Tökur á Bollywood-draugamynd á Vestfjörðum frestast vegna handritsbreytinga og snjóleysis Birgir Olgeirsson skrifar 14. febrúar 2017 13:50 Frá Önundarfirði. Vísir/Pjetur Til stóð að hefja tökur á Bollywood-mynd í Önundarfirði á Vestfjörðum í vikunni en þeim hefur verið frestað vegna þess að ákveðið var að ráðast í handritsbreytingar. „Svo er allt snjólaust á Íslandi,“ segir Búi Baldvinsson hjá Hero Productions sem átti að koma að framleiðslu myndarinnar hér á landi.Greint var fyrst frá fyrirhuguðum tökum myndarinnar á vef Ríkisútvarpsins en um er að ræða hrollvekju um konu sem er andsetin íslenskum draug en inn í atburðarásin átti að fléttast mikið eldgos. Til stóð að 60 manns yrðu í um mánuð í Önundarfirði við tökur á myndinni í Holti en ekkert verður úr því í bili þar sem ákveðið var að ráðast í handritsbreytingar sem munu hafa í för með sér að fleiri leikara þarf í myndina sem og að skipuleggja frekari tæknilega úrvinnslu hennar. Kvikmyndagerðarmennirnir höfðu vonast eftir miklum snjó á svæðinu fyrir myndina en nú er allt autt á Vestfjörðum, líkt og annars staðar á landinu. Búi segir að fyrirhugaðar séu tökur á tveimur Bollywood-myndum til viðbótar í sumar en þær tökur gætu einnig farið fram á Vestfjörðum. Ólíkt draugamyndinni þó á að vera mikið um lit, gleði og dans, líkt og hefðbundnum Bollywood-myndum sæmir. Þeir sem ætluðu að gera draugamyndina voru hér á landi síðastliðið haust við tökur á tónlistarmyndbandi fyrir kvikmynd sem nú er í eftirvinnslu og kom Hero Productions að framleiðslu þess hér á landi. Bíó og sjónvarp Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Til stóð að hefja tökur á Bollywood-mynd í Önundarfirði á Vestfjörðum í vikunni en þeim hefur verið frestað vegna þess að ákveðið var að ráðast í handritsbreytingar. „Svo er allt snjólaust á Íslandi,“ segir Búi Baldvinsson hjá Hero Productions sem átti að koma að framleiðslu myndarinnar hér á landi.Greint var fyrst frá fyrirhuguðum tökum myndarinnar á vef Ríkisútvarpsins en um er að ræða hrollvekju um konu sem er andsetin íslenskum draug en inn í atburðarásin átti að fléttast mikið eldgos. Til stóð að 60 manns yrðu í um mánuð í Önundarfirði við tökur á myndinni í Holti en ekkert verður úr því í bili þar sem ákveðið var að ráðast í handritsbreytingar sem munu hafa í för með sér að fleiri leikara þarf í myndina sem og að skipuleggja frekari tæknilega úrvinnslu hennar. Kvikmyndagerðarmennirnir höfðu vonast eftir miklum snjó á svæðinu fyrir myndina en nú er allt autt á Vestfjörðum, líkt og annars staðar á landinu. Búi segir að fyrirhugaðar séu tökur á tveimur Bollywood-myndum til viðbótar í sumar en þær tökur gætu einnig farið fram á Vestfjörðum. Ólíkt draugamyndinni þó á að vera mikið um lit, gleði og dans, líkt og hefðbundnum Bollywood-myndum sæmir. Þeir sem ætluðu að gera draugamyndina voru hér á landi síðastliðið haust við tökur á tónlistarmyndbandi fyrir kvikmynd sem nú er í eftirvinnslu og kom Hero Productions að framleiðslu þess hér á landi.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira