Valli sport segist ekki brotinn eftir Bó-vélina Jakob Bjarnar skrifar 13. mars 2017 14:07 Nú eru menn í óða önn að gera íslensku Eurovison-söngvakeppnina upp. Mikið gengur á að tjaldabaki og margir koma að hverju atriði. Einn sá allra reyndasti á þessu sviði er auglýsingamaðurinn Valli sport. Hann stjórnaði atriði Arons Hannesar, sem lenti í þriðja sæti. Hann átti aldrei möguleika á því að skjóta Svölu Björgvins ref fyrir rass og óvæntur senuþjófur keppninnar, Daði Hreinn Pétursson, setti strik í reikninginn.Svala var „level“ fyrir ofan aðraVísir greindi frá því í aðdraganda keppninnar að áætlun Valla gengi út á að til einvígis þeirra Svölu og Arons Hannesar kæmi. Og að tjaldabaki væri tækjust þeir á Valli og Bó Hall, faðir Svölu. (Bó vildi reyndar ekkert kannast við neitt slíkt í samtali við Vísi.) Nú, þegar rykið er að setjast, er ekki úr vegi að taka púlsinn á þessum reynda Eurovisionmanni, sem hefur stjórnað fjölmörgum atriðum í þeirri keppni. Valli vill ekki meina, spurður, að hann sé í brotum eftir Bó-vélina? „Neinei, þau voru bara með betri pakka. Þetta var bara betra atriði. Í alla staði, ótrúlega vel gert; útlitið og markaðssetningin og allt saman. Það var bara þannig. Og Daði kom stórkostlega inní þessa keppni. Ég hafði aldrei reiknað með honum þegar ég var að skoða landslagið í þessu. Hann gerði stórkostlegt mót og þjóðin elskar Daða eftir þetta mót. Eins og Páll Óskar sagði: Það komu út úr þessu tvær nýjar poppstjörnur. Daði og Aron Hannes,“ segir Valli. Valli segir að vel hafi verið staðið að atriði Svölu í hvívetna. „Allt fullkomið sem þau gerðu. Þau voru „level“ fyrir ofan aðra. Ég get ekkert annað en óskað þeim til hamingju með það. Frábærlega útfært atriði.“Fylgist með í sjónvarpinu að þessu sinniEn, þetta hljóta að hafa verið vonbrigði fyrir reynslumikinn keppnismann á þessu sviði? „Nei, þó ég hafi stefnt á sigur þá kom margt gott út úr þessu. Þetta er 19 ára strákur, hann stóð sig frábærlega og var í toppsætum í vinsældalistum í síðustu viku. Ekki hægt að fá betra start inní poppferilinn sinn.“ Valli segir þetta hafa verið frábæra keppni þannig að allir eigi að geta verið ánægðir. „Mér fannst atriðið hennar Svölu frábært og það á eftir að gera góða hluti. Síðast þegar ég var með atriði í þessari keppni sem ekki vann, þá var það Jóhanna Guðrún sem sigraði. Það heldur betur náði nú árangri, þannig að ég vona að þetta sé fyrirboði þess að við fáum gott Eurovision-partí í maí, á laugardagskvöldinu. Sem ég ætla að fylgjast með að þessu sinni í sjónvarpinu.“Tekur ofan fyrir „megatalentinu“ DaðaValli sem sagt þvertekur fyrir það að vera svekktur. Hann segist hafa verið búinn að átta sig á því fyrir helgina að Svala ætti sigurinn vísan. „Ég fann alveg sveifluna í samfélaginu og ris Daða. Ég var búinn að taka út mitt svekkelsi fyrir helgina.“En, þegar þú lítur til baka, er eitthvað sem þú vildir hafa gert öðruvísi? „Ég veit það ekki. Held ekki. Það sem gerðist í þessu öllu saman er að það kom þarna óvæntur keppandi sem náði mikilli athygli sem enginn gerði ráð fyrir og þá breytist öll dínamíkin. Sama hvað ég hefði gert, þessi Daði hefði alltaf komið fram. Maður getur bara náð ákveðnum árangri, sem er að byggja upp atriðið og markaðssetningin og umgjörðin en þegar til kastanna kemur þá ákveður fólk þetta að teknu tilliti til ... megatalent þessi Daði og ég tek ofan hatt minn fyrir þeim manni. Hann gerði stórkostlega keppni.“ Eurovision Tengdar fréttir Þakklát Svala strax byrjuð að hefja undirbúning fyrir stóru keppnina „Hún var ótrúleg, ég er svo þakklát,“ segir Svala Björgvinsdóttir aðspurð um hvernig tilfinning það hafi verið að sigra Söngvakeppni Sjónvarpsins. Svala verður fulltrúi Íslands í Eurovision í Kænugarði í Eurovision í maí. 12. mars 2017 13:22 Bó hafnar því alfarið að eiga í slagsmálum við Valla sport Bó segir Valla sport vilja skekkja umræðuna með gömlum trixum. 7. mars 2017 14:33 Valli sport og Bó berjast bak við tjöldin Hitnar í Júróvisjónkolum 7. mars 2017 11:45 Svala vann Söngvakeppnina: „Við tökum þetta alla leið í Kiev“ Svala keppir fyrir Íslands hönd í Kænugarði í maí 11. mars 2017 22:56 Svala hafði mikla yfirburði í einvíginu Þjóðin var nokkuð viss í sinni sök. 13. mars 2017 10:16 Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Sjá meira
Nú eru menn í óða önn að gera íslensku Eurovison-söngvakeppnina upp. Mikið gengur á að tjaldabaki og margir koma að hverju atriði. Einn sá allra reyndasti á þessu sviði er auglýsingamaðurinn Valli sport. Hann stjórnaði atriði Arons Hannesar, sem lenti í þriðja sæti. Hann átti aldrei möguleika á því að skjóta Svölu Björgvins ref fyrir rass og óvæntur senuþjófur keppninnar, Daði Hreinn Pétursson, setti strik í reikninginn.Svala var „level“ fyrir ofan aðraVísir greindi frá því í aðdraganda keppninnar að áætlun Valla gengi út á að til einvígis þeirra Svölu og Arons Hannesar kæmi. Og að tjaldabaki væri tækjust þeir á Valli og Bó Hall, faðir Svölu. (Bó vildi reyndar ekkert kannast við neitt slíkt í samtali við Vísi.) Nú, þegar rykið er að setjast, er ekki úr vegi að taka púlsinn á þessum reynda Eurovisionmanni, sem hefur stjórnað fjölmörgum atriðum í þeirri keppni. Valli vill ekki meina, spurður, að hann sé í brotum eftir Bó-vélina? „Neinei, þau voru bara með betri pakka. Þetta var bara betra atriði. Í alla staði, ótrúlega vel gert; útlitið og markaðssetningin og allt saman. Það var bara þannig. Og Daði kom stórkostlega inní þessa keppni. Ég hafði aldrei reiknað með honum þegar ég var að skoða landslagið í þessu. Hann gerði stórkostlegt mót og þjóðin elskar Daða eftir þetta mót. Eins og Páll Óskar sagði: Það komu út úr þessu tvær nýjar poppstjörnur. Daði og Aron Hannes,“ segir Valli. Valli segir að vel hafi verið staðið að atriði Svölu í hvívetna. „Allt fullkomið sem þau gerðu. Þau voru „level“ fyrir ofan aðra. Ég get ekkert annað en óskað þeim til hamingju með það. Frábærlega útfært atriði.“Fylgist með í sjónvarpinu að þessu sinniEn, þetta hljóta að hafa verið vonbrigði fyrir reynslumikinn keppnismann á þessu sviði? „Nei, þó ég hafi stefnt á sigur þá kom margt gott út úr þessu. Þetta er 19 ára strákur, hann stóð sig frábærlega og var í toppsætum í vinsældalistum í síðustu viku. Ekki hægt að fá betra start inní poppferilinn sinn.“ Valli segir þetta hafa verið frábæra keppni þannig að allir eigi að geta verið ánægðir. „Mér fannst atriðið hennar Svölu frábært og það á eftir að gera góða hluti. Síðast þegar ég var með atriði í þessari keppni sem ekki vann, þá var það Jóhanna Guðrún sem sigraði. Það heldur betur náði nú árangri, þannig að ég vona að þetta sé fyrirboði þess að við fáum gott Eurovision-partí í maí, á laugardagskvöldinu. Sem ég ætla að fylgjast með að þessu sinni í sjónvarpinu.“Tekur ofan fyrir „megatalentinu“ DaðaValli sem sagt þvertekur fyrir það að vera svekktur. Hann segist hafa verið búinn að átta sig á því fyrir helgina að Svala ætti sigurinn vísan. „Ég fann alveg sveifluna í samfélaginu og ris Daða. Ég var búinn að taka út mitt svekkelsi fyrir helgina.“En, þegar þú lítur til baka, er eitthvað sem þú vildir hafa gert öðruvísi? „Ég veit það ekki. Held ekki. Það sem gerðist í þessu öllu saman er að það kom þarna óvæntur keppandi sem náði mikilli athygli sem enginn gerði ráð fyrir og þá breytist öll dínamíkin. Sama hvað ég hefði gert, þessi Daði hefði alltaf komið fram. Maður getur bara náð ákveðnum árangri, sem er að byggja upp atriðið og markaðssetningin og umgjörðin en þegar til kastanna kemur þá ákveður fólk þetta að teknu tilliti til ... megatalent þessi Daði og ég tek ofan hatt minn fyrir þeim manni. Hann gerði stórkostlega keppni.“
Eurovision Tengdar fréttir Þakklát Svala strax byrjuð að hefja undirbúning fyrir stóru keppnina „Hún var ótrúleg, ég er svo þakklát,“ segir Svala Björgvinsdóttir aðspurð um hvernig tilfinning það hafi verið að sigra Söngvakeppni Sjónvarpsins. Svala verður fulltrúi Íslands í Eurovision í Kænugarði í Eurovision í maí. 12. mars 2017 13:22 Bó hafnar því alfarið að eiga í slagsmálum við Valla sport Bó segir Valla sport vilja skekkja umræðuna með gömlum trixum. 7. mars 2017 14:33 Valli sport og Bó berjast bak við tjöldin Hitnar í Júróvisjónkolum 7. mars 2017 11:45 Svala vann Söngvakeppnina: „Við tökum þetta alla leið í Kiev“ Svala keppir fyrir Íslands hönd í Kænugarði í maí 11. mars 2017 22:56 Svala hafði mikla yfirburði í einvíginu Þjóðin var nokkuð viss í sinni sök. 13. mars 2017 10:16 Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Sjá meira
Þakklát Svala strax byrjuð að hefja undirbúning fyrir stóru keppnina „Hún var ótrúleg, ég er svo þakklát,“ segir Svala Björgvinsdóttir aðspurð um hvernig tilfinning það hafi verið að sigra Söngvakeppni Sjónvarpsins. Svala verður fulltrúi Íslands í Eurovision í Kænugarði í Eurovision í maí. 12. mars 2017 13:22
Bó hafnar því alfarið að eiga í slagsmálum við Valla sport Bó segir Valla sport vilja skekkja umræðuna með gömlum trixum. 7. mars 2017 14:33
Svala vann Söngvakeppnina: „Við tökum þetta alla leið í Kiev“ Svala keppir fyrir Íslands hönd í Kænugarði í maí 11. mars 2017 22:56