Erlendi ferðamaðurinn sem þyrla landhelgisgæslunnar sótti í dag, við Silfru í Þingvallarvatni, er látinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.
Um er að ræða mann frá Bandaríkjunum, en hann var fluttur með þyrlunni á Landspítalann í dag, en samkvæmt upplýsingum lögreglu var hann í 8 manna hópi undir leiðsögn leiðsögumanna við snorkl í vatninu, þegar hann missti meðvitund og var strax komið upp á bakkann, þar sem leiðsögumenn hófu endurlífgun.
Endurlífgun var haldið áfram þar til komið var með sjúklinginn með þyrlunni á Landspítalann, þar sem hann var úrskurðaður látinn.
Dánarorsök liggur ekki fyrir að svo stöddu.
Uppfært kl. 21:02. Í fyrri útgáfu fréttar kom fram að maðurinn hafi verið við köfun, en hið rétta er að hann var að snorkla.
Lést eftir snorkl í Silfru
Oddur Ævar Gunnarsson skrifar

Fleiri fréttir
