Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - ÍR 79-72 | Logi leiddi Njarðvíkinga í mark Aron Ingi Valtýsson í Ljónagryfjunni skrifar 6. mars 2017 22:15 Logi skoraði 26 stig, þar af 20 í seinni hálfleik. Vísir/Ernir Njarðvík á enn möguleika á að komast í úrslitakeppni Domino's deildar karla eftir 79-72 sigur á ÍR í hörkuleik í Ljónagryfjunni í kvöld. Það fór ekki framhjá neinum í byrjun leiks að stuðningsmenn ÍR-inga voru mættir í Ljónagryfjuna. Og ekki minnkaði stuðið hjá gestunum þegar Quincy Hankins-Cole byrjaði leikinn með tveimur alley-oop troðslum. Eftir það skiptust liðin á að skora og eiga dómararnir hrós skilið fyrir að leyfa leiknum að fljóta og ekki að að dæma að óþarfi. Allt í járnum eftir fyrsta leikhluta 18-18. Leikhlutinn fór rólega af stað en þegar líða fór á leikinn fóru menn að takast meira á og fór að færast meira fjör í leikinn. Þegar 6 mínútur voru búnar voru Njarðvíkingar komnir með sex stiga forustu. Skyndilega fóru Njarðvíkingar að gera afdrifarík mistök. Taka léleg skot og hentu boltanum frá sér. Jóhann Árni Ólafsson kláraði slæman leikhluta með tæknivillu. ÍR-ingar gengu á lagið og unnu leikhlutann með fjórum stigum 33-37. Það stefndi allt í að ÍR ætluðu að stinga heimamenn af í byrjun seinni hálfleiks en eftir að Matthías Orri Sigurðarson klikkaði úr opnu þriggja stiga skoti sem hefði komið gestunum 10 stigum yfir tók Logi Gunnarsson til sinna ráða og setti niður 8 stig á stuttum kafla og Jóhann Árni Ólafsson setti niður stóran þrist þegar 3 mínútur voru eftir. ÍR ætluðu ekki að láta fara illa með sig og jafnaði Sveinbjörn Claessen leikinn þegar 30 sekúndur voru eftir af leikhlutanum. Fyrir síðasta leikfjórðunginn var staðan jöfn 61-61. Liðin skiptust á að skora í byrjun fjórða og var leikurinn hnífjafn. Eftir að Daníel tók leikhlé þegar 5 mínútur voru eftir náðu Njarðvíkingar að halda forystunni til leiksloka. Danero, einn af mikilvægustu leikmönnum ÍR, fékk dæmda á sig fimmtu villuna þegar 3:50 voru eftir að leiknum sem var virkilega slæmt fyrir ÍR. Síðustu mínútur leiksins voru engu að síður æsispennandi og börðust bæði lið til síðasta blóðdropa. Leikurinn endaði með 7 stiga sigri heimamanna, 79-72.Af hverju vann Njarðvík? Ástæðan fyrir því að Njarðvík vann hér í kvöld var að að þá langaði það meira.Bestu menn vallarins: Logi Gunnarsson var yfirburðar bestur á vellinum í kvöld. Þvílík tilþrif sem hann sýndi okkur í kvöld! Hann var með 26 stig, 5 þriggja stiga körfur og 5 stoðsendingar, ásamt því að spila frábæra vörn. Quincy Hankins-Cole fór fyrir gestunum og setti niður 32 stig og 13 fráköst. Hann var ósáttur við að vera ekki boðið á troðslukeppnina á Nettó-mótinu um helgina og ákvað að halda sína eigin troðslukeppni hér í kvöld.Tölfræðin sem vakti athygli: Hvorugt liðið hitti úr þriggja stiga skoti í fyrsta leikhluta en öll 13 skotin fyrir utan þriggja stiga línuna geiguðu. Þegar aðeins ein mínúta var eftir af þriðja leikhluta voru aðeins fjórir leikmenn búnir að skora hjá ÍR-ingum en sá fjórði var með 2 stig.Njarðvík-ÍR 79-72 (18-18, 15-19, 28-24, 18-11)Njarðvík: Logi Gunnarsson 26/5 stoðsendingar, Myron Dempsey 22/9 fráköst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Jeremy Martez Atkinson 9, Johann Arni Olafsson 8/7 fráköst, Snjólfur Marel Stefánsson 4, Björn Kristjánsson 4/6 fráköst, Jón Arnór Sverrisson 3/5 fráköst, Adam Eiður Ásgeirsson 3.ÍR: Quincy Hankins-Cole 32/13 fráköst, Matthías Orri Sigurðarson 21/6 fráköst/9 stoðsendingar, Danero Thomas 10/10 fráköst, Sveinbjörn Claessen 7, Hákon Örn Hjálmarsson 2, Daði Berg Grétarsson 0/6 fráköst.Bein lýsing: Njarðvík - ÍRDaníel: Verðum að fara í næsta leik til að sigra Daníel Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var sáttur með dýrmætan sigur sinna manna í kvöld eftir spennandi leik. „Við settumst niður í hálfleik og ræddum sama hvað væri besta að gera á móti þessu sterka liði ÍR. Þótt við náum að halda þeim í 37 stigum í fyrri hálfleik, þá vorum við óttalegir klaufar og vorum staðir í því sem við vorum að gera. En við fundum lausnir á því sem við gátum gert og gerðum það þokkalega vel og það skilaði okkur sigur hér í kvöld,“ sagði Daníel. Sigurinn skipti Njarðvíkinga miklu máli svo að þeir eigi möguleika á að komast í úrslitakeppnina. Daníel ætlar ekki að pæla í því að þeir þurfi að treysta á aðra heldur ætla þeir að treysta á sig sjálfa. „Við hugsum að við þurfum að vinna næsta leik, síðan sjáum við hvað gerist. Það er mjög erfitt að rína eitthvað í þetta núna, við þurfum bara að treista á okkur þó svo að við þurfum að treysta á aðra. En við stjórnum því ekkert, við verðum að fara í næsta leik til að sigra og ég veit við erum full færir um að gera það og að sýna þessa ákefð sem við sýndum hér í seinni hálfleik,“ sagði Daníel.Borche: Það er ekki auðvelt að spila á þessum velli Borche Ilievski, þjálfari ÍR, var svekktur eftir tapið en telur að sínir menn hafi spilað vel. „Það gekk ekkert illa í kvöld, þetta var frábær leikur. Mér leist vel á hvernig við spiluðum og hvernig við brugðumst við pressunni,“ sagði Borche. „Það er ekki auðvelt að spila á þessum velli og við vorum mjög nálægt því í kvöld. Því miður urðu Njarðvík nokkuð heppnir í lokin, við vorum ekki skipulagðir og tókum fljót skot. Kannski af því Danero fór fljótt útaf og þeir náðu að stoppa okkar leik,“ bætti þjálfarinn við.Tweets by @VisirKarfa2 Dominos-deild karla Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
Njarðvík á enn möguleika á að komast í úrslitakeppni Domino's deildar karla eftir 79-72 sigur á ÍR í hörkuleik í Ljónagryfjunni í kvöld. Það fór ekki framhjá neinum í byrjun leiks að stuðningsmenn ÍR-inga voru mættir í Ljónagryfjuna. Og ekki minnkaði stuðið hjá gestunum þegar Quincy Hankins-Cole byrjaði leikinn með tveimur alley-oop troðslum. Eftir það skiptust liðin á að skora og eiga dómararnir hrós skilið fyrir að leyfa leiknum að fljóta og ekki að að dæma að óþarfi. Allt í járnum eftir fyrsta leikhluta 18-18. Leikhlutinn fór rólega af stað en þegar líða fór á leikinn fóru menn að takast meira á og fór að færast meira fjör í leikinn. Þegar 6 mínútur voru búnar voru Njarðvíkingar komnir með sex stiga forustu. Skyndilega fóru Njarðvíkingar að gera afdrifarík mistök. Taka léleg skot og hentu boltanum frá sér. Jóhann Árni Ólafsson kláraði slæman leikhluta með tæknivillu. ÍR-ingar gengu á lagið og unnu leikhlutann með fjórum stigum 33-37. Það stefndi allt í að ÍR ætluðu að stinga heimamenn af í byrjun seinni hálfleiks en eftir að Matthías Orri Sigurðarson klikkaði úr opnu þriggja stiga skoti sem hefði komið gestunum 10 stigum yfir tók Logi Gunnarsson til sinna ráða og setti niður 8 stig á stuttum kafla og Jóhann Árni Ólafsson setti niður stóran þrist þegar 3 mínútur voru eftir. ÍR ætluðu ekki að láta fara illa með sig og jafnaði Sveinbjörn Claessen leikinn þegar 30 sekúndur voru eftir af leikhlutanum. Fyrir síðasta leikfjórðunginn var staðan jöfn 61-61. Liðin skiptust á að skora í byrjun fjórða og var leikurinn hnífjafn. Eftir að Daníel tók leikhlé þegar 5 mínútur voru eftir náðu Njarðvíkingar að halda forystunni til leiksloka. Danero, einn af mikilvægustu leikmönnum ÍR, fékk dæmda á sig fimmtu villuna þegar 3:50 voru eftir að leiknum sem var virkilega slæmt fyrir ÍR. Síðustu mínútur leiksins voru engu að síður æsispennandi og börðust bæði lið til síðasta blóðdropa. Leikurinn endaði með 7 stiga sigri heimamanna, 79-72.Af hverju vann Njarðvík? Ástæðan fyrir því að Njarðvík vann hér í kvöld var að að þá langaði það meira.Bestu menn vallarins: Logi Gunnarsson var yfirburðar bestur á vellinum í kvöld. Þvílík tilþrif sem hann sýndi okkur í kvöld! Hann var með 26 stig, 5 þriggja stiga körfur og 5 stoðsendingar, ásamt því að spila frábæra vörn. Quincy Hankins-Cole fór fyrir gestunum og setti niður 32 stig og 13 fráköst. Hann var ósáttur við að vera ekki boðið á troðslukeppnina á Nettó-mótinu um helgina og ákvað að halda sína eigin troðslukeppni hér í kvöld.Tölfræðin sem vakti athygli: Hvorugt liðið hitti úr þriggja stiga skoti í fyrsta leikhluta en öll 13 skotin fyrir utan þriggja stiga línuna geiguðu. Þegar aðeins ein mínúta var eftir af þriðja leikhluta voru aðeins fjórir leikmenn búnir að skora hjá ÍR-ingum en sá fjórði var með 2 stig.Njarðvík-ÍR 79-72 (18-18, 15-19, 28-24, 18-11)Njarðvík: Logi Gunnarsson 26/5 stoðsendingar, Myron Dempsey 22/9 fráköst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Jeremy Martez Atkinson 9, Johann Arni Olafsson 8/7 fráköst, Snjólfur Marel Stefánsson 4, Björn Kristjánsson 4/6 fráköst, Jón Arnór Sverrisson 3/5 fráköst, Adam Eiður Ásgeirsson 3.ÍR: Quincy Hankins-Cole 32/13 fráköst, Matthías Orri Sigurðarson 21/6 fráköst/9 stoðsendingar, Danero Thomas 10/10 fráköst, Sveinbjörn Claessen 7, Hákon Örn Hjálmarsson 2, Daði Berg Grétarsson 0/6 fráköst.Bein lýsing: Njarðvík - ÍRDaníel: Verðum að fara í næsta leik til að sigra Daníel Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var sáttur með dýrmætan sigur sinna manna í kvöld eftir spennandi leik. „Við settumst niður í hálfleik og ræddum sama hvað væri besta að gera á móti þessu sterka liði ÍR. Þótt við náum að halda þeim í 37 stigum í fyrri hálfleik, þá vorum við óttalegir klaufar og vorum staðir í því sem við vorum að gera. En við fundum lausnir á því sem við gátum gert og gerðum það þokkalega vel og það skilaði okkur sigur hér í kvöld,“ sagði Daníel. Sigurinn skipti Njarðvíkinga miklu máli svo að þeir eigi möguleika á að komast í úrslitakeppnina. Daníel ætlar ekki að pæla í því að þeir þurfi að treysta á aðra heldur ætla þeir að treysta á sig sjálfa. „Við hugsum að við þurfum að vinna næsta leik, síðan sjáum við hvað gerist. Það er mjög erfitt að rína eitthvað í þetta núna, við þurfum bara að treista á okkur þó svo að við þurfum að treysta á aðra. En við stjórnum því ekkert, við verðum að fara í næsta leik til að sigra og ég veit við erum full færir um að gera það og að sýna þessa ákefð sem við sýndum hér í seinni hálfleik,“ sagði Daníel.Borche: Það er ekki auðvelt að spila á þessum velli Borche Ilievski, þjálfari ÍR, var svekktur eftir tapið en telur að sínir menn hafi spilað vel. „Það gekk ekkert illa í kvöld, þetta var frábær leikur. Mér leist vel á hvernig við spiluðum og hvernig við brugðumst við pressunni,“ sagði Borche. „Það er ekki auðvelt að spila á þessum velli og við vorum mjög nálægt því í kvöld. Því miður urðu Njarðvík nokkuð heppnir í lokin, við vorum ekki skipulagðir og tókum fljót skot. Kannski af því Danero fór fljótt útaf og þeir náðu að stoppa okkar leik,“ bætti þjálfarinn við.Tweets by @VisirKarfa2
Dominos-deild karla Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira