Hér búa augljóslega fagurkerar Guðný Hrönn skrifar 2. mars 2017 11:00 Allir fagurkerar ættu að fylgjast með Bryndísi á Instagram en notendanafnið hennar er bryndismaria3. Vísir/Stefán Bryndís María Björnsdóttir býr ásamt kærasta sínum, Hermanni Frey, og sonum þeirra tveimur í vel skipulagðri íbúð í Hafnarfirði. Fjölskyldan hefur komið sér vel fyrir og það er augljóst að þarna búa fagurkerar.„Ég væri að ljúga ef ég segði annað en að Tempur-hjónarúmið okkar væri í uppáhaldi,“ segir Bryndís spurð út í uppáhaldshúsgagn heimilisins.Vísir/Stefán„Heimilið er bjart, stílhreint og greinileg skandinavísk áhrif eru víðs vegar,“ segir Bryndís María spurð út í stílinn sem einkennir heimilið. „Ég heillast mjög mikið af skandinavískri hönnun og þá helst danskri. Íslenskir hönnuðir hafa svo sótt í sig veðrið undanfarið og ég á mikið af fallegri íslenskri hönnun. Það fylgir því ákveðið stolt, að þetta litla land geti átt eins marga flotta hönnuði og raun ber vitni.“Skandinavísku áhrifin eru áberandi.Vísir/StefánBryndís fær innblástur úr öllum áttum þegar kemur að því að innrétta. „Innblásturinn kemur nú víða að. Ég á mjög smekklegar vinkonur sem veita mér innblástur á margan hátt. Ég fæ líka margar hugmyndir á Instagram og hef gaman af að setja þar inn myndir af heimilinu okkar í bland við annað. Ég hef ekki enn gerst svo fræg að nota Pinterest en er farin að sjá það betur og betur að ég neyðist væntanlega til að fá mér aðgang,“ útskýrir Bryndís sem hefur forðast Pinterest hingað til því hún er nokkuð viss um að hún myndi festast þar inni.Hér sést glitta í sófaborðið sem Bryndís og Hermann gerðu saman úr trépallettum og glerplötu. Borðið er á hjólum svo auðvelt er að færa það til.Vísir/StefánHúsgögnin sem prýða heimili Bryndísar og Hermanns eru flest úr Ikea. „Ikea er verslun sem ég fæ ekki nóg af að heimsækja og ég er heppin að því leyti að það er ótrúlega stutt fyrir mig að fara þangað. Dýrari hlutirnir eru svo frá verslunum á borð við Pennann, Epal og Líf & list. Ég hef þó mest gaman af því að fara í svona perlubúðir eins og Söstrene Grene og Tiger þar sem maður getur fundið flotta og stílhreina hluti á ótrúlega góðu verði. Draumurinn væri samt að hafa einn góðan danskan „loppumarkað“ í næsta nágrenni.“.Borðstofan er björt og stílhrein.Vísir/Stefán.Bryndís og Hermann tóku forstofuna nýverið í gegn og eru himinlifandi með útkomuna.Vísir/Stefán.Bryndís bjó til þessa mottu sjálf úr dúskum sem hún þæfði og saumaði svo saman.Vísir/Stefán.Bryndís er ansi handlagin en hún bjó til þennan bakka úr gömlum myndaramma og marmarafilmu.Vísir/Stefán. Hús og heimili Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Sjá meira
Bryndís María Björnsdóttir býr ásamt kærasta sínum, Hermanni Frey, og sonum þeirra tveimur í vel skipulagðri íbúð í Hafnarfirði. Fjölskyldan hefur komið sér vel fyrir og það er augljóst að þarna búa fagurkerar.„Ég væri að ljúga ef ég segði annað en að Tempur-hjónarúmið okkar væri í uppáhaldi,“ segir Bryndís spurð út í uppáhaldshúsgagn heimilisins.Vísir/Stefán„Heimilið er bjart, stílhreint og greinileg skandinavísk áhrif eru víðs vegar,“ segir Bryndís María spurð út í stílinn sem einkennir heimilið. „Ég heillast mjög mikið af skandinavískri hönnun og þá helst danskri. Íslenskir hönnuðir hafa svo sótt í sig veðrið undanfarið og ég á mikið af fallegri íslenskri hönnun. Það fylgir því ákveðið stolt, að þetta litla land geti átt eins marga flotta hönnuði og raun ber vitni.“Skandinavísku áhrifin eru áberandi.Vísir/StefánBryndís fær innblástur úr öllum áttum þegar kemur að því að innrétta. „Innblásturinn kemur nú víða að. Ég á mjög smekklegar vinkonur sem veita mér innblástur á margan hátt. Ég fæ líka margar hugmyndir á Instagram og hef gaman af að setja þar inn myndir af heimilinu okkar í bland við annað. Ég hef ekki enn gerst svo fræg að nota Pinterest en er farin að sjá það betur og betur að ég neyðist væntanlega til að fá mér aðgang,“ útskýrir Bryndís sem hefur forðast Pinterest hingað til því hún er nokkuð viss um að hún myndi festast þar inni.Hér sést glitta í sófaborðið sem Bryndís og Hermann gerðu saman úr trépallettum og glerplötu. Borðið er á hjólum svo auðvelt er að færa það til.Vísir/StefánHúsgögnin sem prýða heimili Bryndísar og Hermanns eru flest úr Ikea. „Ikea er verslun sem ég fæ ekki nóg af að heimsækja og ég er heppin að því leyti að það er ótrúlega stutt fyrir mig að fara þangað. Dýrari hlutirnir eru svo frá verslunum á borð við Pennann, Epal og Líf & list. Ég hef þó mest gaman af því að fara í svona perlubúðir eins og Söstrene Grene og Tiger þar sem maður getur fundið flotta og stílhreina hluti á ótrúlega góðu verði. Draumurinn væri samt að hafa einn góðan danskan „loppumarkað“ í næsta nágrenni.“.Borðstofan er björt og stílhrein.Vísir/Stefán.Bryndís og Hermann tóku forstofuna nýverið í gegn og eru himinlifandi með útkomuna.Vísir/Stefán.Bryndís bjó til þessa mottu sjálf úr dúskum sem hún þæfði og saumaði svo saman.Vísir/Stefán.Bryndís er ansi handlagin en hún bjó til þennan bakka úr gömlum myndaramma og marmarafilmu.Vísir/Stefán.
Hús og heimili Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Sjá meira