Fólk spyr sig hvor sé hvor Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 18. mars 2017 09:45 Þeir kunna að slá á létta strengi og fá fólk til að hlæja félagarnir Guðni og Jóhannes. Vísir/GVA „Jóhannes er tvífari minn og oft hefur verið nefnt við okkur að við ættum að koma fram saman. Hann er líka skemmtilegur og það er glatt í kringum hann,“ segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, og á hér auðvitað við Jóhannes Kristjánsson eftirhermu. Nú ætla þeir félagar að gera sér dagamun og halda hátíðir þar sem eftirherman og orginalinn láta gamminn geisa. „Það er náttúrlega óborganlegt að fylgjast með Jóhannesi breytast í hinn og þennan karakterinn því hann verður eins í framan og þeir sem hann hermir eftir,“ bendir Guðni á og segir okkur Íslendinga hafa átt margar góðar eftirhermur en það sé eins og Jóhannes sé miðill. „Hann holdgervist, verður eins og fórnarlambið og nær töktum allra.“ Guðni segir Jóhannes oft hafa komið í þinghúsið þegar hann starfaði þar sjálfur. Þangað hafi hann komið til að læra á nýja og nýja menn. „Þá sat hann á svölunum og horfði á menn í ræðustólnum því hann fer ekkert að herma eftir mönnum nema ná öllu fasinu. Hann á í fórum sínum heilmikið gallerí því hann er búinn að vera fjöllistamaður í 40 ár.“ Það er sem sagt ekki þannig að Jóhannes ætli bara að sérhæfa sig í Guðna þegar þeir troða upp saman. „Þá mundu menn ruglast á því hvor er hvor,“ bendir Guðni réttilega á. Segir það reyndar ekkert nýtt að þeim sé ruglað saman. Það hafi oft gerst meðan hann var landbúnaðarráðherra að fólk hafi undið sér að Jóhannesi, heilsað honum sem Guðna og farið að ræða við hann um landsins gagn og nauðsynjar. Þeir séu sláandi líkir en Jóhannes sé auk þess sérfræðingur í tugum manna. Guðni kveðst ekki hafa eftirhermulistina á sínu valdi en hann kunni margar sögur af skemmtilegu fólki. „Ég hef heilmikið gert af því að vera sagnamaður á samkomum og stjórna veislum. Mér þykir gaman að létta lund hjá fólki og fá það til að hlæja.“ Tvíeykið ætlar að byrja í Félagsheimilinu á Flúðum 24. mars. „Þeir eru óskaplega skemmtilegir í uppsveitunum, Tungnamenn, Hrunamenn, Skeiðamenn og Gnúpverjar, það leikur um þá svo ferskt fjallaloft. Við ætlum að sýna þeim þann heiður að starta prógramminu hjá þeim,“ segir Guðni hátíðlegur. „Daginn eftir verðum við í nýju hóteli á Hvolsvelli sem heitir Midgard. Rangæingar verða með okkur þar. Síðan erum við ráðnir bæði í Salinn í Kópavogi á tvær hátíðir og á Landnámssetrið í Borgarnesi. Vonandi förum við miklu víðar. Þetta eru bara fyrstu skrefin.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. mars 2017 Lífið Mest lesið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Lífið Fleiri fréttir Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Sjá meira
„Jóhannes er tvífari minn og oft hefur verið nefnt við okkur að við ættum að koma fram saman. Hann er líka skemmtilegur og það er glatt í kringum hann,“ segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, og á hér auðvitað við Jóhannes Kristjánsson eftirhermu. Nú ætla þeir félagar að gera sér dagamun og halda hátíðir þar sem eftirherman og orginalinn láta gamminn geisa. „Það er náttúrlega óborganlegt að fylgjast með Jóhannesi breytast í hinn og þennan karakterinn því hann verður eins í framan og þeir sem hann hermir eftir,“ bendir Guðni á og segir okkur Íslendinga hafa átt margar góðar eftirhermur en það sé eins og Jóhannes sé miðill. „Hann holdgervist, verður eins og fórnarlambið og nær töktum allra.“ Guðni segir Jóhannes oft hafa komið í þinghúsið þegar hann starfaði þar sjálfur. Þangað hafi hann komið til að læra á nýja og nýja menn. „Þá sat hann á svölunum og horfði á menn í ræðustólnum því hann fer ekkert að herma eftir mönnum nema ná öllu fasinu. Hann á í fórum sínum heilmikið gallerí því hann er búinn að vera fjöllistamaður í 40 ár.“ Það er sem sagt ekki þannig að Jóhannes ætli bara að sérhæfa sig í Guðna þegar þeir troða upp saman. „Þá mundu menn ruglast á því hvor er hvor,“ bendir Guðni réttilega á. Segir það reyndar ekkert nýtt að þeim sé ruglað saman. Það hafi oft gerst meðan hann var landbúnaðarráðherra að fólk hafi undið sér að Jóhannesi, heilsað honum sem Guðna og farið að ræða við hann um landsins gagn og nauðsynjar. Þeir séu sláandi líkir en Jóhannes sé auk þess sérfræðingur í tugum manna. Guðni kveðst ekki hafa eftirhermulistina á sínu valdi en hann kunni margar sögur af skemmtilegu fólki. „Ég hef heilmikið gert af því að vera sagnamaður á samkomum og stjórna veislum. Mér þykir gaman að létta lund hjá fólki og fá það til að hlæja.“ Tvíeykið ætlar að byrja í Félagsheimilinu á Flúðum 24. mars. „Þeir eru óskaplega skemmtilegir í uppsveitunum, Tungnamenn, Hrunamenn, Skeiðamenn og Gnúpverjar, það leikur um þá svo ferskt fjallaloft. Við ætlum að sýna þeim þann heiður að starta prógramminu hjá þeim,“ segir Guðni hátíðlegur. „Daginn eftir verðum við í nýju hóteli á Hvolsvelli sem heitir Midgard. Rangæingar verða með okkur þar. Síðan erum við ráðnir bæði í Salinn í Kópavogi á tvær hátíðir og á Landnámssetrið í Borgarnesi. Vonandi förum við miklu víðar. Þetta eru bara fyrstu skrefin.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. mars 2017
Lífið Mest lesið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Lífið Fleiri fréttir Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Sjá meira