Fertugur Brady vill spila í sex til sjö ár í viðbót Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2017 11:00 Tom Brady. Vísir/Getty Það gæti varla verið betri tími fyrir Tom Brady að leggja skóna á hilluna en núna. Hann er orðinn fertugur, hefur unnið allt á ferlinum og það mörgum sinnum en síðasta en ekki síst þá varð hann í febrúar NFL-meistari í fimmta sinn eftir ótrúlega og sögulega endurkomu í Super Bowl. Einn maður er algjörlega ósammála þessu og það er Tom Brady sjálfur. Það dugar ekki einu sinni að eiginkonan hafi grátbeðið hann mörgum sinnum um að segja þetta gott. Hann tímir ekki að hætta. Eigandi New England Patriots sagði frá því í viðtali við ESPN í gær að Tom Brady ætli ekki að spila í eitt til tvö ár í viðbót heldur er hann að tala um að spila þangað til að hann er 46 eða 47 ára. „Síðast fyrir tveimur til þremur dögum þá fullvissaði hann mig um það að hann væri tilbúinn að spila í sex til sjö ár í viðbót og að hann gæti á þessum tíma spilað jafnvel og hann er að gera í dag,“ sagði Robert Kraft, eigandi New England Patriots, þegar hann hitti fjölmiðla á árlegum ársfundi eiganda NFL-deildarinnar. „Það er enginn sem er ánægðari við að heyra þetta en ég og síðan stuðningsmenn okkar,“ bætti Kraft við. Tom Brady er að fara að hefja sitt átjánda tímabil í NFL-deildinni næsta haust. Hann heldur upp á fertugsafmælið sitt 3. ágúst næstkomandi. Jason Hanson, fyrrum sparkari Detroit Lions, á metið yfir flest tímabil með einu liði eða 21. Brady myndi slá það met léttilega næði hann fyrrnefndum markmiðum sínum auk þess að bæta öll möguleg met hjá leikstjórnendum. Tom Brady hugsar ótrúlega vel um sig, bæði hvað varðar matarræði, lífstíl og æfingar. Kraft sagði meðal annars frá því að Brady væri á fullu að æfa í dag nú þegar fimm mánuðir eru í að tímabilið hefjist. NFL Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Meistararnir stungu af í seinni Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ Einkunnir Íslands: Albert og Sverrir Ingi með mörkin „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Sjá meira
Það gæti varla verið betri tími fyrir Tom Brady að leggja skóna á hilluna en núna. Hann er orðinn fertugur, hefur unnið allt á ferlinum og það mörgum sinnum en síðasta en ekki síst þá varð hann í febrúar NFL-meistari í fimmta sinn eftir ótrúlega og sögulega endurkomu í Super Bowl. Einn maður er algjörlega ósammála þessu og það er Tom Brady sjálfur. Það dugar ekki einu sinni að eiginkonan hafi grátbeðið hann mörgum sinnum um að segja þetta gott. Hann tímir ekki að hætta. Eigandi New England Patriots sagði frá því í viðtali við ESPN í gær að Tom Brady ætli ekki að spila í eitt til tvö ár í viðbót heldur er hann að tala um að spila þangað til að hann er 46 eða 47 ára. „Síðast fyrir tveimur til þremur dögum þá fullvissaði hann mig um það að hann væri tilbúinn að spila í sex til sjö ár í viðbót og að hann gæti á þessum tíma spilað jafnvel og hann er að gera í dag,“ sagði Robert Kraft, eigandi New England Patriots, þegar hann hitti fjölmiðla á árlegum ársfundi eiganda NFL-deildarinnar. „Það er enginn sem er ánægðari við að heyra þetta en ég og síðan stuðningsmenn okkar,“ bætti Kraft við. Tom Brady er að fara að hefja sitt átjánda tímabil í NFL-deildinni næsta haust. Hann heldur upp á fertugsafmælið sitt 3. ágúst næstkomandi. Jason Hanson, fyrrum sparkari Detroit Lions, á metið yfir flest tímabil með einu liði eða 21. Brady myndi slá það met léttilega næði hann fyrrnefndum markmiðum sínum auk þess að bæta öll möguleg met hjá leikstjórnendum. Tom Brady hugsar ótrúlega vel um sig, bæði hvað varðar matarræði, lífstíl og æfingar. Kraft sagði meðal annars frá því að Brady væri á fullu að æfa í dag nú þegar fimm mánuðir eru í að tímabilið hefjist.
NFL Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Meistararnir stungu af í seinni Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ Einkunnir Íslands: Albert og Sverrir Ingi með mörkin „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Sjá meira