Þingmenn hjóluðu í ráðherra vegna niðurskurðar á samgönguáætlun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. mars 2017 16:07 Þingmenn létu Jón Gunnarsson samgönguráðherra heyra það á þingi í dag. vísir Fjöldi þingmanna, aðallega úr stjórnarandstöðunni, kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta og gagnrýndu Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, harðlega vegna niðurskurðar sem gera þarf á samgönguáætlun í ár.Greint var frá því fyrir helgi að vegna þess að ekki fengust nægilegar fjárveitingar á fjárlögum þessa árs fyrir öllum þeim framkvæmdum sem kveðið er á um í samgönguáætlun þurfi að skera niður framkvæmdir á mörgum stöðum. Á meðal þeirra framkvæmda sem lenda undir niðurskurðarhnífnum, samkvæmt ákvörðun samgönguráðherra, eru vegur um um Teigsskóg, Dettifossvegur, hringvegurinn í Berufirði og ný brú yfir Hornafjarðarfljót. Gagnrýndu þingmennirnir að ráðherrann tæki ákvörðun um hvaða verkefni yrðu skorin niður án samráðs við Alþingi.Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, tók fyrstur til máls og sagði málið vera „undarlega leikfléttu samgönguráðherra.“ Aðgerðirnar sem hann boðaði í samgöngumálum hefðu vakið furðu margra þingmanna og þá hefði þyrmt yfir marga á landsbyggðinni. „Ráðherra hefur farið óvarlega með vald sitt sem honum hefur nýlega verið gefið og vinnubrögð sem þessi munu ekki lúta neinum friði og það er mál að þingið láti til sín taka,“ sagði Guðjón. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, kom því næst í pontu og tók undir orð Guðjóns. „Það er algjörlega óboðlegt, ekki aðeins þegar Alþingi hefur samþykkt samgönguáætlun, heldur hefur Alþingi náð samstöðu um það hér við gerð fjárlaga hvernig eigi að forgangsraða fjármunum til samgöngumála, að framkvæmdavaldið telji sér heimilt að fara fram gegn vilja Alþingis með þessum hætti,“ sagði Katrín. Hún sagði það ekki að furða að fólk um allt land væri ósátt við þessa framgöngu ráðherrans en á meðal þeirra sem hafa mótmælt niðurskurðinum mjög eru íbúar í Berufirði sem lokuðu hringveginum í gær í mótælaskyni.„Ólíðandi og óþolandi“ Við umræðuna á þingi í dag kom fram að Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, hefði óskað eftir sérstakri umræðu á þingi um málið en áður hafði verið greint frá því að Valgerður Gunnarsdóttir, formaður umhverfis-og samgöngunefndar þingsins og samflokkskona ráðherra, hefði boðað hann á fund nefndarinnar í vikunni. Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði það með öllu „ólíðandi og óþolandi“ að ráðherrann gæti tekið ákvarðanir sem þessar einn síns liðs án samráðs við Alþingi. Hún sagði skiljanlega reiði krauma í samfélaginu vegna málsins og hvatti ráðherrann til að koma með það inn til þingsins svo hægt verði að ræða það efnislega. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, sagði að svo virtist vera sem ráðherrann ráði þrátt fyrir að hér á landi ríki þingræði og rifjaði hún upp í því sambandi þegar Gunnar Bragi Sveinsson, þáverandi utanríkisráðherra, sleit aðildarviðræðum við Evrópusambandið án samráðs við Alþingi. „Mig langar að heyra hvað háttvirtum þingmönnum meirihlutans finnst um þetta gerræði ráðherrans og það væri mjög gagnlegt að heyra hvað ráðherrar ríkisstjórnarinnar finnst um þessi vinnubrögð, hvort þetta sé fúsk eða hvort þetta séu fagleg og vönduð vinnubrögð?“„Hér erum við komin með ráðherra sem virðist líta á sig sem hinn nýja sólkonung“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, líkti svo samgönguráðherra við Loðvík 14. sem þekktur varð sem „sólkonungurinn.“ „Málið er ekki svo einfalt að það snúist bara um forgangsröðun verkefna eins og háttvirtur þingmaður Valgerður Gunnarsdóttir talaði um. Þetta snýst um valdmörk. Hér erum við komin með ráðherra sem virðist líta á sig sem hinn nýja sólkonung, hann sækir vald sitt eitthvert annað en hingað til Alþingis og ég vil þá bara beina því til frú forseta og þingmanna að við setjum á fót og skipuleggjum námskeið fyrir nýja þingmenn í valdmörkum.“ Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var einn þriggja þingmanna meirihlutans sem tóku þátt í umræðunum. Hann bað þingmenn um að velta fyrir sér með hvaða hætti hægt væri að beina umræðunni í skipulagðan og uppbyggilegan farveg í stað þess að ræða málið í fundarstjórn forseta með æsingi og upphrópunum. Alþingi Teigsskógur Tengdar fréttir Þjóðvegi 1 um Berufjörð lokað í mótmælaskyni: „Það er allt stopp hérna“ Íbúar í Berufirði hafa nú lokað þjóðvegi 1 sem liggur um fjörðinn. Vilja þeir með aðgerðinni mótmæla því að frestað hefur verið að endurnýja veginn um fjörðinn. 5. mars 2017 14:41 Mótmæli sveitunga munu engu breyta Samgönguráðherra segist skilja vel gremju fólks vegna niðurskurðar á samgönguáætlun. Um 200 íbúar í Berufjarðarbotni og nærsveitum lokuðu þjóðvegi 1 í tvær klukkustundir í gær með um 60 bílum. 6. mars 2017 06:00 Gagnrýna boðaðan niðurskurð í samgöngumálum á Vestfjörðum Samtök atvinnurekenda á sunnanverðum Vestfjörðum gagnrýna harðlega boðaðn niðurskurð ríkisstjórnarinnar á samgönguáætlun og segja hann koma langverst niður á Vestfjörðum. 5. mars 2017 17:51 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Sjá meira
Fjöldi þingmanna, aðallega úr stjórnarandstöðunni, kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta og gagnrýndu Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, harðlega vegna niðurskurðar sem gera þarf á samgönguáætlun í ár.Greint var frá því fyrir helgi að vegna þess að ekki fengust nægilegar fjárveitingar á fjárlögum þessa árs fyrir öllum þeim framkvæmdum sem kveðið er á um í samgönguáætlun þurfi að skera niður framkvæmdir á mörgum stöðum. Á meðal þeirra framkvæmda sem lenda undir niðurskurðarhnífnum, samkvæmt ákvörðun samgönguráðherra, eru vegur um um Teigsskóg, Dettifossvegur, hringvegurinn í Berufirði og ný brú yfir Hornafjarðarfljót. Gagnrýndu þingmennirnir að ráðherrann tæki ákvörðun um hvaða verkefni yrðu skorin niður án samráðs við Alþingi.Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, tók fyrstur til máls og sagði málið vera „undarlega leikfléttu samgönguráðherra.“ Aðgerðirnar sem hann boðaði í samgöngumálum hefðu vakið furðu margra þingmanna og þá hefði þyrmt yfir marga á landsbyggðinni. „Ráðherra hefur farið óvarlega með vald sitt sem honum hefur nýlega verið gefið og vinnubrögð sem þessi munu ekki lúta neinum friði og það er mál að þingið láti til sín taka,“ sagði Guðjón. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, kom því næst í pontu og tók undir orð Guðjóns. „Það er algjörlega óboðlegt, ekki aðeins þegar Alþingi hefur samþykkt samgönguáætlun, heldur hefur Alþingi náð samstöðu um það hér við gerð fjárlaga hvernig eigi að forgangsraða fjármunum til samgöngumála, að framkvæmdavaldið telji sér heimilt að fara fram gegn vilja Alþingis með þessum hætti,“ sagði Katrín. Hún sagði það ekki að furða að fólk um allt land væri ósátt við þessa framgöngu ráðherrans en á meðal þeirra sem hafa mótmælt niðurskurðinum mjög eru íbúar í Berufirði sem lokuðu hringveginum í gær í mótælaskyni.„Ólíðandi og óþolandi“ Við umræðuna á þingi í dag kom fram að Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, hefði óskað eftir sérstakri umræðu á þingi um málið en áður hafði verið greint frá því að Valgerður Gunnarsdóttir, formaður umhverfis-og samgöngunefndar þingsins og samflokkskona ráðherra, hefði boðað hann á fund nefndarinnar í vikunni. Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði það með öllu „ólíðandi og óþolandi“ að ráðherrann gæti tekið ákvarðanir sem þessar einn síns liðs án samráðs við Alþingi. Hún sagði skiljanlega reiði krauma í samfélaginu vegna málsins og hvatti ráðherrann til að koma með það inn til þingsins svo hægt verði að ræða það efnislega. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, sagði að svo virtist vera sem ráðherrann ráði þrátt fyrir að hér á landi ríki þingræði og rifjaði hún upp í því sambandi þegar Gunnar Bragi Sveinsson, þáverandi utanríkisráðherra, sleit aðildarviðræðum við Evrópusambandið án samráðs við Alþingi. „Mig langar að heyra hvað háttvirtum þingmönnum meirihlutans finnst um þetta gerræði ráðherrans og það væri mjög gagnlegt að heyra hvað ráðherrar ríkisstjórnarinnar finnst um þessi vinnubrögð, hvort þetta sé fúsk eða hvort þetta séu fagleg og vönduð vinnubrögð?“„Hér erum við komin með ráðherra sem virðist líta á sig sem hinn nýja sólkonung“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, líkti svo samgönguráðherra við Loðvík 14. sem þekktur varð sem „sólkonungurinn.“ „Málið er ekki svo einfalt að það snúist bara um forgangsröðun verkefna eins og háttvirtur þingmaður Valgerður Gunnarsdóttir talaði um. Þetta snýst um valdmörk. Hér erum við komin með ráðherra sem virðist líta á sig sem hinn nýja sólkonung, hann sækir vald sitt eitthvert annað en hingað til Alþingis og ég vil þá bara beina því til frú forseta og þingmanna að við setjum á fót og skipuleggjum námskeið fyrir nýja þingmenn í valdmörkum.“ Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var einn þriggja þingmanna meirihlutans sem tóku þátt í umræðunum. Hann bað þingmenn um að velta fyrir sér með hvaða hætti hægt væri að beina umræðunni í skipulagðan og uppbyggilegan farveg í stað þess að ræða málið í fundarstjórn forseta með æsingi og upphrópunum.
Alþingi Teigsskógur Tengdar fréttir Þjóðvegi 1 um Berufjörð lokað í mótmælaskyni: „Það er allt stopp hérna“ Íbúar í Berufirði hafa nú lokað þjóðvegi 1 sem liggur um fjörðinn. Vilja þeir með aðgerðinni mótmæla því að frestað hefur verið að endurnýja veginn um fjörðinn. 5. mars 2017 14:41 Mótmæli sveitunga munu engu breyta Samgönguráðherra segist skilja vel gremju fólks vegna niðurskurðar á samgönguáætlun. Um 200 íbúar í Berufjarðarbotni og nærsveitum lokuðu þjóðvegi 1 í tvær klukkustundir í gær með um 60 bílum. 6. mars 2017 06:00 Gagnrýna boðaðan niðurskurð í samgöngumálum á Vestfjörðum Samtök atvinnurekenda á sunnanverðum Vestfjörðum gagnrýna harðlega boðaðn niðurskurð ríkisstjórnarinnar á samgönguáætlun og segja hann koma langverst niður á Vestfjörðum. 5. mars 2017 17:51 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Sjá meira
Þjóðvegi 1 um Berufjörð lokað í mótmælaskyni: „Það er allt stopp hérna“ Íbúar í Berufirði hafa nú lokað þjóðvegi 1 sem liggur um fjörðinn. Vilja þeir með aðgerðinni mótmæla því að frestað hefur verið að endurnýja veginn um fjörðinn. 5. mars 2017 14:41
Mótmæli sveitunga munu engu breyta Samgönguráðherra segist skilja vel gremju fólks vegna niðurskurðar á samgönguáætlun. Um 200 íbúar í Berufjarðarbotni og nærsveitum lokuðu þjóðvegi 1 í tvær klukkustundir í gær með um 60 bílum. 6. mars 2017 06:00
Gagnrýna boðaðan niðurskurð í samgöngumálum á Vestfjörðum Samtök atvinnurekenda á sunnanverðum Vestfjörðum gagnrýna harðlega boðaðn niðurskurð ríkisstjórnarinnar á samgönguáætlun og segja hann koma langverst niður á Vestfjörðum. 5. mars 2017 17:51