Lagerbäck valdi samherja Ragnars sem næsta fyrirliða Noregs Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. mars 2017 13:00 Lars Lagerbäck fann norska Aron Einar. vísir/getty Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta sem hefur tekið að sér það vandasama verkefni að þjálfa Noreg næstu árin, er búinn að finna næsta fyrirliða norska landsliðsins. Lagerbäck valdi Stefan Johansen, miðjumann Fulham í ensku B-deildinni, til að bera fyrirliðabandið í sinni stjórnartíð en leikmenn norska liðsins klöppuðu fyrir nýja fyrirliðanum þegar þetta var tilkynnt á æfingu í morgun. TV2 greinir frá.Sjá einnig:Lagerbäck ekki búinn að finna sinn Aron Einar í norska landsliðinu Stefan Johansen er 26 ára gamall leikmaður sem varð meistari með Strömsgodset árið 2013 en sama ár var hann valinn besti miðjumaður deildarinnar sem og að hljóta útnefninguna besti leikmaður Noregs. Hann fylgdi þjálfara sínum Ronney Deila til Celtic í skosku úrvalsdeildinni þar sem hann fagnaði skoska meistaratitlinum í þrígang áður en Fulham keypti hann fyrir yfirstandandi leiktíð. Þar er hann samherji íslenska landsliðsmannsins Ragnars Sigurðssonar. Johansen er af flestum talinn besti leikmaður Noregs í dag en hann á að baki 33 landsleiki og þrjú mörk. Eitt þeirra skoraði hann á móti Íslandi í 3-2 sigri í vináttuleik í júní á síðasta ári. „Það er enginn meiri náttúrlegur leiðtogi en Johansen í norska liðinu núna. Þetta er góður kostur. Hann er góður utan vallar og talar tungumál sem fólk skilur. Það er mjög eðlilegt að hann fékk þetta hlutverk,“ segir Jesper Mathiesen, sérfræðingur TV2. Johansen leiðir norska liðið í fyrsta sinn út á völlinn í Belfast þegar það mætir Norður-Írlandi á sunnudagskvöldið en fyrsti leikur Lars Lagerbäck sem þjálfari norska landsliðsins verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Fleiri fréttir „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Sjá meira
Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta sem hefur tekið að sér það vandasama verkefni að þjálfa Noreg næstu árin, er búinn að finna næsta fyrirliða norska landsliðsins. Lagerbäck valdi Stefan Johansen, miðjumann Fulham í ensku B-deildinni, til að bera fyrirliðabandið í sinni stjórnartíð en leikmenn norska liðsins klöppuðu fyrir nýja fyrirliðanum þegar þetta var tilkynnt á æfingu í morgun. TV2 greinir frá.Sjá einnig:Lagerbäck ekki búinn að finna sinn Aron Einar í norska landsliðinu Stefan Johansen er 26 ára gamall leikmaður sem varð meistari með Strömsgodset árið 2013 en sama ár var hann valinn besti miðjumaður deildarinnar sem og að hljóta útnefninguna besti leikmaður Noregs. Hann fylgdi þjálfara sínum Ronney Deila til Celtic í skosku úrvalsdeildinni þar sem hann fagnaði skoska meistaratitlinum í þrígang áður en Fulham keypti hann fyrir yfirstandandi leiktíð. Þar er hann samherji íslenska landsliðsmannsins Ragnars Sigurðssonar. Johansen er af flestum talinn besti leikmaður Noregs í dag en hann á að baki 33 landsleiki og þrjú mörk. Eitt þeirra skoraði hann á móti Íslandi í 3-2 sigri í vináttuleik í júní á síðasta ári. „Það er enginn meiri náttúrlegur leiðtogi en Johansen í norska liðinu núna. Þetta er góður kostur. Hann er góður utan vallar og talar tungumál sem fólk skilur. Það er mjög eðlilegt að hann fékk þetta hlutverk,“ segir Jesper Mathiesen, sérfræðingur TV2. Johansen leiðir norska liðið í fyrsta sinn út á völlinn í Belfast þegar það mætir Norður-Írlandi á sunnudagskvöldið en fyrsti leikur Lars Lagerbäck sem þjálfari norska landsliðsins verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Fleiri fréttir „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Sjá meira