Volkswagen kynnir ódýrt bílamerki árið 2019 Finnur Thorlacius skrifar 21. febrúar 2017 13:58 Enn eitt bílamerkið verður til í stóru bílafjölskyldu Volkswagen árið 2019. Í október árið 2012 komu fyrst þær fréttir úr herbúðum Volkswagen að fyrirtækið hyggðist stofna nýtt bílamerki sem framleiða ætti mjög ódýra bíla fyrir fjarlæga markaði. Er þá átt við lönd þar sem lítill markaður er fyrir dýra bíla og svo til eingöngu seljast ódýrir bílar. Nú berast þær fréttir frá Wolfsburg að slíkt merki verði kynnt árið 2019. Margir myndu halda að Skoda, sem tilheyrir Volswagen bílafjölskyldunni væri einmitt slíkt merki, en nú er svo komið með Skoda bíla að þeir teljast ekki lengi svo ódýrir, enda kynnir Skoda hvern gæðabílinn á fætur öðrum sem eðlilega kosta fyrir vikið skildinginn. Sem dæmi um það er að Skoda Octavia kostar nú 400 evrum meira en Volkswagen Golf í Þýskalandi. Með þessari aðgerð sinni fetar Volkswagen sömu slóðir og Renault gerir með hið rúmenska Dacia merki og hefur reynst svo vel. Volkswagen horfir mjög til Kína með hið ódýra bílamerki sitt sem enn hefur ekki hlotið nafn. Fleiri lönd eru þó undir og þá lönd sem talist geta vanþróuð eða síður þróuð en flest vestræn lönd. Framleiðsla þessara ódýru bíla mun í fyrstu eingöngu fara fram í Kína. Fyrstu bílarnir verða smár fólksbíll og miðlungsstærðar jepplingur. Fólksbíllinn á að kosta um 10.000 evrur, eða 1.170.000 krónur en jepplingurinn mun þó verða á nokkru hærra verði. Bílarnir verða á PQ35 undirvagni Volkswagen, þeim sem var undir fimmtu kynslóð Golf bílsins, en núverandi gerð Golf er af sjöundu kynslóð. Jepplingurinn verður í boði bæði fjórhjóladrifinn og framhjóladrifinn. Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent
Í október árið 2012 komu fyrst þær fréttir úr herbúðum Volkswagen að fyrirtækið hyggðist stofna nýtt bílamerki sem framleiða ætti mjög ódýra bíla fyrir fjarlæga markaði. Er þá átt við lönd þar sem lítill markaður er fyrir dýra bíla og svo til eingöngu seljast ódýrir bílar. Nú berast þær fréttir frá Wolfsburg að slíkt merki verði kynnt árið 2019. Margir myndu halda að Skoda, sem tilheyrir Volswagen bílafjölskyldunni væri einmitt slíkt merki, en nú er svo komið með Skoda bíla að þeir teljast ekki lengi svo ódýrir, enda kynnir Skoda hvern gæðabílinn á fætur öðrum sem eðlilega kosta fyrir vikið skildinginn. Sem dæmi um það er að Skoda Octavia kostar nú 400 evrum meira en Volkswagen Golf í Þýskalandi. Með þessari aðgerð sinni fetar Volkswagen sömu slóðir og Renault gerir með hið rúmenska Dacia merki og hefur reynst svo vel. Volkswagen horfir mjög til Kína með hið ódýra bílamerki sitt sem enn hefur ekki hlotið nafn. Fleiri lönd eru þó undir og þá lönd sem talist geta vanþróuð eða síður þróuð en flest vestræn lönd. Framleiðsla þessara ódýru bíla mun í fyrstu eingöngu fara fram í Kína. Fyrstu bílarnir verða smár fólksbíll og miðlungsstærðar jepplingur. Fólksbíllinn á að kosta um 10.000 evrur, eða 1.170.000 krónur en jepplingurinn mun þó verða á nokkru hærra verði. Bílarnir verða á PQ35 undirvagni Volkswagen, þeim sem var undir fimmtu kynslóð Golf bílsins, en núverandi gerð Golf er af sjöundu kynslóð. Jepplingurinn verður í boði bæði fjórhjóladrifinn og framhjóladrifinn.
Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent