Tyrkir hóta að binda enda á flóttamannasamkomulagið Samúel Karl Ólason skrifar 15. mars 2017 22:12 Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. Vísir/AFP Yfirvöld í Tyrklandi hafa hótað því að fella niður samkomulag við Evrópusambandið sem hefur dregið verulega úr komum flóttamanna til Evrópu. Harðar deilur standa nú yfir á milli Tyrklands og ESB-ríkja eftir að tyrkneskum ráðherrum var meinað að halda kosningafundi víða í Evrópu. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir „anda fasisma“ vera hömlulausan í Evrópu. Forsetinn sagði í sjónvarpsviðtali í dag að Evrópa stefndi að því að drukkna í eigin ótta. Hatur gegn Tyrkjum og Íslam væri að aukast og að Evrópubúar væru jafnvel hræddir við flóttafólk. „Við getum bundið enda á flóttamannasamkomulagið,“ sagði Erdogan. Utanríkisráðherra Tyrklands, Mevlut Cavusoglu, sló á svipaða strengi í dag. Þá skammaðist hann yfir því að ESB hefði ekki tryggt Tyrkjum þann rétt að ferðast um Evrópu án vegabréfsáritana, eins og samkomulagið sagði til um. Samkvæmt samkomulaginu sem um ræðir myndu Tyrkir herða landamæraeftirlit sitt og stöðva smyglara í því að reyna að koma flóttafólki yfir Eyjahaf til Grikklands. Flóttafólk sem komst til Grikklands var svo sent aftur til Tyrklands. Síðan samkomulagið var samþykkt í mars í fyrra hefur tilraunum flóttafólks við að reyna að komast til Grikklands fækkað til muna. Undanfarna daga hefur Erdogan ítrekað kallað Hollendinga og Þjóðverja nasista og hefur hann jafnvel sagt Hollendinga vera ábyrga fyrir versta fjöldamorði Evrópu eftir seinni heimsstyrjöldina.Sambandið stirt áður Saga málsins er sú að Tyrkir hafa verið að senda ráðherra til Evrópu til að tryggja sér atkvæði Tyrkja sem búa þar í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu í Tyrklandi þann 16. apríl. Fjölmargir Tyrkir búa í Evrópu og sem dæmi eru allt að 1,4 milljónir Tyrkja sem geta kosið í Þýskalandi. Um 400 þúsund kosningabærir Tyrkir búa í Hollandi. Atkvæðagreiðslan er um stjórnarskrárbreytingar sem gefa Erdogan mun meiri völd en forsetar í Tyrklandi hafa haft áður. Embætti forsætisráðherra yrði í raun lagt niður. Samband Erdogan og ráðamanna í Evrópu var stirt fyrir vegna ýmissa mannréttindabrota í Tyrklandi og aðgerðir stjórnvalda í kjölfar valdaránstilraunarinnar hluta hersins þar í sumar. Þann 2. mars komu embættismenn í Gaggenau í Þýskalandi í veg fyrir kosningafund Bekir Bozdag, dómsmálaráðherra Tyrklands, og sögðu þeir ástæðuna vera áhyggjur vegna öryggis og mannfjölda. Stjórnendur annarra borga í Þýskalandi fylgdu þeirri ákvörðun. Yfirvöld í Hollandi bönnuðu hins vegar Tyrkjum að halda kosningafundi þar og meinuðu flugvél Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, að lenda í Hollandi. Þá var Fatma Betul Sayan Kaya, fjölskylduráðherra Tyrklands, vísað frá landinu. Sérfræðingar telja Hollendinga einfaldlega hafa fallið í gildru Erdogan. Hann hafi í raun verið að leita sér að óvini til að þjappa þjóðernissinnum heima fyrir á bak við sig. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Erdogan sýnir klærnar Skoðanakannanir sýna að þjóðaratkvæðagreiðsla um breytingar á stjórnarskrá í Tyrklandi gæti farið á hvorn veginn sem er. 14. mars 2017 08:00 Erdogan segir nasisma á lífi í vestrinu Forseti Tyrklands gagnrýnir hollensk stjórnvöld harðlega. Utanríkisráðherrann kallar ríkið höfuðstað fasismans. Ráðherrar Tyrkja ætluðu að afla stuðnings við stjórnarskrárbreytingar á meðal Tyrkja sem staðsettir eru í Hollandi en 13. mars 2017 07:00 Leiðtogar ESB-ríkja segja ummæli Erdogan vera óásættanleg Recip Tayip Erdogan Tyrklandsforseti sakaði um helgina Þjóðverja og Hollendinga um nasisma. 13. mars 2017 08:17 Hollenska sendiherranum meinað að koma aftur til Tyrklands Spennan á milli Hollendinga og Tyrkja magnast enn. 14. mars 2017 08:11 Erdogan: "Við þekkjum Holland eftir fjöldamorðin í Srebrenica“ Tyrklandsforseti hefur aftur ráðist gegn Hollandi með því að segja þá ábyrga fyrir mesta fjöldamorðinu í Evrópu eftir síðari heimsstyrjöldina. 14. mars 2017 14:11 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Sjá meira
Yfirvöld í Tyrklandi hafa hótað því að fella niður samkomulag við Evrópusambandið sem hefur dregið verulega úr komum flóttamanna til Evrópu. Harðar deilur standa nú yfir á milli Tyrklands og ESB-ríkja eftir að tyrkneskum ráðherrum var meinað að halda kosningafundi víða í Evrópu. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir „anda fasisma“ vera hömlulausan í Evrópu. Forsetinn sagði í sjónvarpsviðtali í dag að Evrópa stefndi að því að drukkna í eigin ótta. Hatur gegn Tyrkjum og Íslam væri að aukast og að Evrópubúar væru jafnvel hræddir við flóttafólk. „Við getum bundið enda á flóttamannasamkomulagið,“ sagði Erdogan. Utanríkisráðherra Tyrklands, Mevlut Cavusoglu, sló á svipaða strengi í dag. Þá skammaðist hann yfir því að ESB hefði ekki tryggt Tyrkjum þann rétt að ferðast um Evrópu án vegabréfsáritana, eins og samkomulagið sagði til um. Samkvæmt samkomulaginu sem um ræðir myndu Tyrkir herða landamæraeftirlit sitt og stöðva smyglara í því að reyna að koma flóttafólki yfir Eyjahaf til Grikklands. Flóttafólk sem komst til Grikklands var svo sent aftur til Tyrklands. Síðan samkomulagið var samþykkt í mars í fyrra hefur tilraunum flóttafólks við að reyna að komast til Grikklands fækkað til muna. Undanfarna daga hefur Erdogan ítrekað kallað Hollendinga og Þjóðverja nasista og hefur hann jafnvel sagt Hollendinga vera ábyrga fyrir versta fjöldamorði Evrópu eftir seinni heimsstyrjöldina.Sambandið stirt áður Saga málsins er sú að Tyrkir hafa verið að senda ráðherra til Evrópu til að tryggja sér atkvæði Tyrkja sem búa þar í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu í Tyrklandi þann 16. apríl. Fjölmargir Tyrkir búa í Evrópu og sem dæmi eru allt að 1,4 milljónir Tyrkja sem geta kosið í Þýskalandi. Um 400 þúsund kosningabærir Tyrkir búa í Hollandi. Atkvæðagreiðslan er um stjórnarskrárbreytingar sem gefa Erdogan mun meiri völd en forsetar í Tyrklandi hafa haft áður. Embætti forsætisráðherra yrði í raun lagt niður. Samband Erdogan og ráðamanna í Evrópu var stirt fyrir vegna ýmissa mannréttindabrota í Tyrklandi og aðgerðir stjórnvalda í kjölfar valdaránstilraunarinnar hluta hersins þar í sumar. Þann 2. mars komu embættismenn í Gaggenau í Þýskalandi í veg fyrir kosningafund Bekir Bozdag, dómsmálaráðherra Tyrklands, og sögðu þeir ástæðuna vera áhyggjur vegna öryggis og mannfjölda. Stjórnendur annarra borga í Þýskalandi fylgdu þeirri ákvörðun. Yfirvöld í Hollandi bönnuðu hins vegar Tyrkjum að halda kosningafundi þar og meinuðu flugvél Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, að lenda í Hollandi. Þá var Fatma Betul Sayan Kaya, fjölskylduráðherra Tyrklands, vísað frá landinu. Sérfræðingar telja Hollendinga einfaldlega hafa fallið í gildru Erdogan. Hann hafi í raun verið að leita sér að óvini til að þjappa þjóðernissinnum heima fyrir á bak við sig.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Erdogan sýnir klærnar Skoðanakannanir sýna að þjóðaratkvæðagreiðsla um breytingar á stjórnarskrá í Tyrklandi gæti farið á hvorn veginn sem er. 14. mars 2017 08:00 Erdogan segir nasisma á lífi í vestrinu Forseti Tyrklands gagnrýnir hollensk stjórnvöld harðlega. Utanríkisráðherrann kallar ríkið höfuðstað fasismans. Ráðherrar Tyrkja ætluðu að afla stuðnings við stjórnarskrárbreytingar á meðal Tyrkja sem staðsettir eru í Hollandi en 13. mars 2017 07:00 Leiðtogar ESB-ríkja segja ummæli Erdogan vera óásættanleg Recip Tayip Erdogan Tyrklandsforseti sakaði um helgina Þjóðverja og Hollendinga um nasisma. 13. mars 2017 08:17 Hollenska sendiherranum meinað að koma aftur til Tyrklands Spennan á milli Hollendinga og Tyrkja magnast enn. 14. mars 2017 08:11 Erdogan: "Við þekkjum Holland eftir fjöldamorðin í Srebrenica“ Tyrklandsforseti hefur aftur ráðist gegn Hollandi með því að segja þá ábyrga fyrir mesta fjöldamorðinu í Evrópu eftir síðari heimsstyrjöldina. 14. mars 2017 14:11 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Sjá meira
Erdogan sýnir klærnar Skoðanakannanir sýna að þjóðaratkvæðagreiðsla um breytingar á stjórnarskrá í Tyrklandi gæti farið á hvorn veginn sem er. 14. mars 2017 08:00
Erdogan segir nasisma á lífi í vestrinu Forseti Tyrklands gagnrýnir hollensk stjórnvöld harðlega. Utanríkisráðherrann kallar ríkið höfuðstað fasismans. Ráðherrar Tyrkja ætluðu að afla stuðnings við stjórnarskrárbreytingar á meðal Tyrkja sem staðsettir eru í Hollandi en 13. mars 2017 07:00
Leiðtogar ESB-ríkja segja ummæli Erdogan vera óásættanleg Recip Tayip Erdogan Tyrklandsforseti sakaði um helgina Þjóðverja og Hollendinga um nasisma. 13. mars 2017 08:17
Hollenska sendiherranum meinað að koma aftur til Tyrklands Spennan á milli Hollendinga og Tyrkja magnast enn. 14. mars 2017 08:11
Erdogan: "Við þekkjum Holland eftir fjöldamorðin í Srebrenica“ Tyrklandsforseti hefur aftur ráðist gegn Hollandi með því að segja þá ábyrga fyrir mesta fjöldamorðinu í Evrópu eftir síðari heimsstyrjöldina. 14. mars 2017 14:11