Taktík Israels Martin gagnrýnd: Hann einn ber ábyrgð á því að Tindastóll tapaði þessum leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. mars 2017 13:45 Athygli vakti hvernig Israel Martin, þjálfari Tindastóls, dreifði mínútunum í leiknum gegn Keflavík í gær. Allir 12 leikmennirnir á skýrslu hjá Tindastóli komu við sögu í leiknum. Enginn leikmaður liðsins spilaði minna en fimm mínútur og allir nema einn tóku skot. Domino's Körfuboltakvöld var sent beint út frá TM-höllinni í Keflavík. Heimamennirnir Jón Halldór Eðvaldsson og Kristinn Friðriksson voru gestir Kjartans Atla Kjartanssonar og þeir voru afar undrandi á taktík Martins. „Ég skil ekki þennan leik,“ sagði Kristinn í hálfleik. „Þú ert með 15 mínútur af bekknum hjá Keflavík en tæplega 40 hjá Stólunum. Hvað er að gerast hérna? Það eru leikmenn sem ég aldrei séð áður sem eru að klára sóknir. Finnbogi [Bjarnason], sem er búinn að skjóta 21 skoti í allan vetur, er búinn að taka fjögur skot í kvöld.“ Sérfræðingarnir voru alveg jafn undrandi eftir leikinn, sem Keflavík vann 86-80. „Það er svo margt sem hann gerir sem mér finnst algjörlega galið,“ sagði Jón Halldór. Meðal þess sem strákarnir í Körfuboltakvöldi furðuðu sig á var þegar Viðari Ágústssyni var skipt út af, strax eftir að hann fiskaði fimmtu villuna á Hörð Axel Vilhjálmsson, leikstjórnanda Keflavíkur. „Honum er skipt út af fyrir mann sem er að spila þrjár mínútur að meðaltali í leik. Það er bara einn maður sem klikkar í þessum leik og það er þjálfarinn,“ sagði Kristinn forviða. „Hann [Martin] tapaði þessum leik. Það er ósköp einfalt. Þessi taktík sem hann mætti með í Keflavík var gjörsamlega galin. Hann einn ber ábyrgð á því að Tindastóll tapaði þessum leik,“ sagði Jón Halldór. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Dominos-deild karla Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira
Athygli vakti hvernig Israel Martin, þjálfari Tindastóls, dreifði mínútunum í leiknum gegn Keflavík í gær. Allir 12 leikmennirnir á skýrslu hjá Tindastóli komu við sögu í leiknum. Enginn leikmaður liðsins spilaði minna en fimm mínútur og allir nema einn tóku skot. Domino's Körfuboltakvöld var sent beint út frá TM-höllinni í Keflavík. Heimamennirnir Jón Halldór Eðvaldsson og Kristinn Friðriksson voru gestir Kjartans Atla Kjartanssonar og þeir voru afar undrandi á taktík Martins. „Ég skil ekki þennan leik,“ sagði Kristinn í hálfleik. „Þú ert með 15 mínútur af bekknum hjá Keflavík en tæplega 40 hjá Stólunum. Hvað er að gerast hérna? Það eru leikmenn sem ég aldrei séð áður sem eru að klára sóknir. Finnbogi [Bjarnason], sem er búinn að skjóta 21 skoti í allan vetur, er búinn að taka fjögur skot í kvöld.“ Sérfræðingarnir voru alveg jafn undrandi eftir leikinn, sem Keflavík vann 86-80. „Það er svo margt sem hann gerir sem mér finnst algjörlega galið,“ sagði Jón Halldór. Meðal þess sem strákarnir í Körfuboltakvöldi furðuðu sig á var þegar Viðari Ágústssyni var skipt út af, strax eftir að hann fiskaði fimmtu villuna á Hörð Axel Vilhjálmsson, leikstjórnanda Keflavíkur. „Honum er skipt út af fyrir mann sem er að spila þrjár mínútur að meðaltali í leik. Það er bara einn maður sem klikkar í þessum leik og það er þjálfarinn,“ sagði Kristinn forviða. „Hann [Martin] tapaði þessum leik. Það er ósköp einfalt. Þessi taktík sem hann mætti með í Keflavík var gjörsamlega galin. Hann einn ber ábyrgð á því að Tindastóll tapaði þessum leik,“ sagði Jón Halldór. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Dominos-deild karla Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira