Brotist inn hjá landsliðskonu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. febrúar 2017 20:51 Hallbera fer með íslenska landsliðinu til Algarve á sunnudaginn. vísir/anton Landsliðskonan í knattspyrnu, Hallbera Guðný Gísladóttir, greindi frá því á Twitter að hún hefði lent í afar leiðinlegri lífsreynslu í dag.Hallbera, sem leikur með Djurgården í Svíþjóð, tók eftir því að ekki var allt með felldu þegar hún kom heim eftir æfingu í dag. „Ég var að koma heim af æfingu. Ég var búin að vera heima allan daginn og rétt skrapp á æfingu. Á meðan hefur einhver ákveðið að klifra upp á aðra hæð á blokkinni minni og farið í gegnum svalirnar,“ sagði Hallbera í samtali við Vísi í kvöld. „Ég kom heim og sá strax að það var eitthvað skrítið við íbúðina. Ég labbaði inn í stofu og þar var búið að fara í gegnum allt dótið mitt, fötin á gólfinu og tölvan farin.“ Hallberu var skiljanlega brugðið við aðkomuna. „Ég bý í voða fínu hverfi, mér leið voða vel hérna og átti alls ekki von á neinu svona. Þetta er mjög skrítið, þeir fóru bara inn í mína íbúð og það er pínu eins og þeir hafi vitað að ég væri ekki heima,“ sagði Hallbera. En finnst henni að hún geti búið þarna áfram? „Jájá, þeir eru búnir að taka allt frá mér,“ sagði Hallbera og hló. „Ég vona að þeir komi ekki aftur. En maður verður að hrista þetta af sér. Löggan er væntanleg á svæðið og ætlar að skoða þetta eitthvað. Það er voða lítið hægt að gera. Þetta bara gerðist. Það er verst með tölvuna, það er fullt af skólagögnum og myndum þar sem maður fær ekkert bætt. Það var mjög óþægilegt að koma heim og þetta ástand tók á móti manni.“ Hallbera fer með íslenska landsliðinu til Algarve á sunnudaginn þar sem það tekur þátt á Algarve-mótinu. „Ég næ þessu úr mér þar,“ sagði Hallbera sem gekk í raðir Djurgården frá Breiðabliki á síðasta ári. Nú stendur yfir undirbúningstímabil en sænska deildin hefst um miðjan apríl. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hættur með landsliðið Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Sjá meira
Landsliðskonan í knattspyrnu, Hallbera Guðný Gísladóttir, greindi frá því á Twitter að hún hefði lent í afar leiðinlegri lífsreynslu í dag.Hallbera, sem leikur með Djurgården í Svíþjóð, tók eftir því að ekki var allt með felldu þegar hún kom heim eftir æfingu í dag. „Ég var að koma heim af æfingu. Ég var búin að vera heima allan daginn og rétt skrapp á æfingu. Á meðan hefur einhver ákveðið að klifra upp á aðra hæð á blokkinni minni og farið í gegnum svalirnar,“ sagði Hallbera í samtali við Vísi í kvöld. „Ég kom heim og sá strax að það var eitthvað skrítið við íbúðina. Ég labbaði inn í stofu og þar var búið að fara í gegnum allt dótið mitt, fötin á gólfinu og tölvan farin.“ Hallberu var skiljanlega brugðið við aðkomuna. „Ég bý í voða fínu hverfi, mér leið voða vel hérna og átti alls ekki von á neinu svona. Þetta er mjög skrítið, þeir fóru bara inn í mína íbúð og það er pínu eins og þeir hafi vitað að ég væri ekki heima,“ sagði Hallbera. En finnst henni að hún geti búið þarna áfram? „Jájá, þeir eru búnir að taka allt frá mér,“ sagði Hallbera og hló. „Ég vona að þeir komi ekki aftur. En maður verður að hrista þetta af sér. Löggan er væntanleg á svæðið og ætlar að skoða þetta eitthvað. Það er voða lítið hægt að gera. Þetta bara gerðist. Það er verst með tölvuna, það er fullt af skólagögnum og myndum þar sem maður fær ekkert bætt. Það var mjög óþægilegt að koma heim og þetta ástand tók á móti manni.“ Hallbera fer með íslenska landsliðinu til Algarve á sunnudaginn þar sem það tekur þátt á Algarve-mótinu. „Ég næ þessu úr mér þar,“ sagði Hallbera sem gekk í raðir Djurgården frá Breiðabliki á síðasta ári. Nú stendur yfir undirbúningstímabil en sænska deildin hefst um miðjan apríl.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hættur með landsliðið Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Sjá meira