Thompson, sem kallar sig Undradrenginn, var nefnilega að koma úr aðgerð og vildi láta aðdáendur sína vita að aðgerðin hefði gengið vel.
Hann var enn vel slompaður af lyfjunum eins og sjá má hér að neðan.
Það eru um þrjár vikur síðan hann barðist í annað sinn um titilinn í veltivigt UFC og tapaði naumlega gegn Tyron Woodley.
Þjálfari Gunnars, John Kavanagh, vill að Gunnar berjist við Thompson í sumar en hvort að Thompson verði klár í bardaga þá verður að koma í ljós.