Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Stjarnan 30-28 | Fyrsti heimasigur Mosfellinga eftir áramót Ingvi Þór Sæmundsson í N1-höllinni skrifar 20. mars 2017 21:30 Ernir Hrafn Arnarson á ferðinni í kvöld. vísir/anton Afturelding vann tveggja marka sigur á Stjörnunni, 30-28, þegar liðin mættust í 24. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Þetta var fyrsti heimasigur Aftureldingar á árinu en með honum komst liðið upp í 3. sæti deildarinnar. Stjörnumenn, sem hafa verið á ágætis siglingu eftir áramót, eru áfram í 8. sætinu. Afturelding byrjaði leikinn betur og komst í 3-1. Stjarnan náði fljótlega undirtökunum þökk sé góðri markvörslu Sveinbjörns Péturssonar og vel útfærðum hraðaupphlaupum. Vörn Aftureldingar var galopin í upphafi leiks og eftir 13 mínútur var staðan 6-10, Stjörnunni í vil. Þegar 18 mínútur voru liðnar af leiknum kom Ólafur Gústafsson Stjörnunni fjórum mörkum yfir, 8-12. Ólafur fékk högg er hann skoraði og kom ekkert meira við sögu í leiknum. Þetta var algjör vendipunktur í leiknum. Það sá strax á Stjörnuliðinu sem missti tökin á leiknum. Garðbæingar komust reyndar í 8-13 skömmu eftir að Ólafur fór af velli en Afturelding svaraði með 6-1 kafla og jafnaði metin í 14-14. Davíð Svansson fór að verja í markinu og Mikk Pinnonen og Kristinn Bjarkason áttu góða innkomu í sóknina. Sá síðastnefndi sá til þess að staðan í hálfleik væri jöfn er hann jafnaði metin i 15-15, rétt áður en hálfleiksflautið gall. Jafnt var á öllum tölum framan af seinni hálfleik og aldrei munaði meira en einu marki á liðunum. Um miðjan seinni hálfleik hertu heimamenn skrúfurnar í vörninni og Davíð hélt áfram að verja í markinu. Mosfellingar nýttu sér þennan góða varnarleik til að ná tveggja marka forskoti, 25-23. Þegar tvær mínútur voru eftir kom Árni Bragi Eyjólfsson Aftureldingu svo þremur mörkum yfir, 28-25, í fyrsta skipti í leiknum. Það bil náðu Stjörnumenn ekki að brúa og Afturelding fagnaði góðum sigri, 30-28. Guðni Már Kristinsson átti frábæran leik í liði Aftureldingar og skoraði sjö mörk úr jafn mörgum skotum. Árni Bragi kom næstur með fimm mörk. Kristinn átti einnig góðan leik sem og Pinnonen og Jón Heiðar Gunnarsson. Þá varði Davíð 18 skot í markinu (40%). Ari Magnús Þorgeirsson skoraði sjö mörk fyrir Stjörnuna sem mátti illa við brotthvarfi Ólafs. Hann skoraði fimm mörk líkt og Stefán Darri Þórsson.Einar Andri: Lagfærðum vörnina Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var að vonum ánægður með fyrsta heimasigurinn á árinu. „Við vorum í basli í byrjun leiks og vorum búnir að fá á okkur 13 mörk eftir 21 mínútu. Vörnin var í basli en sóknin var ágæt. Svo náðum við að gera lagfæringar á vörninni og Birkir [Benediktsson] kom sterkur inn. Það var grunnurinn að þessu, að ná tökum á varnarleiknum,“ sagði Einar Andri eftir leikinn í kvöld. Hann segist vera ánægður með sóknarleik Aftureldingar í undanförnum leikjum. „Ég er mjög ánægður með það. Sóknin hefur verið mjög góð í síðustu þremur leikjum. Vörnin var fín á köflum og það er stígandi í þessu. Mér fannst við kasta sigrinum gegn Gróttu frá okkur. Við áttum að vinna hann. Ég lít svo á að við séum í góðu jafnvægi og að bæta okkur á réttum tíma fyrir úrslitakeppnina,“ sagði Einar Andri. Hann segir að nú sé lag fyrir Mosfellinga að bæta leik sinn fyrir úrslitakeppnina sem hefst í næsta mánuði. „Við eigum erfiða leiki eftir og þurfum að einbeita okkur að frammistöðunni. Laga vörn, sókn og markvörslu fyrir úrslitakeppnina,“ sagði Einar Andri að lokum.Einar: Hefði verið gaman að spila með Ólaf í 60 mínútur Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, sagði að slæm nýting á dauðafærum hefði riðið baggamuninum í tapinu fyrir Aftureldingu í kvöld. „Mér fannst við fara illa með dauðafæri, sérstaklega í seinni hálfleik, og í fljótu bragði vantaði það upp á. Á meðan nýttu þeir flest sín dauðafæri. Á móti svona góðu liði og í svona jöfnum leik gengur það ekki,“ sagði Einar. Ólafur Gústafsson meiddist á 18. mínútu og kom ekki meira við sögu eftir það. Á þeim tímapunkti var staðan 8-12 og Ólafur búinn að skora fimm mörk. Einar segir að brotthvarf hans hafi haft sitt að segja um útkomu leiksins. „Þetta gerði okkur erfitt fyrir. Óli er frábær leikmaður og stór póstur í okkar liði. Við förum bara að venjast þessu, hann nær aldrei meira en 20-30 mínútum í hverjum leik,“ sagði Einar. „Þetta hökti en að mínu mati spiluðum við nokkuð vel í seinni hálfleik þrátt fyrir að Ólaf hafi vantað. En það hefði verið gaman að spila þennan leik með hann í 60 mínútur,“ sagði Einar að endingu. Olís-deild karla Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Fleiri fréttir Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Sjá meira
Afturelding vann tveggja marka sigur á Stjörnunni, 30-28, þegar liðin mættust í 24. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Þetta var fyrsti heimasigur Aftureldingar á árinu en með honum komst liðið upp í 3. sæti deildarinnar. Stjörnumenn, sem hafa verið á ágætis siglingu eftir áramót, eru áfram í 8. sætinu. Afturelding byrjaði leikinn betur og komst í 3-1. Stjarnan náði fljótlega undirtökunum þökk sé góðri markvörslu Sveinbjörns Péturssonar og vel útfærðum hraðaupphlaupum. Vörn Aftureldingar var galopin í upphafi leiks og eftir 13 mínútur var staðan 6-10, Stjörnunni í vil. Þegar 18 mínútur voru liðnar af leiknum kom Ólafur Gústafsson Stjörnunni fjórum mörkum yfir, 8-12. Ólafur fékk högg er hann skoraði og kom ekkert meira við sögu í leiknum. Þetta var algjör vendipunktur í leiknum. Það sá strax á Stjörnuliðinu sem missti tökin á leiknum. Garðbæingar komust reyndar í 8-13 skömmu eftir að Ólafur fór af velli en Afturelding svaraði með 6-1 kafla og jafnaði metin í 14-14. Davíð Svansson fór að verja í markinu og Mikk Pinnonen og Kristinn Bjarkason áttu góða innkomu í sóknina. Sá síðastnefndi sá til þess að staðan í hálfleik væri jöfn er hann jafnaði metin i 15-15, rétt áður en hálfleiksflautið gall. Jafnt var á öllum tölum framan af seinni hálfleik og aldrei munaði meira en einu marki á liðunum. Um miðjan seinni hálfleik hertu heimamenn skrúfurnar í vörninni og Davíð hélt áfram að verja í markinu. Mosfellingar nýttu sér þennan góða varnarleik til að ná tveggja marka forskoti, 25-23. Þegar tvær mínútur voru eftir kom Árni Bragi Eyjólfsson Aftureldingu svo þremur mörkum yfir, 28-25, í fyrsta skipti í leiknum. Það bil náðu Stjörnumenn ekki að brúa og Afturelding fagnaði góðum sigri, 30-28. Guðni Már Kristinsson átti frábæran leik í liði Aftureldingar og skoraði sjö mörk úr jafn mörgum skotum. Árni Bragi kom næstur með fimm mörk. Kristinn átti einnig góðan leik sem og Pinnonen og Jón Heiðar Gunnarsson. Þá varði Davíð 18 skot í markinu (40%). Ari Magnús Þorgeirsson skoraði sjö mörk fyrir Stjörnuna sem mátti illa við brotthvarfi Ólafs. Hann skoraði fimm mörk líkt og Stefán Darri Þórsson.Einar Andri: Lagfærðum vörnina Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var að vonum ánægður með fyrsta heimasigurinn á árinu. „Við vorum í basli í byrjun leiks og vorum búnir að fá á okkur 13 mörk eftir 21 mínútu. Vörnin var í basli en sóknin var ágæt. Svo náðum við að gera lagfæringar á vörninni og Birkir [Benediktsson] kom sterkur inn. Það var grunnurinn að þessu, að ná tökum á varnarleiknum,“ sagði Einar Andri eftir leikinn í kvöld. Hann segist vera ánægður með sóknarleik Aftureldingar í undanförnum leikjum. „Ég er mjög ánægður með það. Sóknin hefur verið mjög góð í síðustu þremur leikjum. Vörnin var fín á köflum og það er stígandi í þessu. Mér fannst við kasta sigrinum gegn Gróttu frá okkur. Við áttum að vinna hann. Ég lít svo á að við séum í góðu jafnvægi og að bæta okkur á réttum tíma fyrir úrslitakeppnina,“ sagði Einar Andri. Hann segir að nú sé lag fyrir Mosfellinga að bæta leik sinn fyrir úrslitakeppnina sem hefst í næsta mánuði. „Við eigum erfiða leiki eftir og þurfum að einbeita okkur að frammistöðunni. Laga vörn, sókn og markvörslu fyrir úrslitakeppnina,“ sagði Einar Andri að lokum.Einar: Hefði verið gaman að spila með Ólaf í 60 mínútur Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, sagði að slæm nýting á dauðafærum hefði riðið baggamuninum í tapinu fyrir Aftureldingu í kvöld. „Mér fannst við fara illa með dauðafæri, sérstaklega í seinni hálfleik, og í fljótu bragði vantaði það upp á. Á meðan nýttu þeir flest sín dauðafæri. Á móti svona góðu liði og í svona jöfnum leik gengur það ekki,“ sagði Einar. Ólafur Gústafsson meiddist á 18. mínútu og kom ekki meira við sögu eftir það. Á þeim tímapunkti var staðan 8-12 og Ólafur búinn að skora fimm mörk. Einar segir að brotthvarf hans hafi haft sitt að segja um útkomu leiksins. „Þetta gerði okkur erfitt fyrir. Óli er frábær leikmaður og stór póstur í okkar liði. Við förum bara að venjast þessu, hann nær aldrei meira en 20-30 mínútum í hverjum leik,“ sagði Einar. „Þetta hökti en að mínu mati spiluðum við nokkuð vel í seinni hálfleik þrátt fyrir að Ólaf hafi vantað. En það hefði verið gaman að spila þennan leik með hann í 60 mínútur,“ sagði Einar að endingu.
Olís-deild karla Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Fleiri fréttir Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Sjá meira