Mjög sárt þegar allir fluttu burt úr Flatey á Skjálfanda Kristján Már Unnarsson skrifar 20. febrúar 2017 20:45 Hálf öld er í ár liðin frá einum sérkennilegasta atburði byggðasögu Íslands þegar allir íbúar Flateyjar á Skjálfanda ákváðu saman að flytja brott. Eyjan hefur síðan verið í eyði. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við tvo gamla Flateyinga. Þegar flest var árið 1952 bjuggu 129 manns í Flatey en upp úr því fækkaði. Síðustu fimmtíu íbúarnir fluttu árið 1967 og birtust fréttir af því þegar bátarnir komu með búslóðirnar til Húsavíkur. Bryggjan var aðalathafnasvæðið í Flatey.Mynd/Ljósmyndasafn Þingeyinga.Gamlir Flateyingar og afkomendur þeirra nýta eyna til orlofsdvalar á sumrin, þeirra á meðal Erla Ragnarsdóttir frá Sæbergi. Hún man vel eftir því þegar allir ákváðu saman að flytja brott og segir að það hafi verið mjög sárt. „Eins og afi minn, til dæmis. Hann vildi ekki fara. Það var mjög erfitt fyrir hann,“ segir Erla. „Ég held að það hafi verið þung spor hjá mörgum að hverfa héðan burtu. Í svona yndislegu umhverfi,“ segir Guðmundur Aðalbjörn Hólmgeirsson, frá Grund í Flatey.Alli Hólmgeirs í kirkjunni í Flatey.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Þau Guðmundur og Erla telja bæði að vegið hafi þungt að foreldrarnir stóðu frammi fyrir því að senda börnin burt þegar fækkaði í skóla Flateyinga og ekki fékkst kennari. Athyglisvert er að byggðin í Grímsey hélt velli á sama tíma. „Það virðist ekki hafa fækkað í Grímsey eins og gerðist hér á nokkuð löngum tíma. Á hverju ári fækkaði eitthvað þangað til þetta virðist vera bara þannig að það er ekki hægt að halda úti skóla,“ segir Alli Hólmgeirs, eins og hann er jafnan kallaður fyrir norðan.Hvert heimili átti sinn bát og skúr og aðgerðakassa á bryggjunni.Mynd/Ljósmyndasafn Þingeyinga.Húsavík sogaði einnig til sín fólk á þessum árum og þangað fluttu flestir Flateyingar en þar var uppgangur vegna byggingar Kísiliðjunnar við Mývatn. Fjallað er um Flatey á Skjálfanda í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins. Um land allt Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Stórhvelin taka yfir sem stjörnur Skjálfandaflóa Stórhveli eins og hnúfubakur eru að taka við af smáhvölum sem aðalsýningardýrin í hvalaskoðun frá Húsavík. 23. júní 2016 19:15 Kallaðir "Ewingar” þegar olíuborinn kom í Flatey Fyrst var borað eftir olíu á Íslandi í Flatey á Skjálfanda þegar Dallas var vinsælasti sjónvarpsþátturinn. 16. júlí 2016 13:00 Kríu og lunda fjölgar í Flatey á Skjálfanda Kríu hefur fjölgað á ný við Skjálfanda í sumar og gamlir Flateyingar segja kríufjöldann í eynni nú gríðarlegan. 24. júní 2016 20:45 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Sjá meira
Hálf öld er í ár liðin frá einum sérkennilegasta atburði byggðasögu Íslands þegar allir íbúar Flateyjar á Skjálfanda ákváðu saman að flytja brott. Eyjan hefur síðan verið í eyði. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við tvo gamla Flateyinga. Þegar flest var árið 1952 bjuggu 129 manns í Flatey en upp úr því fækkaði. Síðustu fimmtíu íbúarnir fluttu árið 1967 og birtust fréttir af því þegar bátarnir komu með búslóðirnar til Húsavíkur. Bryggjan var aðalathafnasvæðið í Flatey.Mynd/Ljósmyndasafn Þingeyinga.Gamlir Flateyingar og afkomendur þeirra nýta eyna til orlofsdvalar á sumrin, þeirra á meðal Erla Ragnarsdóttir frá Sæbergi. Hún man vel eftir því þegar allir ákváðu saman að flytja brott og segir að það hafi verið mjög sárt. „Eins og afi minn, til dæmis. Hann vildi ekki fara. Það var mjög erfitt fyrir hann,“ segir Erla. „Ég held að það hafi verið þung spor hjá mörgum að hverfa héðan burtu. Í svona yndislegu umhverfi,“ segir Guðmundur Aðalbjörn Hólmgeirsson, frá Grund í Flatey.Alli Hólmgeirs í kirkjunni í Flatey.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Þau Guðmundur og Erla telja bæði að vegið hafi þungt að foreldrarnir stóðu frammi fyrir því að senda börnin burt þegar fækkaði í skóla Flateyinga og ekki fékkst kennari. Athyglisvert er að byggðin í Grímsey hélt velli á sama tíma. „Það virðist ekki hafa fækkað í Grímsey eins og gerðist hér á nokkuð löngum tíma. Á hverju ári fækkaði eitthvað þangað til þetta virðist vera bara þannig að það er ekki hægt að halda úti skóla,“ segir Alli Hólmgeirs, eins og hann er jafnan kallaður fyrir norðan.Hvert heimili átti sinn bát og skúr og aðgerðakassa á bryggjunni.Mynd/Ljósmyndasafn Þingeyinga.Húsavík sogaði einnig til sín fólk á þessum árum og þangað fluttu flestir Flateyingar en þar var uppgangur vegna byggingar Kísiliðjunnar við Mývatn. Fjallað er um Flatey á Skjálfanda í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins.
Um land allt Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Stórhvelin taka yfir sem stjörnur Skjálfandaflóa Stórhveli eins og hnúfubakur eru að taka við af smáhvölum sem aðalsýningardýrin í hvalaskoðun frá Húsavík. 23. júní 2016 19:15 Kallaðir "Ewingar” þegar olíuborinn kom í Flatey Fyrst var borað eftir olíu á Íslandi í Flatey á Skjálfanda þegar Dallas var vinsælasti sjónvarpsþátturinn. 16. júlí 2016 13:00 Kríu og lunda fjölgar í Flatey á Skjálfanda Kríu hefur fjölgað á ný við Skjálfanda í sumar og gamlir Flateyingar segja kríufjöldann í eynni nú gríðarlegan. 24. júní 2016 20:45 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Sjá meira
Stórhvelin taka yfir sem stjörnur Skjálfandaflóa Stórhveli eins og hnúfubakur eru að taka við af smáhvölum sem aðalsýningardýrin í hvalaskoðun frá Húsavík. 23. júní 2016 19:15
Kallaðir "Ewingar” þegar olíuborinn kom í Flatey Fyrst var borað eftir olíu á Íslandi í Flatey á Skjálfanda þegar Dallas var vinsælasti sjónvarpsþátturinn. 16. júlí 2016 13:00
Kríu og lunda fjölgar í Flatey á Skjálfanda Kríu hefur fjölgað á ný við Skjálfanda í sumar og gamlir Flateyingar segja kríufjöldann í eynni nú gríðarlegan. 24. júní 2016 20:45