Formaður ÍTR segir íþróttafélög þurfa að koma til móts við foreldra Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 16. mars 2017 21:46 Umboðsmaður barna segir börn eiga að geta stundað íþróttir óháð efnahag og hvetur íþróttafélög til að taka samtalið við foreldra til að tryggja þau réttindi. Formaður ÍTR segir íþróttafélög þurfa að koma til móts við foreldra og skoða hvort kaupa þurfi dýrasta íþróttabúnaðinn. Í fréttum Stöðvar tvö í gær var sagt frá systrum sem æfa fimleika með Fjölni en fengu ekki að keppa á fimleikamóti því þær áttu ekki nýjustu keppnisgallana - sem kosta fimmtíu þúsund krónur stykkið. Formaður Fjölnis sagði dýrt að vera í afrekshópi og foreldrar í vandræðum geti leitað til borgarinnar. Formaður ÍTR segir það mikinn misskilning enda séu sérstakir tómstundastyrkir eingöngu fyrir þá sem eru á sérstakri fjárhagsaðstoð hjá borginni. Hann segir öll börn eiga að geta stundað sína íþrótt óháð efnahag og borgin muni ræða við Íþróttabandalag Reykjavíkur um hvernig hægt verði að tryggja það betur. Fyrsta skrefið sé þó að taka upp þráðinn með íþróttafélaginu. „Þetta er alltaf spurning um þurfum við að kaupa dýrustu búningana eða ekki og hvað getur íþróttafélagið gert til að koma til móts við foreldrana í þessum efnum. Ég ímynda mér að búningar sem kosta 50 þúsund kall séu ekki ódýrasta lausning, og ég er ekki að tala fyrir því að við tökum alltaf það ódýrasta og lélegasta, en ég er alveg sannfærður um það að það sé hægt að gera betri díla.“ Framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands segir engar reglur gilda um hve dýrir búningar séu - eingöngu að liðin séu í eins búningum á mótum. Fjórða hver stúlka undir átján ára aldri æfi fimleika og vilji sambandsins sé að fimleikar séu fyrir alla. „Ég held að þetta sé svolítið tækifæri fyrir okkur sem samfélag að taka þessa umræðu í íþróttum yfir höfuð, alls staðar, og kannski bara hvernig er samfélagið sem við erum búin að búa til. Viljum við hafa það svona? Það er allt í lagi að ræða það, það er allt í lagi að velta því upp og við munum klárlega gera það innan fimleikahreyfingarinnar og eiga samtalið.“ Umboðsmaður barna segir engan vafa leika á um réttindi barna. „Ég vil leggja höfuðáherslu á það að börn geti notið íþrótta og tómstunda óháð efnahag og það eru bara ein af þeim réttindum sem börn hafa.“ Margrét segir íþróttafélögin þurfa að vera vakandi fyrir þessum réttindum. „Það er mikilvægt að það sé samtal sem á sér stað innan íþróttahreyfingarinnar og við foreldrana og börnin og hvernig við getum stuðlað að því að allir geti verið með.“ Tengdar fréttir Borgin segir ummæli formanns Fjölnis um búningakaup óheppileg Formaður Fjölnis sagði fjölskyldur geta leitað til borgarinnar til þess að festa kaup á sérstökum keppnisbúningum. 16. mars 2017 13:53 Fá ekki að keppa ef þær eiga ekki 50 þúsund króna fimleikabúning Systur í fimleikafélaginu Fjölni fengu ekki leyfi til að keppa á móti því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana sem kosta tæplega fimmtíu þúsund krónur. Formaður Fjölnis segir félagið fylgja jafnræðisreglu og því fái ekki sumir lánað á meðan aðrir þurfi að kaupa búninga. 15. mars 2017 19:00 Fimleikasambandið: „Það er dýrt að vera í íþróttum“ Tvær fjórtán ára stúlkur fengu ekki að taka þátt í fimleikamóti því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana. 16. mars 2017 12:00 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira
Umboðsmaður barna segir börn eiga að geta stundað íþróttir óháð efnahag og hvetur íþróttafélög til að taka samtalið við foreldra til að tryggja þau réttindi. Formaður ÍTR segir íþróttafélög þurfa að koma til móts við foreldra og skoða hvort kaupa þurfi dýrasta íþróttabúnaðinn. Í fréttum Stöðvar tvö í gær var sagt frá systrum sem æfa fimleika með Fjölni en fengu ekki að keppa á fimleikamóti því þær áttu ekki nýjustu keppnisgallana - sem kosta fimmtíu þúsund krónur stykkið. Formaður Fjölnis sagði dýrt að vera í afrekshópi og foreldrar í vandræðum geti leitað til borgarinnar. Formaður ÍTR segir það mikinn misskilning enda séu sérstakir tómstundastyrkir eingöngu fyrir þá sem eru á sérstakri fjárhagsaðstoð hjá borginni. Hann segir öll börn eiga að geta stundað sína íþrótt óháð efnahag og borgin muni ræða við Íþróttabandalag Reykjavíkur um hvernig hægt verði að tryggja það betur. Fyrsta skrefið sé þó að taka upp þráðinn með íþróttafélaginu. „Þetta er alltaf spurning um þurfum við að kaupa dýrustu búningana eða ekki og hvað getur íþróttafélagið gert til að koma til móts við foreldrana í þessum efnum. Ég ímynda mér að búningar sem kosta 50 þúsund kall séu ekki ódýrasta lausning, og ég er ekki að tala fyrir því að við tökum alltaf það ódýrasta og lélegasta, en ég er alveg sannfærður um það að það sé hægt að gera betri díla.“ Framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands segir engar reglur gilda um hve dýrir búningar séu - eingöngu að liðin séu í eins búningum á mótum. Fjórða hver stúlka undir átján ára aldri æfi fimleika og vilji sambandsins sé að fimleikar séu fyrir alla. „Ég held að þetta sé svolítið tækifæri fyrir okkur sem samfélag að taka þessa umræðu í íþróttum yfir höfuð, alls staðar, og kannski bara hvernig er samfélagið sem við erum búin að búa til. Viljum við hafa það svona? Það er allt í lagi að ræða það, það er allt í lagi að velta því upp og við munum klárlega gera það innan fimleikahreyfingarinnar og eiga samtalið.“ Umboðsmaður barna segir engan vafa leika á um réttindi barna. „Ég vil leggja höfuðáherslu á það að börn geti notið íþrótta og tómstunda óháð efnahag og það eru bara ein af þeim réttindum sem börn hafa.“ Margrét segir íþróttafélögin þurfa að vera vakandi fyrir þessum réttindum. „Það er mikilvægt að það sé samtal sem á sér stað innan íþróttahreyfingarinnar og við foreldrana og börnin og hvernig við getum stuðlað að því að allir geti verið með.“
Tengdar fréttir Borgin segir ummæli formanns Fjölnis um búningakaup óheppileg Formaður Fjölnis sagði fjölskyldur geta leitað til borgarinnar til þess að festa kaup á sérstökum keppnisbúningum. 16. mars 2017 13:53 Fá ekki að keppa ef þær eiga ekki 50 þúsund króna fimleikabúning Systur í fimleikafélaginu Fjölni fengu ekki leyfi til að keppa á móti því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana sem kosta tæplega fimmtíu þúsund krónur. Formaður Fjölnis segir félagið fylgja jafnræðisreglu og því fái ekki sumir lánað á meðan aðrir þurfi að kaupa búninga. 15. mars 2017 19:00 Fimleikasambandið: „Það er dýrt að vera í íþróttum“ Tvær fjórtán ára stúlkur fengu ekki að taka þátt í fimleikamóti því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana. 16. mars 2017 12:00 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira
Borgin segir ummæli formanns Fjölnis um búningakaup óheppileg Formaður Fjölnis sagði fjölskyldur geta leitað til borgarinnar til þess að festa kaup á sérstökum keppnisbúningum. 16. mars 2017 13:53
Fá ekki að keppa ef þær eiga ekki 50 þúsund króna fimleikabúning Systur í fimleikafélaginu Fjölni fengu ekki leyfi til að keppa á móti því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana sem kosta tæplega fimmtíu þúsund krónur. Formaður Fjölnis segir félagið fylgja jafnræðisreglu og því fái ekki sumir lánað á meðan aðrir þurfi að kaupa búninga. 15. mars 2017 19:00
Fimleikasambandið: „Það er dýrt að vera í íþróttum“ Tvær fjórtán ára stúlkur fengu ekki að taka þátt í fimleikamóti því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana. 16. mars 2017 12:00