Sendiherrar Sýrlands og Ísrael skiptast á skotum Samúel Karl Ólason skrifar 20. mars 2017 11:27 Ísraelar segja herþotum sínum aldrei hafa verið ógnað af eldflaugunum sem skotið var á eftir þeim. Vísir/AFP Sendiherrar Sýrlands og Ísrael til Sameinuðu þjóðanna hafa skipst á skotum í dag vegna loftárásar Ísraela í Sýrlandi á föstudaginn. Sýrlendingar skutu eldflaugum á eftir orrustuþotunum sem gerðu árásirnar. Sendiherra Sýrlands sakaði Ísrael um „hryðjuverk“ og segir Rússa hafa tilkynnt Ísrael að aðgerðum þeirra í Sýrlandi væri lokið. Sendiherra Ísrael segir það „hámark hræsninnar“ að sendiherra ríkisstjórnar sem „slátri eigin fólki“ hafi sakað Ísrael um hryðjuverk. „Ísrael mun halda áfram að verja borgara sína gegn öllum tilraunum til að vinna þeim mein,“ sagði Danny Danon. Ísraelskar orrustuþotur gerðu loftárásir á bílalest nærri Palmyra í Sýrlandi á föstudaginn. Þeir segja bílalestina hafa borið vopn frá Íran sem ætluð voru Hezbollah samtökunum. Ísraelar hafa gert þó nokkrar slíkar árásir á undanförnum árum og segjast ætla að halda því áfram, til að koma í veg fyrir að Hezbollah verði sér út um háþróuð vopn. Sýrlendingar brugðust við með því að skjóta þremur eldflaugum að orrustuþotunum. Ein af þeim eldflaugum var skotin niður af eldflaugavarnarkerfi Ísrael, sem kallast Arrow, yfir Jórdaníu. Hinar tvær lentu í Ísrael, án þess að valda tjóni. Skömmu seinna var háttsettur meðlimur Hezbollah felldur í drónaárás Ísrael í Gólanhæðunum.Gegn auknum umsvifum ÍranSamkvæmt Times of Israel hafa hernaðaryfirvöld þar í landi lengi varað við því að Íran og Hezbollah séu mögulega að reyna að koma upp herstöð í Gólanhæðunum til mögulegs undirbúnings fyrir árás á Ísrael. Nú í síðustu viku fór Benjamin Netanyahu til Moskvu og bað Vladimir Putin, forseta Rússlands, um að ganga úr skugga að Íran myndi ekki ná fótfestu á svæðinu. Varnarmálaráðherra Ísrael, Avigdo Liberman, var myrkur í máli í útvarpsviðtali í gær. Þar sagði hann að næst þegar stjórnarher Sýrlands skjóti eldflaugum að ísraelskum orrustuþotum verði loftvörnunum sem um ræðir „eytt án minnsta hiks“. Enn fremur sagði hann að ef ríkisstjórn Bashar al-Assad ætlaðist til þess að árásunum að hætta myndu þeir koma í veg fyrir vopnasendingar til Hezbollah í Sýrlandi. Mið-Austurlönd Sýrland Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Sendiherrar Sýrlands og Ísrael til Sameinuðu þjóðanna hafa skipst á skotum í dag vegna loftárásar Ísraela í Sýrlandi á föstudaginn. Sýrlendingar skutu eldflaugum á eftir orrustuþotunum sem gerðu árásirnar. Sendiherra Sýrlands sakaði Ísrael um „hryðjuverk“ og segir Rússa hafa tilkynnt Ísrael að aðgerðum þeirra í Sýrlandi væri lokið. Sendiherra Ísrael segir það „hámark hræsninnar“ að sendiherra ríkisstjórnar sem „slátri eigin fólki“ hafi sakað Ísrael um hryðjuverk. „Ísrael mun halda áfram að verja borgara sína gegn öllum tilraunum til að vinna þeim mein,“ sagði Danny Danon. Ísraelskar orrustuþotur gerðu loftárásir á bílalest nærri Palmyra í Sýrlandi á föstudaginn. Þeir segja bílalestina hafa borið vopn frá Íran sem ætluð voru Hezbollah samtökunum. Ísraelar hafa gert þó nokkrar slíkar árásir á undanförnum árum og segjast ætla að halda því áfram, til að koma í veg fyrir að Hezbollah verði sér út um háþróuð vopn. Sýrlendingar brugðust við með því að skjóta þremur eldflaugum að orrustuþotunum. Ein af þeim eldflaugum var skotin niður af eldflaugavarnarkerfi Ísrael, sem kallast Arrow, yfir Jórdaníu. Hinar tvær lentu í Ísrael, án þess að valda tjóni. Skömmu seinna var háttsettur meðlimur Hezbollah felldur í drónaárás Ísrael í Gólanhæðunum.Gegn auknum umsvifum ÍranSamkvæmt Times of Israel hafa hernaðaryfirvöld þar í landi lengi varað við því að Íran og Hezbollah séu mögulega að reyna að koma upp herstöð í Gólanhæðunum til mögulegs undirbúnings fyrir árás á Ísrael. Nú í síðustu viku fór Benjamin Netanyahu til Moskvu og bað Vladimir Putin, forseta Rússlands, um að ganga úr skugga að Íran myndi ekki ná fótfestu á svæðinu. Varnarmálaráðherra Ísrael, Avigdo Liberman, var myrkur í máli í útvarpsviðtali í gær. Þar sagði hann að næst þegar stjórnarher Sýrlands skjóti eldflaugum að ísraelskum orrustuþotum verði loftvörnunum sem um ræðir „eytt án minnsta hiks“. Enn fremur sagði hann að ef ríkisstjórn Bashar al-Assad ætlaðist til þess að árásunum að hætta myndu þeir koma í veg fyrir vopnasendingar til Hezbollah í Sýrlandi.
Mið-Austurlönd Sýrland Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira