Hryðjuverk í Stokkhólmi: Úsbekinn sagðist í atvinnuviðtali vera sprengjusérfræðingur Atli Ísleifsson skrifar 9. apríl 2017 11:29 Fjórir létust og á annan tug slösuðust í árás mannsins. Vísir/afp Úsbekinn sem nú er í haldi sænsku lögreglunnar vegna gruns um að hafa borið ábyrgð á hryðjuverkaárásinni í Stokkhólmi á föstudag átti vini í íslamistasamtökunum Hizb ut-Tharir og hafði áður deilt áróðurmyndböndum ISIS á samfélagsmiðlum. Í atvinnuviðtali hafði hann lýst sjálfum sér sem sprengjusérfræðingi. Sænskir fjölmiðlar hafa í gærkvöldi og í dag birt frekari upplýsingar um hinn 39 ára Úsbeka sem grunaður er um að hafa banað að minnsta kosti fjórum og slasað á annan tug manna þegar hann ók vörubíl niður Drottninggatan skömmu fyrir klukkan 15 að sænskum tíma á föstudag. Nágrannar lýsa honum sem kurteisum og vinnusamum einfara sem starfaði í Svíþjóð til að sjá fyrir fjölskyldu sinni sem búsett er í Úsbekistan. Í viðtali við Expressen segir nágranni að maðurinn hafi opnað hurðir fyrir nágranna sína og aðstoðað við að halda á innkaupapokum.Starfaði við asbesthreinsun Á síðustu árum hafði maðurinn starfað við hreinsun á asbesti í Stokkhólmi og nærliggjandi sveitarfélögum. Í atvinnuviðtali hjá verktakafyrirtækinu sem hann starfaði hjá hafði hann lýst sjálfum sér sem sprengjusérfræðingi. Lögregla greindi frá því á fréttamannafundi í hádeginu að maðurinn hafi sótt um dvalarleyfi árið 2014, en síðasta sumar hafi þeirri umsókn verið hafnað og honum gert að yfirgefa landið. Hann var á lista sænskra yfirvalda yfir eftirlýsta menn þar sem hann hafði ekki orðið við þeirri beiðni. Um þrjú þúsund slík mál eru nú á borði sænskra yfirvalda. Sænska lögreglan segir frá því að á samfélagsmiðlum sé maðurinn vinur fjölmargra lykilmanna í íslamistahreyfingunni Hizb ut-Tahrir án þess þó að vera beintengdur samtökunum. Hizb ut-Tahrir eru alþjóðleg samtök sem hafa það að markmiði að koma á íslömsku ríki. Fulltrúi samtakanna segir í samtali við Expressen að maðurinn tengist ekki samtökunum á nokkurn hátt. Expo hefur skoðað Facebook-síðu mannsins þar sem hann lýsir á einum stað yfir stuðningi við róttækt íslam og hefur oft deilt áróðursmyndböndum ISIS. Sökum þessa hafði mál mannsins áður komið inn á borð sænsku öryggislögreglunnar, án þess þó að hann hafi verið til sérstakrar rannsóknar. Efnahagsbrot framin í íbúð mannsinsSænskir fjölmiðlar hafa greint frá því að efnahagsbrot hafi verið framin í íbúð mannsins í Vällingby, úthverfi Stokkhólms, þar sem hann bjó ásamt fleiri Úsbekum árið 2015. Á hurðinni var einungis að finna nafn eins fyrirtækis. Lögregla réðst síðar til atlögu vegna gruns um að fjármunir umrædds fyrirtækis væru notaðir til að fjármagna hryðjuverkastarfsemi. Ekki var þó hægt að færa sönnur á það, en síðar voru þrír menn, sem höfðust við í íbúðinni, dæmdir til fangelsisvistar fyrir skatt- og fjársvik. Á Facebook-síðu sinni hefur maðurinn deilt myndum af fjölskyldu sinni sem situr fyrir með peningaseðla í hönd. Á öðrum samfélagsmiðlum mátti sjá mynd sem hann deildi af soldáni sem virðist lifa í vellystingum, umvafinn konum í niqab. Með myndinni fylgir svo textinn: „Svona vil ég lifa. Ekki slæmt, bróðir.“Hagaði sér grunsamlega í verslun Lögregla handtók svo manninn í Märsta, norður af Stokkhólmi, á föstudagskvöldið eftir að hafa fengið upplýsingar um mann sem hagaði sér grunsamlega í verslun. Maðurinn hafði þá flúið með neðanjarðarlest frá árásarstaðnum og síðar tekið lest til Märsta þar sem hann var handtekinn nokkrum klukkustundum eftir árásina. Lögregla í Stokkhólmi staðfesti í dag að tveir hinna látnu séu sænskir ríkisborgarar, einn sé breskur og annar belgískur. Hryðjuverk í Stokkhólmi Norðurlönd Svíþjóð Úsbekistan Tengdar fréttir Ríkislögreglustjóri Svíþjóðar: „Ekkert bendir til að við séum með rangan mann í haldi“ Lögregla staðfesti á fréttamannafundi að maðurinn sem handtekinn var í úthverfi norður af Stokkhólmi í gærkvöldi sé 39 ára úsbeskur ríkisborgari. 8. apríl 2017 12:58 Þetta vitum við um árásina í Stokkhólmi Lögregla handtók mann í gærkvöldi sem grunaður er um árásina. Sænskir fjölmiðlar segja að heimagerð sprengja hafi fundist í vörubílnum. 8. apríl 2017 10:00 Sænska lögreglan staðfestir þjóðerni hinna látnu og segir rannsókn miða vel Sænska lögreglan hélt blaðamannafund klukkan 10:30 í morgun að íslenskum tíma, þar sem komu fram nýjar upplýsingar um rannsókn á hryðjuverkaárásinni í Stokkhólmi síðastliðin föstudag. 9. apríl 2017 10:57 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Erlent Fleiri fréttir Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Sjá meira
Úsbekinn sem nú er í haldi sænsku lögreglunnar vegna gruns um að hafa borið ábyrgð á hryðjuverkaárásinni í Stokkhólmi á föstudag átti vini í íslamistasamtökunum Hizb ut-Tharir og hafði áður deilt áróðurmyndböndum ISIS á samfélagsmiðlum. Í atvinnuviðtali hafði hann lýst sjálfum sér sem sprengjusérfræðingi. Sænskir fjölmiðlar hafa í gærkvöldi og í dag birt frekari upplýsingar um hinn 39 ára Úsbeka sem grunaður er um að hafa banað að minnsta kosti fjórum og slasað á annan tug manna þegar hann ók vörubíl niður Drottninggatan skömmu fyrir klukkan 15 að sænskum tíma á föstudag. Nágrannar lýsa honum sem kurteisum og vinnusamum einfara sem starfaði í Svíþjóð til að sjá fyrir fjölskyldu sinni sem búsett er í Úsbekistan. Í viðtali við Expressen segir nágranni að maðurinn hafi opnað hurðir fyrir nágranna sína og aðstoðað við að halda á innkaupapokum.Starfaði við asbesthreinsun Á síðustu árum hafði maðurinn starfað við hreinsun á asbesti í Stokkhólmi og nærliggjandi sveitarfélögum. Í atvinnuviðtali hjá verktakafyrirtækinu sem hann starfaði hjá hafði hann lýst sjálfum sér sem sprengjusérfræðingi. Lögregla greindi frá því á fréttamannafundi í hádeginu að maðurinn hafi sótt um dvalarleyfi árið 2014, en síðasta sumar hafi þeirri umsókn verið hafnað og honum gert að yfirgefa landið. Hann var á lista sænskra yfirvalda yfir eftirlýsta menn þar sem hann hafði ekki orðið við þeirri beiðni. Um þrjú þúsund slík mál eru nú á borði sænskra yfirvalda. Sænska lögreglan segir frá því að á samfélagsmiðlum sé maðurinn vinur fjölmargra lykilmanna í íslamistahreyfingunni Hizb ut-Tahrir án þess þó að vera beintengdur samtökunum. Hizb ut-Tahrir eru alþjóðleg samtök sem hafa það að markmiði að koma á íslömsku ríki. Fulltrúi samtakanna segir í samtali við Expressen að maðurinn tengist ekki samtökunum á nokkurn hátt. Expo hefur skoðað Facebook-síðu mannsins þar sem hann lýsir á einum stað yfir stuðningi við róttækt íslam og hefur oft deilt áróðursmyndböndum ISIS. Sökum þessa hafði mál mannsins áður komið inn á borð sænsku öryggislögreglunnar, án þess þó að hann hafi verið til sérstakrar rannsóknar. Efnahagsbrot framin í íbúð mannsinsSænskir fjölmiðlar hafa greint frá því að efnahagsbrot hafi verið framin í íbúð mannsins í Vällingby, úthverfi Stokkhólms, þar sem hann bjó ásamt fleiri Úsbekum árið 2015. Á hurðinni var einungis að finna nafn eins fyrirtækis. Lögregla réðst síðar til atlögu vegna gruns um að fjármunir umrædds fyrirtækis væru notaðir til að fjármagna hryðjuverkastarfsemi. Ekki var þó hægt að færa sönnur á það, en síðar voru þrír menn, sem höfðust við í íbúðinni, dæmdir til fangelsisvistar fyrir skatt- og fjársvik. Á Facebook-síðu sinni hefur maðurinn deilt myndum af fjölskyldu sinni sem situr fyrir með peningaseðla í hönd. Á öðrum samfélagsmiðlum mátti sjá mynd sem hann deildi af soldáni sem virðist lifa í vellystingum, umvafinn konum í niqab. Með myndinni fylgir svo textinn: „Svona vil ég lifa. Ekki slæmt, bróðir.“Hagaði sér grunsamlega í verslun Lögregla handtók svo manninn í Märsta, norður af Stokkhólmi, á föstudagskvöldið eftir að hafa fengið upplýsingar um mann sem hagaði sér grunsamlega í verslun. Maðurinn hafði þá flúið með neðanjarðarlest frá árásarstaðnum og síðar tekið lest til Märsta þar sem hann var handtekinn nokkrum klukkustundum eftir árásina. Lögregla í Stokkhólmi staðfesti í dag að tveir hinna látnu séu sænskir ríkisborgarar, einn sé breskur og annar belgískur.
Hryðjuverk í Stokkhólmi Norðurlönd Svíþjóð Úsbekistan Tengdar fréttir Ríkislögreglustjóri Svíþjóðar: „Ekkert bendir til að við séum með rangan mann í haldi“ Lögregla staðfesti á fréttamannafundi að maðurinn sem handtekinn var í úthverfi norður af Stokkhólmi í gærkvöldi sé 39 ára úsbeskur ríkisborgari. 8. apríl 2017 12:58 Þetta vitum við um árásina í Stokkhólmi Lögregla handtók mann í gærkvöldi sem grunaður er um árásina. Sænskir fjölmiðlar segja að heimagerð sprengja hafi fundist í vörubílnum. 8. apríl 2017 10:00 Sænska lögreglan staðfestir þjóðerni hinna látnu og segir rannsókn miða vel Sænska lögreglan hélt blaðamannafund klukkan 10:30 í morgun að íslenskum tíma, þar sem komu fram nýjar upplýsingar um rannsókn á hryðjuverkaárásinni í Stokkhólmi síðastliðin föstudag. 9. apríl 2017 10:57 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Erlent Fleiri fréttir Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Sjá meira
Ríkislögreglustjóri Svíþjóðar: „Ekkert bendir til að við séum með rangan mann í haldi“ Lögregla staðfesti á fréttamannafundi að maðurinn sem handtekinn var í úthverfi norður af Stokkhólmi í gærkvöldi sé 39 ára úsbeskur ríkisborgari. 8. apríl 2017 12:58
Þetta vitum við um árásina í Stokkhólmi Lögregla handtók mann í gærkvöldi sem grunaður er um árásina. Sænskir fjölmiðlar segja að heimagerð sprengja hafi fundist í vörubílnum. 8. apríl 2017 10:00
Sænska lögreglan staðfestir þjóðerni hinna látnu og segir rannsókn miða vel Sænska lögreglan hélt blaðamannafund klukkan 10:30 í morgun að íslenskum tíma, þar sem komu fram nýjar upplýsingar um rannsókn á hryðjuverkaárásinni í Stokkhólmi síðastliðin föstudag. 9. apríl 2017 10:57