Hér búa augljóslega fagurkerar Guðný Hrönn skrifar 2. mars 2017 11:00 Allir fagurkerar ættu að fylgjast með Bryndísi á Instagram en notendanafnið hennar er bryndismaria3. Vísir/Stefán Bryndís María Björnsdóttir býr ásamt kærasta sínum, Hermanni Frey, og sonum þeirra tveimur í vel skipulagðri íbúð í Hafnarfirði. Fjölskyldan hefur komið sér vel fyrir og það er augljóst að þarna búa fagurkerar.„Ég væri að ljúga ef ég segði annað en að Tempur-hjónarúmið okkar væri í uppáhaldi,“ segir Bryndís spurð út í uppáhaldshúsgagn heimilisins.Vísir/Stefán„Heimilið er bjart, stílhreint og greinileg skandinavísk áhrif eru víðs vegar,“ segir Bryndís María spurð út í stílinn sem einkennir heimilið. „Ég heillast mjög mikið af skandinavískri hönnun og þá helst danskri. Íslenskir hönnuðir hafa svo sótt í sig veðrið undanfarið og ég á mikið af fallegri íslenskri hönnun. Það fylgir því ákveðið stolt, að þetta litla land geti átt eins marga flotta hönnuði og raun ber vitni.“Skandinavísku áhrifin eru áberandi.Vísir/StefánBryndís fær innblástur úr öllum áttum þegar kemur að því að innrétta. „Innblásturinn kemur nú víða að. Ég á mjög smekklegar vinkonur sem veita mér innblástur á margan hátt. Ég fæ líka margar hugmyndir á Instagram og hef gaman af að setja þar inn myndir af heimilinu okkar í bland við annað. Ég hef ekki enn gerst svo fræg að nota Pinterest en er farin að sjá það betur og betur að ég neyðist væntanlega til að fá mér aðgang,“ útskýrir Bryndís sem hefur forðast Pinterest hingað til því hún er nokkuð viss um að hún myndi festast þar inni.Hér sést glitta í sófaborðið sem Bryndís og Hermann gerðu saman úr trépallettum og glerplötu. Borðið er á hjólum svo auðvelt er að færa það til.Vísir/StefánHúsgögnin sem prýða heimili Bryndísar og Hermanns eru flest úr Ikea. „Ikea er verslun sem ég fæ ekki nóg af að heimsækja og ég er heppin að því leyti að það er ótrúlega stutt fyrir mig að fara þangað. Dýrari hlutirnir eru svo frá verslunum á borð við Pennann, Epal og Líf & list. Ég hef þó mest gaman af því að fara í svona perlubúðir eins og Söstrene Grene og Tiger þar sem maður getur fundið flotta og stílhreina hluti á ótrúlega góðu verði. Draumurinn væri samt að hafa einn góðan danskan „loppumarkað“ í næsta nágrenni.“.Borðstofan er björt og stílhrein.Vísir/Stefán.Bryndís og Hermann tóku forstofuna nýverið í gegn og eru himinlifandi með útkomuna.Vísir/Stefán.Bryndís bjó til þessa mottu sjálf úr dúskum sem hún þæfði og saumaði svo saman.Vísir/Stefán.Bryndís er ansi handlagin en hún bjó til þennan bakka úr gömlum myndaramma og marmarafilmu.Vísir/Stefán. Hús og heimili Mest lesið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Lífið „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Lífið Fleiri fréttir Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Sjá meira
Bryndís María Björnsdóttir býr ásamt kærasta sínum, Hermanni Frey, og sonum þeirra tveimur í vel skipulagðri íbúð í Hafnarfirði. Fjölskyldan hefur komið sér vel fyrir og það er augljóst að þarna búa fagurkerar.„Ég væri að ljúga ef ég segði annað en að Tempur-hjónarúmið okkar væri í uppáhaldi,“ segir Bryndís spurð út í uppáhaldshúsgagn heimilisins.Vísir/Stefán„Heimilið er bjart, stílhreint og greinileg skandinavísk áhrif eru víðs vegar,“ segir Bryndís María spurð út í stílinn sem einkennir heimilið. „Ég heillast mjög mikið af skandinavískri hönnun og þá helst danskri. Íslenskir hönnuðir hafa svo sótt í sig veðrið undanfarið og ég á mikið af fallegri íslenskri hönnun. Það fylgir því ákveðið stolt, að þetta litla land geti átt eins marga flotta hönnuði og raun ber vitni.“Skandinavísku áhrifin eru áberandi.Vísir/StefánBryndís fær innblástur úr öllum áttum þegar kemur að því að innrétta. „Innblásturinn kemur nú víða að. Ég á mjög smekklegar vinkonur sem veita mér innblástur á margan hátt. Ég fæ líka margar hugmyndir á Instagram og hef gaman af að setja þar inn myndir af heimilinu okkar í bland við annað. Ég hef ekki enn gerst svo fræg að nota Pinterest en er farin að sjá það betur og betur að ég neyðist væntanlega til að fá mér aðgang,“ útskýrir Bryndís sem hefur forðast Pinterest hingað til því hún er nokkuð viss um að hún myndi festast þar inni.Hér sést glitta í sófaborðið sem Bryndís og Hermann gerðu saman úr trépallettum og glerplötu. Borðið er á hjólum svo auðvelt er að færa það til.Vísir/StefánHúsgögnin sem prýða heimili Bryndísar og Hermanns eru flest úr Ikea. „Ikea er verslun sem ég fæ ekki nóg af að heimsækja og ég er heppin að því leyti að það er ótrúlega stutt fyrir mig að fara þangað. Dýrari hlutirnir eru svo frá verslunum á borð við Pennann, Epal og Líf & list. Ég hef þó mest gaman af því að fara í svona perlubúðir eins og Söstrene Grene og Tiger þar sem maður getur fundið flotta og stílhreina hluti á ótrúlega góðu verði. Draumurinn væri samt að hafa einn góðan danskan „loppumarkað“ í næsta nágrenni.“.Borðstofan er björt og stílhrein.Vísir/Stefán.Bryndís og Hermann tóku forstofuna nýverið í gegn og eru himinlifandi með útkomuna.Vísir/Stefán.Bryndís bjó til þessa mottu sjálf úr dúskum sem hún þæfði og saumaði svo saman.Vísir/Stefán.Bryndís er ansi handlagin en hún bjó til þennan bakka úr gömlum myndaramma og marmarafilmu.Vísir/Stefán.
Hús og heimili Mest lesið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Lífið „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Lífið Fleiri fréttir Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Sjá meira