Hagræðingin er að heppnast Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 14. mars 2017 07:00 1) Það eru ekki lengur til sveitabæir heldur aðeins fá og stór iðnaðarbýli.2) Lítil þorp eru að verða sumarhúsabyggðir fyrir okkur þar sem ekki þarf að eyða í þjónustu eins og skóla og sveitarstjórnir. Víða þrjóskast menn þó við, svo þetta getur tekið tíma.3) Litlu matvöruverslanirnar eru horfnar. Nú eru fáar stórar verslunarkeðjur einar um fjörið.4) Litlu útgerðirnar og frystihúsin eru næstum öll horfin. Nú sjá risarnir um að veiða og verka með tilhlýðilegri hagkvæmni.5) Allt er að fara í stærri einingar sem risastóru einingarnar okkar taka síðan yfir.6) Unnið er að því með vilhöllum stjórnmálamönnum að taka yfir þá þætti heilbrigðis-, mennta- og samgöngumála sem hagnast má á.7) Reiðufé er að hverfa og ef allt gengur eftir mun fólk ekki geta borgað barnapíunni án þess að við fáum þóknun. Þá getum við líka stjórnað því betur hvað fólk gerir við sitt fé. Nei, ég meina okkar fé.8) Skattaskjólin standa styrk eftir nokkurn ágang. Verið er að vinna í að svona lekar endurtaki sig ekki.9) Verið er að vinna í því líka að fá páfann til að halda kjafti.10) Brauðs- og leikaaðferðin gerir það gott. Fólk fettir ekki fingur út í ranglætið meðan það er með fullan maga og getur gleymt sér við innihaldsrýra skemmtan.11) Síðasta hrun gagnaðist vel við að endurheimta fé og koma því á færri hendur.12) Við erum að ná völdum og þegar TISA-samningurinn verður fullkomlega innleiddur verða stjórnmálaöfl ekki lengur til trafala.13) En ekki er kálið sopið þó í pottana sé komið. Enn á fátækari helmingur jarðar á við átta okkar. Það er því nóg til að hagræða enn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun
1) Það eru ekki lengur til sveitabæir heldur aðeins fá og stór iðnaðarbýli.2) Lítil þorp eru að verða sumarhúsabyggðir fyrir okkur þar sem ekki þarf að eyða í þjónustu eins og skóla og sveitarstjórnir. Víða þrjóskast menn þó við, svo þetta getur tekið tíma.3) Litlu matvöruverslanirnar eru horfnar. Nú eru fáar stórar verslunarkeðjur einar um fjörið.4) Litlu útgerðirnar og frystihúsin eru næstum öll horfin. Nú sjá risarnir um að veiða og verka með tilhlýðilegri hagkvæmni.5) Allt er að fara í stærri einingar sem risastóru einingarnar okkar taka síðan yfir.6) Unnið er að því með vilhöllum stjórnmálamönnum að taka yfir þá þætti heilbrigðis-, mennta- og samgöngumála sem hagnast má á.7) Reiðufé er að hverfa og ef allt gengur eftir mun fólk ekki geta borgað barnapíunni án þess að við fáum þóknun. Þá getum við líka stjórnað því betur hvað fólk gerir við sitt fé. Nei, ég meina okkar fé.8) Skattaskjólin standa styrk eftir nokkurn ágang. Verið er að vinna í að svona lekar endurtaki sig ekki.9) Verið er að vinna í því líka að fá páfann til að halda kjafti.10) Brauðs- og leikaaðferðin gerir það gott. Fólk fettir ekki fingur út í ranglætið meðan það er með fullan maga og getur gleymt sér við innihaldsrýra skemmtan.11) Síðasta hrun gagnaðist vel við að endurheimta fé og koma því á færri hendur.12) Við erum að ná völdum og þegar TISA-samningurinn verður fullkomlega innleiddur verða stjórnmálaöfl ekki lengur til trafala.13) En ekki er kálið sopið þó í pottana sé komið. Enn á fátækari helmingur jarðar á við átta okkar. Það er því nóg til að hagræða enn.