Gunnar Nelson: Sigur á Undradrengnum kæmi mér hraðar að peningunum og gullinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. mars 2017 09:45 Gunnar Nelson ætlar sér stóra hluti. vísir/getty Gunnar Nelson ætlar sér að berjast tvisvar sinnum í viðbót á árinu 2017 en ef þjálfarinn hans, John Kavanagh, fær draum sinn uppfylltan og allt gengur vel gæti seinni bardaginn verið titilbardagi í lok árs. Kavanagh kallaði eftir því eftir sigurinn á Alan Jouban að Gunnar berjist næst við Stephen Thompson sem kallar sig Undradrenginn eða Wonderboy. Thompson, sem hefur grunn úr karate eins og Gunnar, er efstur á styrkleikalista veltivigtarinnar á eftir meistaranum Tyrone Woodley en er búinn að tapa tvisvar sinnum í röð fyrir Woodley í bardaga um beltið. „Ég myndi elska að berjast við Undradrenginn. Það er bardagi sem fólkið vill sjá. Það er bardaginn sem allir eru að tala um núna. Bardagi við hann og sigur á Undradrengnum yrði risastórt fyrir minn feril. Ég myndi elska það en eins og ég hef alltaf sagt þá er ég klár í að berjast við hvern sem er af þessum bestu,“ segir Gunnar Nelson í viðtali við Fox Sports.Stephen „Wonderboy“ Thompson er efstur á styrkleikalistanum.vísir/gettySama í hvaða röð þeir koma Líklegt þykir að Gunnar, sem er í níunda sæti styrkleikalista veltivigtarinnar, berjist fyrst við einhvern af mönnunum sem eru aðeins fyrir ofan hann. Hafa nöfn eins og Dong Hyun Kim (7. sæti) og Neil Magny (6. sæti) verið nefnd til sögunnar sem og Carlos Condit sem er í fjórða sæti. Taki Gunnar þetta eðlilega milliskref yrði bardaginn á eftir því líklega á móti Thompson eða Robbie Lawler sem er í öðru sæti styrkleikalistans að því gefnu að ekkert breytist á toppnum og Woodley haldi beltinu sínu út árið. Titilbardagi gæti þá verið möguleiki snemma á næsta ári. „Það væri líka risastórt að berjast við Robbie Lawler eða bara einhvern af þessum bestu,“ segir Gunnar sem áttar sig alveg á því að hann væri að sleppa einu þrepi eða svo fari hann beint í þá bestu. En honum er alveg sama. „Ef ég á að vera heiðarlegur þá veit ég alveg að ég væri að sleppa nokkrum þrepum ef ég berst við Robbie eða Undradrenginn næst. Ég kæmist hraðar að peningunum og gullinu en mér líst vel á þá hugmynd. Þegar allt kemur til alls þá trúi ég því að ég muni berjast við alla þessa gaura þannig það skipti mig ekki miklu í hvaða röð þeir koma,“ segir Gunnar Nelson. MMA Tengdar fréttir Jouban greinir eigin bardaga: Það er ekkert verra en að vera með Gunnar ofan á sér Alan Jouban fór ítarlega yfir bardagann á móti Gunnari Nelson í hlaðvarpi sínu MMA H.E.A.T. eftir tapið. 23. mars 2017 12:00 Gunnar mjög spenntur fyrir því að berjast við Undradrenginn Gunnar Nelson er viss um að fólk vilji sjá karatestrákana í veltivigtinni takast á í búrinu. 27. mars 2017 09:00 Gunnar útskýrir hversu þung höggin eru hjá Conor: „Algjörlega ruglaður kraftur“ Gunnar Nelson hefur æft með Conor McGregor og veit hversu hættuleg vinstri höndin á Íranum er. 27. mars 2017 13:00 Undradrengurinn lyfjaður á Instagram Maðurinn sem þjálfari Gunnars Nelson vill að hann berjist við næst, Stephen Thompson, setti inn myndband af sjálfum sér á Instagram í gær þar sem hann er ekki alveg með sjálfum sér. 23. mars 2017 07:30 Gunnar Nelson: Mér er sama hvenær ég berst við þá bestu ég ætla að klára þá alla Gunnar Nelson vill ekki bara vinna bardagana sína heldur klára þá með rothöggi eða hengingu. 28. mars 2017 09:45 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Sjá meira
Gunnar Nelson ætlar sér að berjast tvisvar sinnum í viðbót á árinu 2017 en ef þjálfarinn hans, John Kavanagh, fær draum sinn uppfylltan og allt gengur vel gæti seinni bardaginn verið titilbardagi í lok árs. Kavanagh kallaði eftir því eftir sigurinn á Alan Jouban að Gunnar berjist næst við Stephen Thompson sem kallar sig Undradrenginn eða Wonderboy. Thompson, sem hefur grunn úr karate eins og Gunnar, er efstur á styrkleikalista veltivigtarinnar á eftir meistaranum Tyrone Woodley en er búinn að tapa tvisvar sinnum í röð fyrir Woodley í bardaga um beltið. „Ég myndi elska að berjast við Undradrenginn. Það er bardagi sem fólkið vill sjá. Það er bardaginn sem allir eru að tala um núna. Bardagi við hann og sigur á Undradrengnum yrði risastórt fyrir minn feril. Ég myndi elska það en eins og ég hef alltaf sagt þá er ég klár í að berjast við hvern sem er af þessum bestu,“ segir Gunnar Nelson í viðtali við Fox Sports.Stephen „Wonderboy“ Thompson er efstur á styrkleikalistanum.vísir/gettySama í hvaða röð þeir koma Líklegt þykir að Gunnar, sem er í níunda sæti styrkleikalista veltivigtarinnar, berjist fyrst við einhvern af mönnunum sem eru aðeins fyrir ofan hann. Hafa nöfn eins og Dong Hyun Kim (7. sæti) og Neil Magny (6. sæti) verið nefnd til sögunnar sem og Carlos Condit sem er í fjórða sæti. Taki Gunnar þetta eðlilega milliskref yrði bardaginn á eftir því líklega á móti Thompson eða Robbie Lawler sem er í öðru sæti styrkleikalistans að því gefnu að ekkert breytist á toppnum og Woodley haldi beltinu sínu út árið. Titilbardagi gæti þá verið möguleiki snemma á næsta ári. „Það væri líka risastórt að berjast við Robbie Lawler eða bara einhvern af þessum bestu,“ segir Gunnar sem áttar sig alveg á því að hann væri að sleppa einu þrepi eða svo fari hann beint í þá bestu. En honum er alveg sama. „Ef ég á að vera heiðarlegur þá veit ég alveg að ég væri að sleppa nokkrum þrepum ef ég berst við Robbie eða Undradrenginn næst. Ég kæmist hraðar að peningunum og gullinu en mér líst vel á þá hugmynd. Þegar allt kemur til alls þá trúi ég því að ég muni berjast við alla þessa gaura þannig það skipti mig ekki miklu í hvaða röð þeir koma,“ segir Gunnar Nelson.
MMA Tengdar fréttir Jouban greinir eigin bardaga: Það er ekkert verra en að vera með Gunnar ofan á sér Alan Jouban fór ítarlega yfir bardagann á móti Gunnari Nelson í hlaðvarpi sínu MMA H.E.A.T. eftir tapið. 23. mars 2017 12:00 Gunnar mjög spenntur fyrir því að berjast við Undradrenginn Gunnar Nelson er viss um að fólk vilji sjá karatestrákana í veltivigtinni takast á í búrinu. 27. mars 2017 09:00 Gunnar útskýrir hversu þung höggin eru hjá Conor: „Algjörlega ruglaður kraftur“ Gunnar Nelson hefur æft með Conor McGregor og veit hversu hættuleg vinstri höndin á Íranum er. 27. mars 2017 13:00 Undradrengurinn lyfjaður á Instagram Maðurinn sem þjálfari Gunnars Nelson vill að hann berjist við næst, Stephen Thompson, setti inn myndband af sjálfum sér á Instagram í gær þar sem hann er ekki alveg með sjálfum sér. 23. mars 2017 07:30 Gunnar Nelson: Mér er sama hvenær ég berst við þá bestu ég ætla að klára þá alla Gunnar Nelson vill ekki bara vinna bardagana sína heldur klára þá með rothöggi eða hengingu. 28. mars 2017 09:45 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Sjá meira
Jouban greinir eigin bardaga: Það er ekkert verra en að vera með Gunnar ofan á sér Alan Jouban fór ítarlega yfir bardagann á móti Gunnari Nelson í hlaðvarpi sínu MMA H.E.A.T. eftir tapið. 23. mars 2017 12:00
Gunnar mjög spenntur fyrir því að berjast við Undradrenginn Gunnar Nelson er viss um að fólk vilji sjá karatestrákana í veltivigtinni takast á í búrinu. 27. mars 2017 09:00
Gunnar útskýrir hversu þung höggin eru hjá Conor: „Algjörlega ruglaður kraftur“ Gunnar Nelson hefur æft með Conor McGregor og veit hversu hættuleg vinstri höndin á Íranum er. 27. mars 2017 13:00
Undradrengurinn lyfjaður á Instagram Maðurinn sem þjálfari Gunnars Nelson vill að hann berjist við næst, Stephen Thompson, setti inn myndband af sjálfum sér á Instagram í gær þar sem hann er ekki alveg með sjálfum sér. 23. mars 2017 07:30
Gunnar Nelson: Mér er sama hvenær ég berst við þá bestu ég ætla að klára þá alla Gunnar Nelson vill ekki bara vinna bardagana sína heldur klára þá með rothöggi eða hengingu. 28. mars 2017 09:45