Gylfi Þór: Hefðum getað gleymt 1. sætinu ef við hefðum tapað Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. mars 2017 22:08 „Þetta var ekki fallegt en þetta eru dýrmæt þrjú stig á erfiðum útivelli. Þetta er fínt lið og þeir spila boltanum ágætlega. Þeir eru ekkert með besta liðið en eru ágætir á boltanum. Ef við getum ekki unnið þá hérna höfum við ekkert að gera til Rússlands,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson í samtali við Vísi eftir sigur Íslands á Kósóvó í undankeppni HM í kvöld. Gylfi og Björn Bergmann Sigurðarson skoruðu fyrir íslenska liðið í fyrri hálfleik en í þeim seinni áttu strákarnir okkar undir högg að sækja. „Við fengum á okkur klaufamark í byrjun seinni hálfleiks sem setti óþarfa pressu á okkur. Ef við hefðum haldið út fyrstu 10-15 mínúturnar í seinni hálfleik hefði þetta verið allt öðruvísi leikur. Við hefðum getað spilað betur í sókninni í seinni hálfleik og spilað boltanum betur. Við reyndum bara að koma honum upp í hornið síðustu 10 mínúturnar en þetta hafðist sem betur fer,“ sagði Gylfi og bætti því við að það hafi verið pirrandi að spila þennan leik, þar sem spilið gekk illa. „Já, það var lítið spil og boltinn mikið í loftinu. Miðverðirnir þeirra negldu boltanum alltaf fram á stóra framherjann þeirra [Atdhe Nuhiu] og þá varð þetta barátta um seinni boltann. Það varð eiginlega ekkert úr þessum leik en við héldum okkar leikplani ágætlega. Eftir á að hyggja hefðum við átt að spila betri fótbolta en við unnum og það er það sem skiptir máli.“ Swansea-maðurinn kvaðst nokkuð sáttur með varnarleik íslenska liðsins í leiknum í kvöld. „Hann gekk ágætlega en það er erfitt að eiga við svona stóran framherja. Við fengum á okkur klaufamark en fyrir utan það gekk þetta sæmilega. Við gáfum kannski full mikið af fyrirgjöfum og það var óþarfa hætta í teignum okkar,“ sagði Gylfi. Hann segir að sigurinn hafi verið hafi verið afar mikilvægur en með honum komst Ísland upp í 2. sæti riðilsins. „Þetta var mjög mikilvægt. Ef við hefðum tapað þessum hefðum við getað gleymt 1. sætinu. Þetta gerir leikinn gegn Króötum í sumar mjög spennandi. Þetta voru dýrmæt þrjú stig,“ sagði Gylfi að lokum. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Króatía marði Úkraínu | Sjáðu mörkin Króatía vann Úkraínu í hinum leik I-riðilsins sem við Íslendingar erum í, en fyrr í dag unnu Tyrkir Finnland 2-0. 24. mars 2017 21:45 Tyrkir hoppuðu upp fyrir Ísland | Sjáðu mörkin Tyrkland vann sannfærandi sigur, 2-0, á Finnum í riðli Íslands í undankeppni HM í kvöld. 24. mars 2017 18:52 Twitter yfir landsleiknum: "Þvílík mamma" Íslenska karlalandsliðið vann afar góðan sigur á Kósóvó, en lokatölur urðu 2-1. Leikið var ytra í dag, en leikurinn var liður í undankeppni HM 2018. 24. mars 2017 21:55 Umfjöllun: Kósóvó - Ísland 1-2 | Snilldartaktar Gylfa skiluðu þrem stigum Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:30 Einkunnir íslenska liðsins | Gylfi maður leiksins Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:44 Aron Einar: Þetta var karakterssigur "Þetta voru heldur betur sæt stig. Þetta var vinnsla,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson kátur eftir sigurinn í kvöld. 24. mars 2017 22:02 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira
„Þetta var ekki fallegt en þetta eru dýrmæt þrjú stig á erfiðum útivelli. Þetta er fínt lið og þeir spila boltanum ágætlega. Þeir eru ekkert með besta liðið en eru ágætir á boltanum. Ef við getum ekki unnið þá hérna höfum við ekkert að gera til Rússlands,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson í samtali við Vísi eftir sigur Íslands á Kósóvó í undankeppni HM í kvöld. Gylfi og Björn Bergmann Sigurðarson skoruðu fyrir íslenska liðið í fyrri hálfleik en í þeim seinni áttu strákarnir okkar undir högg að sækja. „Við fengum á okkur klaufamark í byrjun seinni hálfleiks sem setti óþarfa pressu á okkur. Ef við hefðum haldið út fyrstu 10-15 mínúturnar í seinni hálfleik hefði þetta verið allt öðruvísi leikur. Við hefðum getað spilað betur í sókninni í seinni hálfleik og spilað boltanum betur. Við reyndum bara að koma honum upp í hornið síðustu 10 mínúturnar en þetta hafðist sem betur fer,“ sagði Gylfi og bætti því við að það hafi verið pirrandi að spila þennan leik, þar sem spilið gekk illa. „Já, það var lítið spil og boltinn mikið í loftinu. Miðverðirnir þeirra negldu boltanum alltaf fram á stóra framherjann þeirra [Atdhe Nuhiu] og þá varð þetta barátta um seinni boltann. Það varð eiginlega ekkert úr þessum leik en við héldum okkar leikplani ágætlega. Eftir á að hyggja hefðum við átt að spila betri fótbolta en við unnum og það er það sem skiptir máli.“ Swansea-maðurinn kvaðst nokkuð sáttur með varnarleik íslenska liðsins í leiknum í kvöld. „Hann gekk ágætlega en það er erfitt að eiga við svona stóran framherja. Við fengum á okkur klaufamark en fyrir utan það gekk þetta sæmilega. Við gáfum kannski full mikið af fyrirgjöfum og það var óþarfa hætta í teignum okkar,“ sagði Gylfi. Hann segir að sigurinn hafi verið hafi verið afar mikilvægur en með honum komst Ísland upp í 2. sæti riðilsins. „Þetta var mjög mikilvægt. Ef við hefðum tapað þessum hefðum við getað gleymt 1. sætinu. Þetta gerir leikinn gegn Króötum í sumar mjög spennandi. Þetta voru dýrmæt þrjú stig,“ sagði Gylfi að lokum.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Króatía marði Úkraínu | Sjáðu mörkin Króatía vann Úkraínu í hinum leik I-riðilsins sem við Íslendingar erum í, en fyrr í dag unnu Tyrkir Finnland 2-0. 24. mars 2017 21:45 Tyrkir hoppuðu upp fyrir Ísland | Sjáðu mörkin Tyrkland vann sannfærandi sigur, 2-0, á Finnum í riðli Íslands í undankeppni HM í kvöld. 24. mars 2017 18:52 Twitter yfir landsleiknum: "Þvílík mamma" Íslenska karlalandsliðið vann afar góðan sigur á Kósóvó, en lokatölur urðu 2-1. Leikið var ytra í dag, en leikurinn var liður í undankeppni HM 2018. 24. mars 2017 21:55 Umfjöllun: Kósóvó - Ísland 1-2 | Snilldartaktar Gylfa skiluðu þrem stigum Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:30 Einkunnir íslenska liðsins | Gylfi maður leiksins Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:44 Aron Einar: Þetta var karakterssigur "Þetta voru heldur betur sæt stig. Þetta var vinnsla,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson kátur eftir sigurinn í kvöld. 24. mars 2017 22:02 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira
Króatía marði Úkraínu | Sjáðu mörkin Króatía vann Úkraínu í hinum leik I-riðilsins sem við Íslendingar erum í, en fyrr í dag unnu Tyrkir Finnland 2-0. 24. mars 2017 21:45
Tyrkir hoppuðu upp fyrir Ísland | Sjáðu mörkin Tyrkland vann sannfærandi sigur, 2-0, á Finnum í riðli Íslands í undankeppni HM í kvöld. 24. mars 2017 18:52
Twitter yfir landsleiknum: "Þvílík mamma" Íslenska karlalandsliðið vann afar góðan sigur á Kósóvó, en lokatölur urðu 2-1. Leikið var ytra í dag, en leikurinn var liður í undankeppni HM 2018. 24. mars 2017 21:55
Umfjöllun: Kósóvó - Ísland 1-2 | Snilldartaktar Gylfa skiluðu þrem stigum Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:30
Einkunnir íslenska liðsins | Gylfi maður leiksins Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:44
Aron Einar: Þetta var karakterssigur "Þetta voru heldur betur sæt stig. Þetta var vinnsla,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson kátur eftir sigurinn í kvöld. 24. mars 2017 22:02