Endaspretturinn gæti breytt öllu fyrir liðin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2017 06:30 Hlynur Bæringsson og félagar í Stjörnunni eiga tölfræðilega erfiðasta prógrammið eftir í sex síðustu umferðum Domino's-deildar karla. vísir/eyþór Spennan hefur líklega sjaldan verið meiri á þessum tíma í Domino’s-deild karla. Snæfellsliðið fellur reyndar úr deildinni við næsta tap en mikil barátta er fram undan um hin ellefu sætin. Fréttablaðið fór yfir lokaumferðirnar og skipti deildinni upp í þrjú baráttusvæði. Þrjú lið eiga möguleika á deildarmeistaratitlinum en Íslandsmeistarar KR eru samt í mjög góðri stöðu. KR er með tveggja stiga forystu og næstu fimm leikir bikarmeistaranna eru á móti liðum í sjötta sæti eða neðar. KR gæti því auðveldlega verið búið að tryggja sér deildarmeistaratitilinn þegar kemur að leik á móti Stjörnunni í lokaumferðinni. Ef ekki þá sjá menn fyrir sér möguleika á úrslitaleik í DHL-höllinni 9. mars. Stjarnan er bara tveimur stigum á eftir KR en á mun erfiðari leiki eftir. Liðið á sem dæmi eftir að mæta liðunum í 3., 4. og 5. sæti áður en kemur að leiknum við KR í lokin. Tindastóll á eftir heimaleiki á móti erfiðari liðunum (2. til 5. sæti) en útileiki á móti þeim léttari (10. til 12. sæti) sem ætti að koma sér vel og það er því ekki hægt að afskrifa þá. Liðin í 4. (Þór Þorl.) og 5. sæti (Grindavík) eru jöfn að stigum og nýbúin að mætast í mögnuðum undanúrslitaleik í Maltbikarnum. Þar er allt hnífjafnt og liðin tveimur stigum neðar, Þór Ak. og Njarðvík, gætu vissulega blandað sér í baráttuna um fjórða sætið auk þess að liðin í 8. og 9. sæti eiga smá von líka. Þór úr Þorlákshöfn á eftir erfiða útileiki á móti liðunum í 2. (Stjarnan) og 3. sæti (Tindastól) en Grindvíkingar fá aftur á móti annan þeirra leikja á heimavelli (Stjarnan). Grindvíkingar mæta nágrönnum sínum úr Reykjanesbæ í næstu leikjum. Þór Akureyri byrjar á erfiðum leik á heimavelli á móti toppliði KR en mæta svo liðum í kringum sig í töflunni. Þar eru sóknarfæri. Njarðvíkingar eru eitt heitasta lið deildarinnar með fjóra sigra í röð en þeir mæta fleiri liðum á topp fimm (3) heldur en liðin ofar (2). Liðin sem eru fjórum stigum frá fjórða sætinu, Keflavík og ÍR, þurfa ekki bara að horfa upp töfluna heldur einnig niður á lið Hauka og Skallagríms sem eru bara einum sigri á eftir þeim. Borgnesingar sitja eins og er í fallsæti eftir fjögur töp í röð og eiga auk þess mjög erfiða leiki eftir. Það er því auðveldast að spá Skallagrími falli en ekki má gleyma því að Skallagrímsliðið hefur unnið fjóra leiki á móti liðum í efri hlutanum (Stjarnan, Þór Þorl., Grindavík og Þór Ak.) og fóru í framlengingu gegn KR. Haukarnir hafa valdið miklum vonbrigðum en þeir hafa tapað mörgum jöfnum leikjum í vetur og fari það að breytast á lokasprettinum en úrslitakeppnin ekki svo fjarlægur draumur. Þeir losna hins vegar ekki nærri því strax við falldrauginn, ekki frekar en liðin í kringum þá í töflunni. Hér á síðunni er hægt að skoða mótherja liðanna og styrkleika þeirra út frá árangrinum til þessa í deildinni í vetur.grafík/fréttablaðið Dominos-deild karla Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira
Spennan hefur líklega sjaldan verið meiri á þessum tíma í Domino’s-deild karla. Snæfellsliðið fellur reyndar úr deildinni við næsta tap en mikil barátta er fram undan um hin ellefu sætin. Fréttablaðið fór yfir lokaumferðirnar og skipti deildinni upp í þrjú baráttusvæði. Þrjú lið eiga möguleika á deildarmeistaratitlinum en Íslandsmeistarar KR eru samt í mjög góðri stöðu. KR er með tveggja stiga forystu og næstu fimm leikir bikarmeistaranna eru á móti liðum í sjötta sæti eða neðar. KR gæti því auðveldlega verið búið að tryggja sér deildarmeistaratitilinn þegar kemur að leik á móti Stjörnunni í lokaumferðinni. Ef ekki þá sjá menn fyrir sér möguleika á úrslitaleik í DHL-höllinni 9. mars. Stjarnan er bara tveimur stigum á eftir KR en á mun erfiðari leiki eftir. Liðið á sem dæmi eftir að mæta liðunum í 3., 4. og 5. sæti áður en kemur að leiknum við KR í lokin. Tindastóll á eftir heimaleiki á móti erfiðari liðunum (2. til 5. sæti) en útileiki á móti þeim léttari (10. til 12. sæti) sem ætti að koma sér vel og það er því ekki hægt að afskrifa þá. Liðin í 4. (Þór Þorl.) og 5. sæti (Grindavík) eru jöfn að stigum og nýbúin að mætast í mögnuðum undanúrslitaleik í Maltbikarnum. Þar er allt hnífjafnt og liðin tveimur stigum neðar, Þór Ak. og Njarðvík, gætu vissulega blandað sér í baráttuna um fjórða sætið auk þess að liðin í 8. og 9. sæti eiga smá von líka. Þór úr Þorlákshöfn á eftir erfiða útileiki á móti liðunum í 2. (Stjarnan) og 3. sæti (Tindastól) en Grindvíkingar fá aftur á móti annan þeirra leikja á heimavelli (Stjarnan). Grindvíkingar mæta nágrönnum sínum úr Reykjanesbæ í næstu leikjum. Þór Akureyri byrjar á erfiðum leik á heimavelli á móti toppliði KR en mæta svo liðum í kringum sig í töflunni. Þar eru sóknarfæri. Njarðvíkingar eru eitt heitasta lið deildarinnar með fjóra sigra í röð en þeir mæta fleiri liðum á topp fimm (3) heldur en liðin ofar (2). Liðin sem eru fjórum stigum frá fjórða sætinu, Keflavík og ÍR, þurfa ekki bara að horfa upp töfluna heldur einnig niður á lið Hauka og Skallagríms sem eru bara einum sigri á eftir þeim. Borgnesingar sitja eins og er í fallsæti eftir fjögur töp í röð og eiga auk þess mjög erfiða leiki eftir. Það er því auðveldast að spá Skallagrími falli en ekki má gleyma því að Skallagrímsliðið hefur unnið fjóra leiki á móti liðum í efri hlutanum (Stjarnan, Þór Þorl., Grindavík og Þór Ak.) og fóru í framlengingu gegn KR. Haukarnir hafa valdið miklum vonbrigðum en þeir hafa tapað mörgum jöfnum leikjum í vetur og fari það að breytast á lokasprettinum en úrslitakeppnin ekki svo fjarlægur draumur. Þeir losna hins vegar ekki nærri því strax við falldrauginn, ekki frekar en liðin í kringum þá í töflunni. Hér á síðunni er hægt að skoða mótherja liðanna og styrkleika þeirra út frá árangrinum til þessa í deildinni í vetur.grafík/fréttablaðið
Dominos-deild karla Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira