Aníta ætlar sér aftur í úrslit Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. mars 2017 08:00 Aníta bætti Íslandsmet sitt í 800 metra hlaupi innanhúss á Reykjavíkurleikunum í janúar. Vísir/Hanna Evrópumeistaramótið í frjálsíþróttum innanhúss fer fram í Belgrad í Serbíu um helgina og hefst í dag. Ísland á tvo keppendur á mótinu sem verða báðir í eldlínunni í dag – Aníta Hinriksdóttir keppir í 800 m hlaupi kvenna og Hlynur Andrésson í 3000 m hlaupi karla. Aníta er með þriðja besta tíma ársins af skráðum keppendum í greininni en þó vantar marga af sterkustu hlaupurum Evrópu í mótið, til að mynda alla þrjá evrópsku hlauparana sem komust í úrslit á Ólympíuleikunum í Ríó í sumar. Aníta virðist í frábæru formi eftir að hafa dvalið í Hollandi stærstan hluta vetrarins þar sem hún hefur æft við nýjar aðstæður og undir leiðsögn nýs þjálfara, Hollendingsins Honore Hoedt. Aníta bætti til að mynda Íslandsmet sitt innanhúss á Reykjavíkurleikunum í janúar er hún hljóp á 2:01,56 mínútum. Aníta á þó sjálfsagt meira inni enda bætti hún Íslandsmet sitt utanhúss í Ríó í sumar er hún hljóp á 2:00,14 mínútum. „Það tók auðvitað tíma að koma sér fyrir og venjast nýjum aðstæðum en þannig væri það sjálfsagt alls staðar. Ég er mjög sátt,“ sagði Aníta í samtali við Fréttablaðið síðdegis í gær, er hún var að leggja lokahönd á undirbúning sinn fyrir mótið. Aníta er í sterkum æfingahópi í Holland og æfði með honum í Portúgal áður en haldið var til Serbíu. „Það gekk vel og mér líður vel. Ferðalagið hingað var líka stutt,“ segir hún.Vísir/HannaLíklega áfram í Hollandi Aníta útskrifaðist úr menntaskóla á síðasta ári og hafði lengi haft það í huga að prófa eitthvað nýtt, þó svo að henni hafi ávallt líkað vel að æfa heima. „Það er stærra samfélag hlaupara úti og maður hefur því lært nýja hluti,“ segir hún. „Það eru líka ýmsir kostir þess að vera úti eins og að geta hlaupið á skógarstígum allan ársins hring. Þar er undirlagið mýkra og aðstæðurnar styrkjandi,“ segir Aníta. Staðsetningin skiptir líka máli að sögn Anítu. „Það er auðveldara að komast í aðeins faglegri aðstæður ef þess þarf, maður kemst á sterkari mót og ferðalögin eru auðveldari.“ Hún reiknar frekar með því að vera áfram í Hollandi. „Mér líður vel og ég ætla að sjá til hvernig sumarið þróast. En ég hugsa að ég verði áfram enda vil ég gefa þessu tíma og leyfa prógramminu að virka,“ útskýrir hún.Bæting er bónus Aníta segir erfitt að meta fyrirfram hvort aðstæður bjóði upp á metabætingu á mótinu um helgina. „Það var mjög gaman að ná bætingu á RIG á heimavelli en maður veit aldrei hvernig meistaramót eins og þetta þróast. Maður verður í raun að vera tilbúinn fyrir hvað sem er. Keppnin verður fyrst og fremst við aðra keppendur um sæti en ef hlaupið verður hratt og möguleiki á að bæta sig þá er það bara bónus,“ útskýrir hún. Aníta var í úrslitum á EM innanhúss í Prag fyrir tveimur árum og hafnaði þá í fimmta sæti. Selina Büchel frá Sviss bar sigur úr býtum þá og er mætt til Belgrad til að verja Evrópumeistaratitilinn. „Það er góð breidd í keppendahópnum og það eru nokkuð margar sem eru jafnar að getu,“ segir Aníta sem vildi gjarnan komast aftur í lokaúrslitin, sem fara fram á sunnudag. „Það var gaman að vera í úrslitum síðast og markmiðið er að komast þangað aftur.“Vísir/HannaÆft í Arizona Innanhússtímabilinu lýkur hjá Anítu um helgina og áætlar hún að koma heim til Íslands í vikufrí til að hlaða batteríin. „Svo hefjast grunnæfingar fyrir utanhússtímabilið og byrjum við á að fara í æfingaferð til Arizona í Bandaríkjunum þar sem æft er í þó nokkurri hæð,“ segir Aníta en stærstu mót sumarsins verða HM í frjálsum sem fara að þessu sinni fram í Lundúnum í ágúst og EM U-23 ára í Póllandi í júlí. Keppni í grein Anítu hefst laust fyrir klukkan 10 í dag en undanúrslitin fara fram á morgun og úrslitin á sunnudag, sem fyrr segir. Hlynur keppir í undanrásum í 3000 m hlaupi síðdegis. Frjálsar íþróttir Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Sport Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð út á landi „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sjá meira
Evrópumeistaramótið í frjálsíþróttum innanhúss fer fram í Belgrad í Serbíu um helgina og hefst í dag. Ísland á tvo keppendur á mótinu sem verða báðir í eldlínunni í dag – Aníta Hinriksdóttir keppir í 800 m hlaupi kvenna og Hlynur Andrésson í 3000 m hlaupi karla. Aníta er með þriðja besta tíma ársins af skráðum keppendum í greininni en þó vantar marga af sterkustu hlaupurum Evrópu í mótið, til að mynda alla þrjá evrópsku hlauparana sem komust í úrslit á Ólympíuleikunum í Ríó í sumar. Aníta virðist í frábæru formi eftir að hafa dvalið í Hollandi stærstan hluta vetrarins þar sem hún hefur æft við nýjar aðstæður og undir leiðsögn nýs þjálfara, Hollendingsins Honore Hoedt. Aníta bætti til að mynda Íslandsmet sitt innanhúss á Reykjavíkurleikunum í janúar er hún hljóp á 2:01,56 mínútum. Aníta á þó sjálfsagt meira inni enda bætti hún Íslandsmet sitt utanhúss í Ríó í sumar er hún hljóp á 2:00,14 mínútum. „Það tók auðvitað tíma að koma sér fyrir og venjast nýjum aðstæðum en þannig væri það sjálfsagt alls staðar. Ég er mjög sátt,“ sagði Aníta í samtali við Fréttablaðið síðdegis í gær, er hún var að leggja lokahönd á undirbúning sinn fyrir mótið. Aníta er í sterkum æfingahópi í Holland og æfði með honum í Portúgal áður en haldið var til Serbíu. „Það gekk vel og mér líður vel. Ferðalagið hingað var líka stutt,“ segir hún.Vísir/HannaLíklega áfram í Hollandi Aníta útskrifaðist úr menntaskóla á síðasta ári og hafði lengi haft það í huga að prófa eitthvað nýtt, þó svo að henni hafi ávallt líkað vel að æfa heima. „Það er stærra samfélag hlaupara úti og maður hefur því lært nýja hluti,“ segir hún. „Það eru líka ýmsir kostir þess að vera úti eins og að geta hlaupið á skógarstígum allan ársins hring. Þar er undirlagið mýkra og aðstæðurnar styrkjandi,“ segir Aníta. Staðsetningin skiptir líka máli að sögn Anítu. „Það er auðveldara að komast í aðeins faglegri aðstæður ef þess þarf, maður kemst á sterkari mót og ferðalögin eru auðveldari.“ Hún reiknar frekar með því að vera áfram í Hollandi. „Mér líður vel og ég ætla að sjá til hvernig sumarið þróast. En ég hugsa að ég verði áfram enda vil ég gefa þessu tíma og leyfa prógramminu að virka,“ útskýrir hún.Bæting er bónus Aníta segir erfitt að meta fyrirfram hvort aðstæður bjóði upp á metabætingu á mótinu um helgina. „Það var mjög gaman að ná bætingu á RIG á heimavelli en maður veit aldrei hvernig meistaramót eins og þetta þróast. Maður verður í raun að vera tilbúinn fyrir hvað sem er. Keppnin verður fyrst og fremst við aðra keppendur um sæti en ef hlaupið verður hratt og möguleiki á að bæta sig þá er það bara bónus,“ útskýrir hún. Aníta var í úrslitum á EM innanhúss í Prag fyrir tveimur árum og hafnaði þá í fimmta sæti. Selina Büchel frá Sviss bar sigur úr býtum þá og er mætt til Belgrad til að verja Evrópumeistaratitilinn. „Það er góð breidd í keppendahópnum og það eru nokkuð margar sem eru jafnar að getu,“ segir Aníta sem vildi gjarnan komast aftur í lokaúrslitin, sem fara fram á sunnudag. „Það var gaman að vera í úrslitum síðast og markmiðið er að komast þangað aftur.“Vísir/HannaÆft í Arizona Innanhússtímabilinu lýkur hjá Anítu um helgina og áætlar hún að koma heim til Íslands í vikufrí til að hlaða batteríin. „Svo hefjast grunnæfingar fyrir utanhússtímabilið og byrjum við á að fara í æfingaferð til Arizona í Bandaríkjunum þar sem æft er í þó nokkurri hæð,“ segir Aníta en stærstu mót sumarsins verða HM í frjálsum sem fara að þessu sinni fram í Lundúnum í ágúst og EM U-23 ára í Póllandi í júlí. Keppni í grein Anítu hefst laust fyrir klukkan 10 í dag en undanúrslitin fara fram á morgun og úrslitin á sunnudag, sem fyrr segir. Hlynur keppir í undanrásum í 3000 m hlaupi síðdegis.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Sport Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð út á landi „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sjá meira