Vilja byggja upp eigin árásagetu Samúel Karl Ólason skrifar 8. mars 2017 16:56 Eldflaugavarnarkerfi af gerðinni PAC-3 í Japan. Vísir/AFP Áhrifamiklir ráðamenn í Japan hafa verulegar áhyggjur af eldflauga- og kjarnorkuvopnatilraunum Norður-Kóreu og vilja byggja upp árásagetu Japan. Þannig geti Japan jafnvel gert eigin árásir á skotstaði Norður-Kóreu. Hingað til hafa yfirvöld í Japan ekki viljað koma upp eigin sprengjuflugvélum og eldflaugum, en slíkt myndi kosta ríkið mjög mikið. Þess í stað hefur Japan treyst á bandamenn sína í Bandaríkjunum. Aukin hernaðarumsvif Norður-Kóreu og þá sérstaklega tilraun þeirra um helgina, sem líkti eftir kjarnorkuárás á herstöðvar Bandaríkjanna í Japan, hafa hins valdið usla í Japan. „Ef ráðist yrði á okkur með flugvélum og skipum myndum við skjóta á móti. Að skjóta á land sem er að skjóta eldflaugum á okkur er ekkert öðruvísi. Tæknin hefur breyst og það sama má segja um eðli átaka,“ segir Itsunori Onodera, fyrrum varnarmálaráðherra Japan, við Reuters fréttaveituna. Það gæti sum sé verið betri áætlun að skjóta bogamanninn, frekar en að skjóta örvarnar hans niður, eins og Reuters orðar það. Eftir seinni heimstyrjöldina var það tekið fram í stjórnarskrá Japan að varnarlið landsins væri einmitt það. Varnarlið. Japanar hafa hins vegar verið að teygja á því ákvæði stjórnarskrárinnar um árabil. Vopn sem gætu verið notuð til að gera árásir á Norður-Kóreu myndu einnig drífa að austurströnd Kína og slíkri uppbyggingu yrði líklega ekki tekið fagnandi í Peking. Ondero segir þó að Kína búi yfir fjölda eldflauga sem þeir geti skotið að Japan. Alþjóðasamfélagið myndi líklega ekki sína mikla samúð. Einn heimildarmaður Reuters segir að ef fleiri en þremur eldflaugum yrði skotið að Japan, væri það of mikið fyrir eldflaugavarnarkerfi landsins. Mikil uppbygging á því kerfi er þó fyrirhuguð. Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Erlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Sjá meira
Áhrifamiklir ráðamenn í Japan hafa verulegar áhyggjur af eldflauga- og kjarnorkuvopnatilraunum Norður-Kóreu og vilja byggja upp árásagetu Japan. Þannig geti Japan jafnvel gert eigin árásir á skotstaði Norður-Kóreu. Hingað til hafa yfirvöld í Japan ekki viljað koma upp eigin sprengjuflugvélum og eldflaugum, en slíkt myndi kosta ríkið mjög mikið. Þess í stað hefur Japan treyst á bandamenn sína í Bandaríkjunum. Aukin hernaðarumsvif Norður-Kóreu og þá sérstaklega tilraun þeirra um helgina, sem líkti eftir kjarnorkuárás á herstöðvar Bandaríkjanna í Japan, hafa hins valdið usla í Japan. „Ef ráðist yrði á okkur með flugvélum og skipum myndum við skjóta á móti. Að skjóta á land sem er að skjóta eldflaugum á okkur er ekkert öðruvísi. Tæknin hefur breyst og það sama má segja um eðli átaka,“ segir Itsunori Onodera, fyrrum varnarmálaráðherra Japan, við Reuters fréttaveituna. Það gæti sum sé verið betri áætlun að skjóta bogamanninn, frekar en að skjóta örvarnar hans niður, eins og Reuters orðar það. Eftir seinni heimstyrjöldina var það tekið fram í stjórnarskrá Japan að varnarlið landsins væri einmitt það. Varnarlið. Japanar hafa hins vegar verið að teygja á því ákvæði stjórnarskrárinnar um árabil. Vopn sem gætu verið notuð til að gera árásir á Norður-Kóreu myndu einnig drífa að austurströnd Kína og slíkri uppbyggingu yrði líklega ekki tekið fagnandi í Peking. Ondero segir þó að Kína búi yfir fjölda eldflauga sem þeir geti skotið að Japan. Alþjóðasamfélagið myndi líklega ekki sína mikla samúð. Einn heimildarmaður Reuters segir að ef fleiri en þremur eldflaugum yrði skotið að Japan, væri það of mikið fyrir eldflaugavarnarkerfi landsins. Mikil uppbygging á því kerfi er þó fyrirhuguð.
Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Erlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Sjá meira