eigum bara að segja já“ Þingmaður Sjálfstæðisflokks vill að stjórnvöld bregðist við kröfu stjómanna. 17. febrúar 2017 08:11