Uber notar leyniforrit til að komast undan stjórnvöldum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. mars 2017 11:30 Uber segir í yfirlýsingu að forritið sé notað til þess að sigta út þá sem brjóti á notkunarskilmálum fyrirtækisins. Vísir/Getty Bandaríska leigubílaþjónustan Uber hefur nýtt sér leynilegt forrit til þess að komast undan stjórnvöldum sem vilja koma böndum á starfsemi fyrirtækisins. Þetta kemur fram á vef New York Times þar sem fjórir fyrrverandi og núverandi starfsmenn skutlþjónustunnar stíga fram með gögn sem sýna fram á tilvist forritsins, sem nefnist Greyball. Forritið gerir Uber kleyft að fylgjast með notendum smáforrits fyrirtækisins sem notað er til þess að panta skutl. Með því að safna saman upplýsingum um ferðir og greiðslukortagögnum gat fyrirtækið ákvarðað hvort að einstakir notendur væri á vegum yfirvalda og líklegir til þess að vera að safna upplýsingum um fyrirtækið. Með því gat Uber hætt við að senda bíla til þessara einstaklinga. Í umfjöllun New York Times er vitnað í dæmi frá Portland í Bandaríkjunum. Uber haslaði sér völl þar áður en fyrirtækið fékk tilskilin leyfi frá borgaryfirvöldum. Þar reyndu yfirvöld að safna saman gögnum um Uber, meðal annars með því að nota þjónustu fyrirtækisins. Með hjálp Greyball gat Uber þó áttað sig á því hvaða notendur væru á vegum yfirvalda í Portland og komið í veg fyrir að þeir gætu pantað sér skutl. Í umfjöllun New York Times segir að Greyball sé í notkun hjá Uber víðsvegar um heiminn, allt frá Bandaríkjunum til Kína. Uber segir í yfirlýsingu að forritið sé notað til þess að sigta út þá sem brjóti á notkunarskilmálum fyrirtæksins.Sjá má umfjöllun New York Times hér. Tengdar fréttir Uber rannsakar kynferðislega áreitni innan fyrirtækisins eftir ásakanir fyrrverandi starfsmanns Travis Kalanick, framkvæmdastjóri leigubílaþjónustunnar Uber, hefur fyrirskipað rannsókn á kynferðislegri áreitni innan fyrirtækisins. 20. febrúar 2017 12:41 Uber fær fyrrverandi dómsmálaráðherra til að rannsaka kynferðislega áreitni innan fyrirtækisins Leigubílafyrirtækið Uber hefur fengið Eric Holder, fyrrverandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, til þess að rannsaka kynferðislegri áreitni innan fyrirtækisins eftir ásakanir fyrrverandi starfsmanns Uber um kynjamisrétti og aðgerðarleysi þegar kemur að kynferðislegri áreitni. 21. febrúar 2017 22:00 Ekkert útlit fyrir Uber á Íslandi 541 leigubílaleyfi er virkt í ár en þau voru 537 árið 2008. Leyfum hefur því ekki fjölgað þrátt fyrir aukinn ferðamannastraum. Gefa þyrfti starfsemina frjálsa ef leyfum ætti að fjölga. Það myndi opna á komu Uber. 27. desember 2016 07:00 Forstjóri Uber hættir í ráðgjafaráði Trump Fólk var hvatt til að sniðganga fyrirtækið eftir innflytjendatilskipun Donalds Trump Bandaríkjaforseta. 2. febrúar 2017 22:39 Vilja koma með Uber til Íslands í framtíðinni Vilji er til þess að reka starfsemi Uber í Reykjavík í framtíðinni. Formlegt ferli til þess að koma starfseminni upp er ekki hafið. Erfitt væri að fá leyfi fyrir starfseminni samkvæmt lögum. 28. desember 2016 06:00 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Bandaríska leigubílaþjónustan Uber hefur nýtt sér leynilegt forrit til þess að komast undan stjórnvöldum sem vilja koma böndum á starfsemi fyrirtækisins. Þetta kemur fram á vef New York Times þar sem fjórir fyrrverandi og núverandi starfsmenn skutlþjónustunnar stíga fram með gögn sem sýna fram á tilvist forritsins, sem nefnist Greyball. Forritið gerir Uber kleyft að fylgjast með notendum smáforrits fyrirtækisins sem notað er til þess að panta skutl. Með því að safna saman upplýsingum um ferðir og greiðslukortagögnum gat fyrirtækið ákvarðað hvort að einstakir notendur væri á vegum yfirvalda og líklegir til þess að vera að safna upplýsingum um fyrirtækið. Með því gat Uber hætt við að senda bíla til þessara einstaklinga. Í umfjöllun New York Times er vitnað í dæmi frá Portland í Bandaríkjunum. Uber haslaði sér völl þar áður en fyrirtækið fékk tilskilin leyfi frá borgaryfirvöldum. Þar reyndu yfirvöld að safna saman gögnum um Uber, meðal annars með því að nota þjónustu fyrirtækisins. Með hjálp Greyball gat Uber þó áttað sig á því hvaða notendur væru á vegum yfirvalda í Portland og komið í veg fyrir að þeir gætu pantað sér skutl. Í umfjöllun New York Times segir að Greyball sé í notkun hjá Uber víðsvegar um heiminn, allt frá Bandaríkjunum til Kína. Uber segir í yfirlýsingu að forritið sé notað til þess að sigta út þá sem brjóti á notkunarskilmálum fyrirtæksins.Sjá má umfjöllun New York Times hér.
Tengdar fréttir Uber rannsakar kynferðislega áreitni innan fyrirtækisins eftir ásakanir fyrrverandi starfsmanns Travis Kalanick, framkvæmdastjóri leigubílaþjónustunnar Uber, hefur fyrirskipað rannsókn á kynferðislegri áreitni innan fyrirtækisins. 20. febrúar 2017 12:41 Uber fær fyrrverandi dómsmálaráðherra til að rannsaka kynferðislega áreitni innan fyrirtækisins Leigubílafyrirtækið Uber hefur fengið Eric Holder, fyrrverandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, til þess að rannsaka kynferðislegri áreitni innan fyrirtækisins eftir ásakanir fyrrverandi starfsmanns Uber um kynjamisrétti og aðgerðarleysi þegar kemur að kynferðislegri áreitni. 21. febrúar 2017 22:00 Ekkert útlit fyrir Uber á Íslandi 541 leigubílaleyfi er virkt í ár en þau voru 537 árið 2008. Leyfum hefur því ekki fjölgað þrátt fyrir aukinn ferðamannastraum. Gefa þyrfti starfsemina frjálsa ef leyfum ætti að fjölga. Það myndi opna á komu Uber. 27. desember 2016 07:00 Forstjóri Uber hættir í ráðgjafaráði Trump Fólk var hvatt til að sniðganga fyrirtækið eftir innflytjendatilskipun Donalds Trump Bandaríkjaforseta. 2. febrúar 2017 22:39 Vilja koma með Uber til Íslands í framtíðinni Vilji er til þess að reka starfsemi Uber í Reykjavík í framtíðinni. Formlegt ferli til þess að koma starfseminni upp er ekki hafið. Erfitt væri að fá leyfi fyrir starfseminni samkvæmt lögum. 28. desember 2016 06:00 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Uber rannsakar kynferðislega áreitni innan fyrirtækisins eftir ásakanir fyrrverandi starfsmanns Travis Kalanick, framkvæmdastjóri leigubílaþjónustunnar Uber, hefur fyrirskipað rannsókn á kynferðislegri áreitni innan fyrirtækisins. 20. febrúar 2017 12:41
Uber fær fyrrverandi dómsmálaráðherra til að rannsaka kynferðislega áreitni innan fyrirtækisins Leigubílafyrirtækið Uber hefur fengið Eric Holder, fyrrverandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, til þess að rannsaka kynferðislegri áreitni innan fyrirtækisins eftir ásakanir fyrrverandi starfsmanns Uber um kynjamisrétti og aðgerðarleysi þegar kemur að kynferðislegri áreitni. 21. febrúar 2017 22:00
Ekkert útlit fyrir Uber á Íslandi 541 leigubílaleyfi er virkt í ár en þau voru 537 árið 2008. Leyfum hefur því ekki fjölgað þrátt fyrir aukinn ferðamannastraum. Gefa þyrfti starfsemina frjálsa ef leyfum ætti að fjölga. Það myndi opna á komu Uber. 27. desember 2016 07:00
Forstjóri Uber hættir í ráðgjafaráði Trump Fólk var hvatt til að sniðganga fyrirtækið eftir innflytjendatilskipun Donalds Trump Bandaríkjaforseta. 2. febrúar 2017 22:39
Vilja koma með Uber til Íslands í framtíðinni Vilji er til þess að reka starfsemi Uber í Reykjavík í framtíðinni. Formlegt ferli til þess að koma starfseminni upp er ekki hafið. Erfitt væri að fá leyfi fyrir starfseminni samkvæmt lögum. 28. desember 2016 06:00