Elín fengið sig fullsadda af óhreinskilni auglýsenda Guðný Hrönn skrifar 14. mars 2017 12:00 Elín Erna Stefánsdóttir vill vekja athygli á dulbúnum auglýsingum. vísir/vilhelm Bloggarinn og förðunarfræðingurinn Elín Erna Stefánsdóttir birti nýverið færslu á Twitter þar sem hún fjallar um duldar auglýsingar sem bloggarar og samfélagsmiðlastjörnur dæla út til fylgjenda sinna í formi meðmæla. Sjálf hefur hún tileinkað sér að vera hreinskilin í allri sinni umfjöllun. Í Twitter-færslunni segir hún meðal annars: „Samfélagsmiðlafólk sem er ljúgandi um allar trissur, hættið því. Marketing fólk sem hundsar allt hreinskilið fólk, hættið því. Hreinskilið og flott samfélagsmiðla- og markaðsfólk, haldið áfram að rokka.“ Elín segist hafa pælt töluvert í þessum hlutum undanfarið og því ákvað hún að birta færslu um málið en að hennar mati er allt of mikið um að fólk mæli hiklaust með varningi án þess endilega að líka vel við vöruna, svo lengi sem það fær borgað. Og margt fólk lætur blekkjast. „Það var í raun ekkert ákveðið sem kom upp á, ég hef lengi ætlað að tala um þetta og ákvað að slá loksins til,“ segir Elín spurð út í af hverju hún ákvað að birta færsluna sína á Twitter. Sjá einnig: Þúsundir fylgjenda á Snapchat og faldar auglýsingar „Ég verð svo sannarlega vör við faldar auglýsingar, þegar maður er í bransanum þá veit maður alveg hvað er í gangi, hvaða umfjöllun er keypt og hver er það ekki. Ég veit það manna best að það tekur tíma og vinnu að vera í þessu samfélagsmiðlabraski og því skil ég vel að fólk vilji meira en áhorf eða gjafir fyrir vinnu sína en mér finnst þá að það þurfi að taka fram ef eitthvað er kostað. Eftir að reglurnar voru hertar eru þó fleiri byrjaðir að taka fram þegar vörur eru gjöf og ef umfjöllun er kostuð og það finnst mér hið besta mál,“ segir Elín sem bloggar m.a. um förðun og snyrtivörur. Elín telur að margir bloggarar birti jákvæða umfjöllun um varning án þess að vera sérlega hrifnir af varningnum vegna þess að þeir óttast að heildsölur og fyrirtæki hætti annars að leita til þeirra. „Já, ætli það sé ekki bara hræðsla við að fyrirtækin hætti samstarfi með þeim, það er nú auðvitað skemmtilegt að fá boð í flott partí og fá fína pakka reglulega.“Ekki á gestalistum lengur Sjálf hefur Elín fengið ótal boð frá fyrirtækjum sem hafa áhuga á samstarfi með henni. „Mér hefur verið boðið alls kyns samstarf, sumt áhugavert, annað ekki. Og það er auðvitað misjafnt hvernig þau eru sett upp en hingað til hefur mér ekki verið boðið neitt nógu spennandi til að ég segi já,“ útskýrir Elín sem hefur fundið fyrir því á eigin skinni að fyrirtæki loka á fólk sem fjallar á opinskáan og hreinskilinn hátt um vörur þeirra. „Ég veit allavega að ég er svo sannarlega ekki á gestalistanum hjá fyrirtækjum landsins enn þá, hvort það er út af hreinskilni minni eða að þeim finnist ég hreinlega leiðinleg veit ég ekki.“ Hún hvetur bloggara og samfélagsmiðlastjörnur til að tileinka sér vinnubrögð þar sem einlægni er í hávegum höfð. Eins hvetur hún almenning til að vera vakandi fyrir auglýsingum sem eru dulbúnar sem einlæg meðmæli. Sömuleiðis hvetur hún fólk sem vinnur við markaðsstörf hjá fyrirtækjum sem kaupa umfjöllun á bloggum og samfélagsmiðlum til að taka hreinskilinni umfjöllun fagnandi. Elín segir m.a. í Twitter-færslu sinni: „ekki fara í fýlu af því að fyrir tveimur árum sagði ég að farði frá ykkur (sem ég keypti fyrir eigin peninga) gerði mig ljóta í smettinu.“ Elín hefur fengið nokkuð jákvæð viðbrögð við Twitter-færslu sinni. „Flestir hafa bara tekið vel í þetta. Ég fékk skilaboð frá mörgum sem voru ánægðir með að ég hafi sagt mína skoðun á þessu og kunnu að meta hreinskilni mína í gegnum árin. Hins vegar veit ég alveg að þetta hefur farið illa í einhverja en þannig er það nú alltaf þegar maður opnar á sér munninn,“ segir Elín að lokum. Áhugasamir geta fylgst með henni á blogginu hennar, www.elinlikes.com, og á Snapchat undir notendanafninu elinlikes. Neytendur Tengdar fréttir Íslendingar blekktir: Duldar auglýsingar daglegt brauð á Snapchat Frægustu snappararnir taka að sér að auglýsa varning. 22. september 2016 10:00 Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Sjá meira
Bloggarinn og förðunarfræðingurinn Elín Erna Stefánsdóttir birti nýverið færslu á Twitter þar sem hún fjallar um duldar auglýsingar sem bloggarar og samfélagsmiðlastjörnur dæla út til fylgjenda sinna í formi meðmæla. Sjálf hefur hún tileinkað sér að vera hreinskilin í allri sinni umfjöllun. Í Twitter-færslunni segir hún meðal annars: „Samfélagsmiðlafólk sem er ljúgandi um allar trissur, hættið því. Marketing fólk sem hundsar allt hreinskilið fólk, hættið því. Hreinskilið og flott samfélagsmiðla- og markaðsfólk, haldið áfram að rokka.“ Elín segist hafa pælt töluvert í þessum hlutum undanfarið og því ákvað hún að birta færslu um málið en að hennar mati er allt of mikið um að fólk mæli hiklaust með varningi án þess endilega að líka vel við vöruna, svo lengi sem það fær borgað. Og margt fólk lætur blekkjast. „Það var í raun ekkert ákveðið sem kom upp á, ég hef lengi ætlað að tala um þetta og ákvað að slá loksins til,“ segir Elín spurð út í af hverju hún ákvað að birta færsluna sína á Twitter. Sjá einnig: Þúsundir fylgjenda á Snapchat og faldar auglýsingar „Ég verð svo sannarlega vör við faldar auglýsingar, þegar maður er í bransanum þá veit maður alveg hvað er í gangi, hvaða umfjöllun er keypt og hver er það ekki. Ég veit það manna best að það tekur tíma og vinnu að vera í þessu samfélagsmiðlabraski og því skil ég vel að fólk vilji meira en áhorf eða gjafir fyrir vinnu sína en mér finnst þá að það þurfi að taka fram ef eitthvað er kostað. Eftir að reglurnar voru hertar eru þó fleiri byrjaðir að taka fram þegar vörur eru gjöf og ef umfjöllun er kostuð og það finnst mér hið besta mál,“ segir Elín sem bloggar m.a. um förðun og snyrtivörur. Elín telur að margir bloggarar birti jákvæða umfjöllun um varning án þess að vera sérlega hrifnir af varningnum vegna þess að þeir óttast að heildsölur og fyrirtæki hætti annars að leita til þeirra. „Já, ætli það sé ekki bara hræðsla við að fyrirtækin hætti samstarfi með þeim, það er nú auðvitað skemmtilegt að fá boð í flott partí og fá fína pakka reglulega.“Ekki á gestalistum lengur Sjálf hefur Elín fengið ótal boð frá fyrirtækjum sem hafa áhuga á samstarfi með henni. „Mér hefur verið boðið alls kyns samstarf, sumt áhugavert, annað ekki. Og það er auðvitað misjafnt hvernig þau eru sett upp en hingað til hefur mér ekki verið boðið neitt nógu spennandi til að ég segi já,“ útskýrir Elín sem hefur fundið fyrir því á eigin skinni að fyrirtæki loka á fólk sem fjallar á opinskáan og hreinskilinn hátt um vörur þeirra. „Ég veit allavega að ég er svo sannarlega ekki á gestalistanum hjá fyrirtækjum landsins enn þá, hvort það er út af hreinskilni minni eða að þeim finnist ég hreinlega leiðinleg veit ég ekki.“ Hún hvetur bloggara og samfélagsmiðlastjörnur til að tileinka sér vinnubrögð þar sem einlægni er í hávegum höfð. Eins hvetur hún almenning til að vera vakandi fyrir auglýsingum sem eru dulbúnar sem einlæg meðmæli. Sömuleiðis hvetur hún fólk sem vinnur við markaðsstörf hjá fyrirtækjum sem kaupa umfjöllun á bloggum og samfélagsmiðlum til að taka hreinskilinni umfjöllun fagnandi. Elín segir m.a. í Twitter-færslu sinni: „ekki fara í fýlu af því að fyrir tveimur árum sagði ég að farði frá ykkur (sem ég keypti fyrir eigin peninga) gerði mig ljóta í smettinu.“ Elín hefur fengið nokkuð jákvæð viðbrögð við Twitter-færslu sinni. „Flestir hafa bara tekið vel í þetta. Ég fékk skilaboð frá mörgum sem voru ánægðir með að ég hafi sagt mína skoðun á þessu og kunnu að meta hreinskilni mína í gegnum árin. Hins vegar veit ég alveg að þetta hefur farið illa í einhverja en þannig er það nú alltaf þegar maður opnar á sér munninn,“ segir Elín að lokum. Áhugasamir geta fylgst með henni á blogginu hennar, www.elinlikes.com, og á Snapchat undir notendanafninu elinlikes.
Neytendur Tengdar fréttir Íslendingar blekktir: Duldar auglýsingar daglegt brauð á Snapchat Frægustu snappararnir taka að sér að auglýsa varning. 22. september 2016 10:00 Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Sjá meira
Íslendingar blekktir: Duldar auglýsingar daglegt brauð á Snapchat Frægustu snappararnir taka að sér að auglýsa varning. 22. september 2016 10:00