Ísland hefur dregist aftur úr í alþjóðlegum samanburði á réttindum hinsegin fólks Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. febrúar 2017 14:14 Samtökin 78 boða nú að öðru sinni til þjóðfundar hinsegin fólks. Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, setti fundinn. Vísir/Eyþór/Ernir Ísland hefur dregist aftur úr í alþjóðlegum samanburði á réttindum hinsegin fólks. Þetta er meðal þess sem rætt verður á þjóðfundi hinsegin fólks sem haldinn er í dag. Jafnréttismálaráðherra segir mikilvægt að útvíkka jafnrétti út fyrir kynferði. Samtökin 78 boða nú að öðru sinni til þjóðfundar hinsegin fólks. Fundurinn hófst klukkan eitt í tjarnarsal ráðhúss Reykjavíkur. Þar verður stefna samtakanna til næstu fimm ára mótuð. Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra opnaði fundinn. „Auðvitað heilt yfir höfum við staðið okkur mjög vel í þessum málaflokki. Umhverfið er gerbreytt frá því sem áður var fyrir tilstilli mikilvægrar baráttu hinsegin fólks sem hefur skilað árangri og verið til fyrirmyndar hvernig að henni hefur verið staðið í gegnum árin. Auðvitað er mikilvægt að halda áfram á þeirri vegferð. En það virðist vera að þegar kemur að transfólki og kynskiptum og öðru slíku þáttum þá stöndumst við ekki nægilega vel samanburð við nágrannaþjóðir okkar og það hljótum við að þurfa að skoða,“ segir Þorsteinn. Hann segir að það sé verk að vinna í baráttunni fyrir réttindum og heilsu hinsegin fólks á Íslandi. „Alveg klárlega og auðvitað er það með þennan hóps eins og aðra að við eigum aldrei að láta staðar numið í baráttu fyrir jöfnum réttindum fólks, óháð kynhneigð, kynvitund, kynferði, trúarbrögðum, þjoðerni og svo framvegis. Þetta auðvitað á að vera ævarandi barátta og verkefni fyrir okkur á meðan jöfnum réttindum er ekki náð.“Vantar ekki heildstæða jafnréttislöggjöf? Við eigum einungis löggjöf sem tekur á mismunun á grundvelli kynferðis, þarf ekki að útvíkka jafnrétti út fyrir kynferði? „Jú. Og raunar er innan ráðuneytisins unnið að aðgerðaráætlun þegar kemur að réttindabaráttu hinsegin fólks. Það er alveg ljóst að við þurfum að horfa með miklu heildstæðari hætti á jafnréttismálin heldur en eingöngu út frá kynferði.“ Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Sjá meira
Ísland hefur dregist aftur úr í alþjóðlegum samanburði á réttindum hinsegin fólks. Þetta er meðal þess sem rætt verður á þjóðfundi hinsegin fólks sem haldinn er í dag. Jafnréttismálaráðherra segir mikilvægt að útvíkka jafnrétti út fyrir kynferði. Samtökin 78 boða nú að öðru sinni til þjóðfundar hinsegin fólks. Fundurinn hófst klukkan eitt í tjarnarsal ráðhúss Reykjavíkur. Þar verður stefna samtakanna til næstu fimm ára mótuð. Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra opnaði fundinn. „Auðvitað heilt yfir höfum við staðið okkur mjög vel í þessum málaflokki. Umhverfið er gerbreytt frá því sem áður var fyrir tilstilli mikilvægrar baráttu hinsegin fólks sem hefur skilað árangri og verið til fyrirmyndar hvernig að henni hefur verið staðið í gegnum árin. Auðvitað er mikilvægt að halda áfram á þeirri vegferð. En það virðist vera að þegar kemur að transfólki og kynskiptum og öðru slíku þáttum þá stöndumst við ekki nægilega vel samanburð við nágrannaþjóðir okkar og það hljótum við að þurfa að skoða,“ segir Þorsteinn. Hann segir að það sé verk að vinna í baráttunni fyrir réttindum og heilsu hinsegin fólks á Íslandi. „Alveg klárlega og auðvitað er það með þennan hóps eins og aðra að við eigum aldrei að láta staðar numið í baráttu fyrir jöfnum réttindum fólks, óháð kynhneigð, kynvitund, kynferði, trúarbrögðum, þjoðerni og svo framvegis. Þetta auðvitað á að vera ævarandi barátta og verkefni fyrir okkur á meðan jöfnum réttindum er ekki náð.“Vantar ekki heildstæða jafnréttislöggjöf? Við eigum einungis löggjöf sem tekur á mismunun á grundvelli kynferðis, þarf ekki að útvíkka jafnrétti út fyrir kynferði? „Jú. Og raunar er innan ráðuneytisins unnið að aðgerðaráætlun þegar kemur að réttindabaráttu hinsegin fólks. Það er alveg ljóst að við þurfum að horfa með miklu heildstæðari hætti á jafnréttismálin heldur en eingöngu út frá kynferði.“
Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Sjá meira