Velski kennarinn sem vísað var frá borði í Keflavík: „Mér leið eins og glæpamanni“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. febrúar 2017 08:36 Maðurinn millilenti á Keflavíkurflugvelli á leið sinni til Bandaríkjanna. vísir/anton brink. Velskum kennara sem vísað var frá borði flugvélar í Keflavík þann 16. febrúar síðastliðinn þar sem hann var á leið til Bandaríkjanna segir í samtali við breska fjölmiðla að sér hafi liðið eins og glæpamanni. Hann hafi verið svo áhyggjufullur vegna þess sem gerðist að hann hafi hvorki borðað né sofið í tvo daga. Ástæðan fyrir því að honum var vísað frá borði og ekki leyft að ferðast áfram til New York þangað sem för hans var heitið er sögð sú að bandarísk yfirvöld vildu ekki leyfa honum að koma til Bandaríkjanna. Maðurinn heitir Juhel Miah og er múslimi frá Swansea. Hann var á ferð með öðrum kennurum og hóp af börnum á leið í skólaferð til New York. Eins og kunnugt er hafði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sett á ferðabann fólks frá sjö ríkjum þar sem múslimar eru í meirihluta en viku áður en Miah var meinað að fara til landsins hafði verið sett lögbann á ferðabann Trump.„Ég trúði ekki því sem var að gerast“Í umfjöllun Guardian um málið segir að bæði samstarfsmönnum Miah og nemendum hans hafi verið mjög brugðið þegar hann var færður frá borði í Keflavík. Miah segir að skömmu áður en vélin hafi átt að fara í loftið hafi starfsmaður komið til hans sem sagði honum að hann gæti ekki farið um borð í vélina. „Allir störðu á mig. Á meðan ég var að ná í farangurinn minn voru krakkarnir og samstarfsmenn mínir mjög ringlaðir. Ég trúði ekki því sem var að gerast. Það var verið að fylgja mér út. Mér leið eins og glæpamanni, ég gat ekki talað, ég var bara orðlaus,“ segir Miah. Það var farið með hann á hótel en lýsingar Miah á dvölinni þar eru ófagrar.Hafa óskað eftir útskýringum á málinu „Ég beið í tvo tíma í herberginu. Það var hræðilegt. Rúmfötin voru götótt, það var skítugur poki undir rúminu og loftljósið virkaði ekki heldur bara lampinn. Batteríið í símanum mínum var að klárast svo ég fór og kíkti á ferðatöskuna mína. Þá sá ég að hengilásinn á henni var horfinn. Ég var svo hræddur að ég borðaði hvorki né svaf í tvo daga,“ segir Miah. Vinnuveitandi Miah hefur óskað eftir útskýringum frá sendiráði Bandaríkjanna í London á því hvers vegna honum var meinað að ferðast til landsins. Þá hyggjast velskir stjórnmálamenn beita sér í málinu en á vef Guardian er haft eftir vinnuveitanda Miah að hann sé breskur ríkisborgari og ekki með tvöfalt ríkisfang. Þá hafi hann verið með gilda vegabréfsáritun til Bandaríkjanna. Donald Trump Tengdar fréttir Velskum kennara vísað frá borði í Keflavík Ástæðan er sögð vera sú að bandarísk yfirvöld vildu ekki leyfa kennaranum að koma til Bandaríkjanna. 20. febrúar 2017 17:59 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira
Velskum kennara sem vísað var frá borði flugvélar í Keflavík þann 16. febrúar síðastliðinn þar sem hann var á leið til Bandaríkjanna segir í samtali við breska fjölmiðla að sér hafi liðið eins og glæpamanni. Hann hafi verið svo áhyggjufullur vegna þess sem gerðist að hann hafi hvorki borðað né sofið í tvo daga. Ástæðan fyrir því að honum var vísað frá borði og ekki leyft að ferðast áfram til New York þangað sem för hans var heitið er sögð sú að bandarísk yfirvöld vildu ekki leyfa honum að koma til Bandaríkjanna. Maðurinn heitir Juhel Miah og er múslimi frá Swansea. Hann var á ferð með öðrum kennurum og hóp af börnum á leið í skólaferð til New York. Eins og kunnugt er hafði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sett á ferðabann fólks frá sjö ríkjum þar sem múslimar eru í meirihluta en viku áður en Miah var meinað að fara til landsins hafði verið sett lögbann á ferðabann Trump.„Ég trúði ekki því sem var að gerast“Í umfjöllun Guardian um málið segir að bæði samstarfsmönnum Miah og nemendum hans hafi verið mjög brugðið þegar hann var færður frá borði í Keflavík. Miah segir að skömmu áður en vélin hafi átt að fara í loftið hafi starfsmaður komið til hans sem sagði honum að hann gæti ekki farið um borð í vélina. „Allir störðu á mig. Á meðan ég var að ná í farangurinn minn voru krakkarnir og samstarfsmenn mínir mjög ringlaðir. Ég trúði ekki því sem var að gerast. Það var verið að fylgja mér út. Mér leið eins og glæpamanni, ég gat ekki talað, ég var bara orðlaus,“ segir Miah. Það var farið með hann á hótel en lýsingar Miah á dvölinni þar eru ófagrar.Hafa óskað eftir útskýringum á málinu „Ég beið í tvo tíma í herberginu. Það var hræðilegt. Rúmfötin voru götótt, það var skítugur poki undir rúminu og loftljósið virkaði ekki heldur bara lampinn. Batteríið í símanum mínum var að klárast svo ég fór og kíkti á ferðatöskuna mína. Þá sá ég að hengilásinn á henni var horfinn. Ég var svo hræddur að ég borðaði hvorki né svaf í tvo daga,“ segir Miah. Vinnuveitandi Miah hefur óskað eftir útskýringum frá sendiráði Bandaríkjanna í London á því hvers vegna honum var meinað að ferðast til landsins. Þá hyggjast velskir stjórnmálamenn beita sér í málinu en á vef Guardian er haft eftir vinnuveitanda Miah að hann sé breskur ríkisborgari og ekki með tvöfalt ríkisfang. Þá hafi hann verið með gilda vegabréfsáritun til Bandaríkjanna.
Donald Trump Tengdar fréttir Velskum kennara vísað frá borði í Keflavík Ástæðan er sögð vera sú að bandarísk yfirvöld vildu ekki leyfa kennaranum að koma til Bandaríkjanna. 20. febrúar 2017 17:59 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira
Velskum kennara vísað frá borði í Keflavík Ástæðan er sögð vera sú að bandarísk yfirvöld vildu ekki leyfa kennaranum að koma til Bandaríkjanna. 20. febrúar 2017 17:59